Trilljónir á trilljónir ofan

Þessi aðgerðaráætlun sem Obama samþykkti í gær er sú eina sem komið hefur fram frá nokkurri þjóð síðan efnahagshrunið varð. Þetta er umdeild áætlun sem er nú ekki skrítið. En er þó áætlun sem vonandi leiðir til þess að menn nái tökum á samfélögnum sem urðu fyrir barðinu á taumlausri græðgisstefnu fjármála heimsins á síðustu árum.

Á meðan erum við enn að leita að sökudólgum. Maður veltir því fyrir sér hvaða tilgang það hefur að vera að ræða, núna, um að krónan sé ónýt og við eigum bara að ganga í Evrópusambandið og þá sé málið leyst. Bara svona ýta á "enter" og málið dautt?

Staðreyndin er sú að eina verkfærið sem við höfum er krónan. Það er ekkert annað í boði. Gæti hún verið hún sem bjargar okkur hraðar út úr vandanum en öðrum þjóðum. Það skyldi þó aldrei vera. Hversvegna erum við svo að eyða dýrmætum tíma í að ræða Evrópusambandsaðild sem er ekki á dagskrá fyrr en efti nokkur ár. Ekki bjargar það okkur í dag. Vandinn er í dag.

Það kæmi mér ekki á óvart að þegar að því  kemur að efnahagsstyrkur okkar verður meiri og við stöndum frammi fyrir þeirri, að mínu mati, eðlilegu spurningu um aðild að Evrópusambandinu verði það ekki sama Evrópusamband og það er í dag. Held að forsendur þess verði orðnar aðrar. Held meira að segja að gegi Evrunnar eigi eftir að lækka gagnvart dollar verulega strax á þessu ári.

Með krónuna stadda þar sem hún er núna, aukast verulega líkur á því að jafnvægi náist. Við vitum það öll að hún vara alltof hátt skráð. Spurning er hversvegna, það var jú vegna þess að markaðurinn sýndi þennan styrk. Kannski var það bara blekking. Núna er að nást hagstæður vöruskiptajöfnuður í hverjum mánuði. Okkar verðmæti munu ávallt byggjast á útflutningi náttúrlegara auðlinda svosem matvæla, orku og landsins sjálfs sem ferðamannalands. Til að tryggja það að viðhalda stöðugri eftirspurn eftir okkar afurðum er króna  verkfærið sem leggur grunninn.

Ég er ekki á móti Evrópusambandinu veit hinsvegar ekki hvað það hefur uppá að bjóða. Er heldur ekki svo forstokkaður að ég vilji halda krónunni bara krónunnar vegna. Þetta eru bara staðreyndir sem við stöndum frammi fyrir og verðum að notfæra.

Ég hef óbilandi trú á að við komumst út úr þessum vanda. Til þess þarf að forgangsraða málum þar sem fókið í landinu er haft í fyrirrúmi. Atvinna næg og heimilin haldi reisn sinni. Með því að "handstýra" krónunni í takmarkaðan tíma má sjá fyrir sér viðsnúning fljótlega. Vextina þarf svo að lækka sem fyrst til að fyrirtækin haldi lífi og störfum fólksins.

Hvað með að gefa fyritækjum sem útvega ný störf á næstu tveimur árum skatta afslátt fyrir hvert nýtt starf? Það er betra en að greiða fólki atvinnuleysisbætur. Hvað með að hækka skattleysismörkin og hagræða í skattkerfinu með jöfnun virðisaukaskatts. Hvað með að Ríkið nái og standi fyrir samstarfi við fyrirtækin í landinu og sveitarfélögin um aðkallandi verkefni. R´æikð á nú orðið allt sem skiptir máli hvort sem er. Sem reyndar leiðir nú hugann aftur til Marteins Mosdals og þess hversvegna erum við með Samkeppnisstofnun, en þetta er nú bara grín. Það er nú verið að hjálpa fólki með úrlausn fasteignalána og er það vel.

Hvað með að móta öfluga markaðsstefnu landsins og fyrirtækja þar sem sérstaða landsins er höfð að leiðarljósi og verðum sú fyrirmyndarþjóð á svo mörgum sviðum sem við erum. Með því móti getum við náð reisn okkar og stöðu á meðal þjóða heimsins og jafnvel fyrirmynd. Um leið myndi það tryggja sölu okkar afurða á forsendum sjálfbærra framleiðsluhátta.


mbl.is Obama staðfestir aðgerðaráætlun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 686

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband