Vika fjögur: Heimilin og matvælasýning

 Gestrisni íslendinga er löngum þekkt. Það væri því tilvalið að fá valin  heimili og fjölskyldur til að taka á móti erlendum ferðamönnum og bjóða þeim í mat inná heimilin. Það myndi vafalaust vekja mikla athygli og um leið vera góð kynning á menningu þjóðarinnar og heimilsmat. Jafnvel gætu heimilin boðið ferðafólkinu uppá ferð í verslanir til að kaupa inn og elda svo með fólkinu.

Þarna liggja jafnmörg tækifæri og fjölskyldurnar eru margar. Hver getur haft sinn hátt á og kynnst fólki frá framandi löndum og þar með myndi landinn sjálfur vera beinn þátttakandi í að kynna land sitt og þjóð, menningu og siði. Í lokavikunni mætti svo efna til matvælasýningar þar sem allt sem áhugavert er við íslenska matvælaframleiðslu væri kynnt fyrir heimamönnum og erlendum innkaupastjórum matvæla.

Þetta væri líka kjörið tækiæfri til að kynna nýjungar í matvælaframreiðslu en Samtök iðnaðarins hafa einmitt tileinkað árið 2011 sem ár nýsköpunar. Um svipað leiti er haldin sýning í Þýskalandi sem margir Evrópuíbúar og Bandaríkjamenn heimsækja ár hvert. Ferðamennirnir frá Ameríku gætu því komið við á leið sinni yfir hafið.  Hér gæti verið tækifæri fyrir atvinnulífið og hið opinbera aðtaka höndum saman um kynningu á þeim verðmætum sem landið hefur uppá að bjóða á nýstárlegan hátt án of mikillar fjárfestingar og áhættu.

Fyrst og fremst mun fjármunum verða varið í kynningu, markaðssetningu og boðum fjölmiðla til landsins af þessu tilefni. Nægur tími er til að vinna markvisst að undirbúningi og væri líklega skynsamlegt að Samtök iðnaðarinas með SMK  Samtök mjólkur og kjötdeild  sína leiddu verkefnið í samvinnu við Samtök atvinnulífsins sem myndi stilla saman strengi og leggjast á eitt um trygga og kraftmikla samstöðu meðal hagsmunaaðila.

Þá er hugmyndinni komið á framfæri og vonandi sjá menn einhver tækifæri sem í henni felast.


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband