Vika eitt: Menning sagan og þorrinn

 Þorrablótin eru orðinn fastur liður í menningarflóru landsmanna. Í tengslum við þessa viku væri ferðamönnum gefinn kostur á að kynna sér sögu matar á landinu. Heimsækja sveitafólk og sjá hvernig og hversvegna súrmatur varð til og hvernig forfeður okkar lærðu að lifa með óbilgjarnri náttúru landsins allt frá landnámsöld. Einnig væri haldin almenn kynning á sögu og hefðum matargerðar í söfnum á landinu. Þá væri hugsanlegt að bjóða ferðamönnum að fara á sjó með línubátum og sækja fisk í soðið. Þar sem þorrablótin hafa þróast í að verða hin mesta skemmtun og fastur punktur í smáum sem stórum byggðakjörnum á landinu öllu væri því hægt að bjóða ferðamönnum að taka þátt í þeim með sama hætti og þjóðverjar nýta Október festivalið, til að kynna sína menningu, mat og öl og ekta þýskri stemningu. Þannig  gætu þorrablótin okkar orðið skemmtun fyrir ferðamenn sem fá þá tækifæri til að kynnast landanum á góðra vina stund á sanna íslenska vísu. Undirritaður ræddi við nokkra Evrópubúa sem sóttu eitt af stóru Þorrablótunum á höfuðborgarsvæðinu nýlega og voru allir á einu máli um að þessi skemmtun hefði verið hápunkturinn á ferð þeirra til Íslands. Þeir tóku þátt í blótinu af fullum krafti, létu sviðakjammana “tala” hverjir við aðra, storkuðu sjálfum sér með hákarli og brennivíni og sungu, með sínu nefi, íslensk þjóðlög. Einn þjóðverji í hópnum sagði að súrmaturinn okkar væri ekki ósvipaður og súrkálið í Þýskalandi.Það verður svo þáttur hvers ferðaþjónustuaðila að brydda uppá enn frekari skemmtilegum atburðum í kringum þorrann, af nógu er að taka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband