Framleiðendur

Á Íslandi eru margir framleiðendur sem hafa þróað margskonar fæðubótarefni, snyrtivörur og matvæli sem talið er að eigi möguleika á sölu í Bandaríkjunum og líklega í Evrópu og Asíu á sömu forsendum. Stefnan er þó að því að beina sjónum sölufyrirtækisins einkum að Ameríku til að byrja með. Evrópa og Asía geta komið síðar. Ef vel tekst við markaðssetningu á því markaðssvæði veraldar sem mestar kröfur gerir, Bandaríkin mun fyrirtækið verða vel í stakk búið til að sinna öðrum sambærilegum mörkuðum.

 

Allmörg íslensk fyrirtæki  hafa þróað ýmis fæðubótarefni,  snyrtivörur og fatnað úr íslensku hráefni á undanförnum árum. Flest þessara fyrirtækja hafa tekið langan tíma í þróunarferlinu og öðlast virðingu á heimamarkaði og fengið margvíslegar viðurkenningar. Hér er um að ræða afurðir sem meðal annars er unnar úr birkitrjám, fjallagrösum, hvannarrót, þara, þörungum og sölum. Þá eru jafnframt þekktar afurðir unnar úr sjávarfangi svo sem lýsi, beinamjöl, ensími og fleiru.

 

Þau fyrirtæki sem undirritaður hefur skoðað, eiga öll við svipað vandamál að stríða þegar kemur  að sölu, kynningu og markaðssetningu á erlendum mörkuðum. Flest eru þau  lítil og meðalstór fjölskyldufyrirtæki með afar takmarkaða fjármuni. Sum þeirra hafa reynt fyrir sér í netverslun en flutningskostnaður frá Íslandi er afar hár og oftar en ekki hærri en vöruverðið sjálft.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband