Icelandair beint til Washington borgar.

 

Síðustu vikur hafa verið spennandi hér í Washington. Mikið að funda og skipuleggja vegna hinna Norrænu daga sem verða haldnir í borginni vikuna 20 til 26 júní nk. En svo var það fyrsta flugið til borgarinna beint frá Íslandi sem hófst þriðjudaginn 17 maí. Yfirmenn Icelandair eru drifnir áfram af miklum metnaði og hefur það veitt mér mikla ánægju að vinna með félaginu í gegnum tíðina við kynningu landsins allt frá fegurðarsamkeppnum, knattspyrnu og matarkynningum til almennra kynninga á landi voru og þjóð.

.

Í tilefni fyrsta flugsins vildu þeir Icelandair menn efna til athafnar við brottfararhlið félagsins fyrir þá farþega sem voru að fara til Íslands og Evrópu með vélinni. Fékk ég tækifæri til að aðstoða við uppsetningu þess atburðar í samvinnu við forystumenn félagsins hér í Bandaríkjunum. Var ákveðið að fá einn af fremstu matreiðslu meisturum borgarinnar Jeff Tunks enn einn Íslandsvininn og formann dómnefndar í Food and Fun og fyrirtæki hans til að setja saman veisluhlaðborð með íslenskum sælkeramat svo sem lamb borgurum, bleikju, þorski, humri, skyri og ostum og smjöri. Auk þess var boðið uppá Iceland Glacial vatn og Víking bjór auk léttra vína. Þá lék hljómsveit létta tónlist og úr varð hið besta boð og það í miðjum brottfararsal á flugvelli. Ekki hefði mér dottið í hug að þetta gæti verið góður skemmtistaður en með vilja og sameiginlegu átaki góðra vina tókst vel til.

 

Í vélinni að heiman komu gestir félagsins með Utanríkisráðherra og forstjórum félagsins í fararbroddi til að klippa á borðann og formlega hefja starfsemi félagsins á flugi til og frá Dulles flugvellinum.

Við athöfnina fluttu ræður fulltrúar flugvallarins, fulltrúi Virginíu fylkis, Birkir Hólm forstjóri og að lokum Össur Skarphéðinsson sem fór á kostum í sinni ræðu, þó ekki sé meira sagt.

 

Farþegar félagsins á leið til Íslands léku á alls oddi og nutu góðra veitinga og voru með bros á vör. Dulles flugvöllur er mikið og glæsilegt mannvirki og er sífellt að stækka og taka á sig betri mynd. Það er ekki nema um hálftíma akstur frá vellinum inn til miðborgarinnar og ég er viss um að borgin á eftir að heilla íslenska ferðamenn enda ein fallegasta borg Bandaríkjanna.

 

Fyrir utan valdastofnanir í borginni þá er svo margt áhugavert að sjá og skoða. Fólkið í borginni er upp til hópa mjög vinsamlegt og tekur vel á móti ferðamönnum enda vanir því að hingað komi nýjir íbúar reglulega. Sem dæmi þá eru tugir sendiráða ríkja í borginni og fólk í þeim kemur og fer á nokkurra ára fresti. Þá eru nýjir þingmenn sem koma og fara reglulega ásamt starfsfólki sínu og svo er Forsetinn aldrei lengur við völd en 8 ár og honum fylgja þúsundir starfsmanna.

 

Þetta gerir það að verkum að í borginni er nú ein skemmtilegasta flóra góðra veitingastaða enda er það siður hér að menn fari saman út að borða til  að kynnast utan hins hefðbundna vinnu umhverfis. Í borginni er lítið atvinnuleysi miðað við marga aðra staði í landinu og hreinleiki er mikill. Sett hefur verið upp hjólaleiga með um 1.500 reiðhjólum og stefnt að því að þau verði orðin um 5.000 á næsta ári. Borgin er björt með breiðstrætum og torgum og ekki tekur nema um 50 mínútur að ganga þvert yfir miðborgarkjarnann frá Kínahverfinu að Georgetown.

 

Þá eru ótalin hin glæsilegu Smithsonian söfn sem eru 27 talsins og frítt inní þau öll.

 

Það var afskaplega gaman að vinna með Icelandair fólkinu í þessari móttöku og sýnir vel hvað matur og ferðir eiga góða samleið við kynningu landsins. Allir þurfa ferðamenn að borða og ekki er verra að maturinn sé góður og hollur. Það staðfestir einungis að Ísland er menningarland sem byggir á náttúrulegum afurðum og hreinleika náttúrunnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband