Tímaritaútgáfa American Express, Travel and Leisture og Food and Wine

 

Risafyritæki' American Express keypti á síðasta ári fjölmiðlarisann sem gefur meðal annars út Travel and Leisure og Food and Wine sem eru útbreiddustu blöð á sínu sviði í Bandaríkjunum auk þess sem þau höfða bæði til svokallaðs efnafólks sem metur gæði framar verði. Þeir eiga einnig nokkra minni fjölmiðla.

 

Í útgáfu F&W í mars sl birtist þriggja síðna grein um íslensk matvæli og landið sem ferðamannaland. T+L skrifar reglulega um Ísland og er okkur mjög vinveitt.

Þá er American Express með afar sterkan viðskiptavinahóp sem ferðast mikið og verslar gæða vörur.

 

Þá stendur fyrirtækið fyrir matvælasýningum og ferðakynningum um landið allt reglulega og býr yfir afar öflugu sambandsneti til viðskiptavina sinna svosem ferðaheildsala. Þeir eiga einnig mjög sterka tölvugrunna og heimasíður. Það er einmitt þetta fyrirtæki sem stendur fyrir matvælakynningunni, sem að framan greinir, í New York í október nk.

 

Það væri mjög snjallt að kanna mögulegt  samstarf við þetta sterka fyrirtæki og sjá með hvaða hætti við gætum komið málefnum okkar á framfæri til lengri sem og styttri tíma er litið.

 

Málum er þannig háttað í tímarita útgáfu hér í Bandaríkjunum sem og reyndar víða um heim að fjölmiðlar sem sérhæfa sig í ferðaumfjöllun verja um 30% af efni miðlanna í mat og matvæli og svo öfugt við matvælatímaritin sem verja um30% af efninu í ferðir og ferðalög.

 

Það er því að mínu mati ekkert nema hagkvæmni sem felst í góðu samstarfi ferðaþjónustunnar og íslensks matvælaiðnaðar. Hér eru líka hvorutveggja atvinnugreina sem skila mestum erlendum tekjum inní þjóarbúið á skemmstum tíma, einsog komið hefur í ljós eftir að verðmæti krónunnar breyttist og nú dollarinn sterkastur gjaldmiðla.

Veit að það er áhugi fyrir viðræðum um Íslandsmál innan fyrirtækisins. Meira fljótlega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband