Ein leið til að kynna Ísland

Svokallað “event marketing” er farsæl leið til að koma afurðum og þjónustu á markað. Það er mun meiri vinna sem felst í því að nýta þessa aðferð sem Áform hefur talsverða reynslu af. Með því móti má vekja athygli fjölmiðla á því sem gert er og ná beinu sambandi við viðskiptavini. Þannig skapast traust á milli aðila og allir hafa gaman af því að fræðast um land og þjóð. Það hefur því ávallt verið haft að leiðarljósi að kynna fyrir áhugasömu fólki  náttúru, menningu og sögu landsins ásamt afurðum þess. Auk þess er þessi aðferð miklum mun ódýrari þegar upp er staðið.

 

Fjölmiðlaflóran er orðin svo breytt og einsog Forseti Bandaríkjanna sagði frá í viðtali við 60 Mínútur sl sunnudag, þá eru ekki mörg ár síðan að ekki þurfti Forsetinn nema að tala við fréttastöðvar þriggja  sjónvarpsstöðva í Bandríkjunum til að ná til þjóðarinna. Sama var uppi á teningum þegar ég vann á Mogganum á sínum tíma. Ein góð auglýsing í Mogga náði til allrar þjóðarinnar á augabragði. Í þessari breyttu og fjölbreyttu flóru felast aftur á móti fjölmörg tækifæri sem menn þurfa að vera vakandi yfir.

 

Þessum aðferðum hefur verið beitt með því að efna til Íslandsdaga í verslunum Whole Foods því þangað koma efnaðir vel menntaðir viðskiptavinir sem ferðast mikið og eru fróðleiksfúsir. Þá hef ég staðið fyrir atburðum í New York, Boston og Washington undir merkjum Íslands  með afburðagóðum árangri. Þetta byggist líka á því fá íslendinga sjálfa til starfa því allir Ameríkanar hafa áhuga fyrir okkur enda ekki margir íslendingar sem þeir hitta öllu jafna. Við erum upp til hópa skemmtilegt fólk sem talar með fallegum hreim og höfum ástríðu fyrir landinu okkar og erum stolt af því. Það skiptir sköpum. Auk þess eru listamenn okkar aufúsugestir í menningarheiminum hér sem annarsstaðar.

 

Íslendingar hafa almennt á sér gott orð og eru fjölfróðir um heimsins málefni og höfum almennt átt vinsamleg samskipti við  Bandaríkjamenn. Á því er ekki nokkur vafi það hef ég sjálfur fundið enda eignast marga trausta vini hér  sem bókstaflega vilja allt fyrir okkur gera.

  

Þá hef ég oft bent á það að í öllum helstu tímaritum sem fjalla um matvæli er miklu plássi varið í umfjöllun um ferðamál og öfugt þegar komið er að tímaritum sem fjalla um ferðamál þar skiptir umræða um mat miklu. Af fenginni reynslu af þeim fjölmiðlamönnum sem ég hef kynnst í gegnum þetta starf er mjög algengt að nánast allir blaðamenn sem fjalla um ferðir eru matargæðingar. Enda ferðast enginn án þess að njóta góðs matar í þeim löndum sem fólk heimsækir. Sambönd Áforms við fjölmiðlafólk hefur aukist með árunum  og er það net nokkuð gott og hefur reynst afar vel, jafnt um matvæli sem ferðamöguleika.

 

Áform hefur ávallt lagt mikla áherslu á menningu og sögu þjóðarinnar enda gengur markaðsstarfið mest út á að segja fólki sannar góðar sögur frá Íslandi. Það er leið sem er erfiðari og að mörgu leiti tímafrek en skilar langtíma árangri og kostar miklu  minna en hefðbundnar auglýsingar í fjölmiðlum. Þessa aðferð hefur Áform tileinkað sér og lært heilmikið af verslunum Whole Foods Markets sem eru vaflausa virtustu matvöruverslanir í Bandaríkjunum og verja sáralitlum peningum í beinar auglýsingar. Nýta sér þá stöðu að tala  beint við viðskiptavinina sína sem heimsækja búðirnar.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 676

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband