5.5.2008 | 18:33
Þar kom að því
Jæja þá lét maður loksins verða að því að hefja smá blogg eftir talsverðar vangaveltur og þó nokkrar hvatningar vina, vandamanna sem og þeirra sem deila með mér svipuðum áhugamálum.
Það er nú komið vor hér í Washington DC höfuðborg Bandaríkjanna, landi tækifæranna. Hér er mikið um að vera og mannlífið fjölbreytt og forvitnilegt. Hér eru starfandi um 184 Sendiráð með um 10.000 starfsmönnum. Sumir vilja því meina að Washington sé hið sanna "Alheimsþorp" eða Global Village". Borgin er ekki mjög fjölmenn þó hún sé í flestra huga Stórborg. Hér í borginni búa ekki nema um 600.000 manns. Borgin er skemmtileg blanda af Evrópskri og Bandarískri borg og að mörgu leiti þægileg borg fyrir margra hluta sakir.
Þegar ég hvattur til að hefja þetta blogg sagði einn vinur minn mér að nota bloggið einsog dagbók. Að setja hér saman það sem á dagana hefur drifið og gæti verið upplýsingaveita fyrir komandi tíma. Þannig mun ég reyna að safna saman því sem maður er að fást við hér sem og koma á framafæri við alla vini mína í veitingahúsa geiranum heima, félögum okkar í Food and Fun sem og framleiðendum matvæla og annarra sem áhuga hafa fyrir þeirri útrás íslendinga sem sjá má víða í fjölmiðlum hér í þessu góða landi.
Það er mjög gaman að sjá allt að því vikulega fjallað um Ísland og málefni tengdum landinu góða hér í fjölmiðlum. Og sem betur fer allt á jákvæðum nótum. Menn hafa séð það í fjölmiðlum heima hvað Geir H Haarde fékk mikla athygli í New York um daginn. Hillary Clinton hefur svo bent á framgöngu okkar á sviði orkumála og sagt að Bandaríkjamenn geti líklega töluvert af okkur lært.
En auk þessara góða frétta hefur athygli fjölmiðla sem fjalla um ferðamál og matvæli, sem ávallt fer nú nokkuð vel saman, verið ótrúlega mikil síðustu dægrin.
Hér á árum áður var varla minnst á Ísland sem matvælaþjóð í almennum fjölmiðlum sem höfða beint til neytenda. En mikil breyting er að verða þar á og langar mig til að segja ykkur frá nokkrum þeim greinum og umfjöllun sem maturinn hefur fengið.
DC MODREN LUXURY
er tímarit sem gefið er út hér í Höfuðborginni. Þetta er afar glæsilegt mánaðarrit sem einkum fjallar um svokallaðar lúxusvörur og meðal annars um sælkeramat. Í maí hefti blaðsins sem var að koma út er grein með fimm myndum, um Food and Fun á Íslandi. Þar er talað um hátíðina sem slíka og fólk þekkir nú orðið vel. Síðan er fjallað um landið og afurðir þess sem taldar eru sannar sælkera afurðir svo sem lambakjöt, fiskur, ostar, skyr, smjör og aðrar afurðir.
Þá er talað um að Food and Fun hafi leitt til þess að matreiðslumeistarar, "elítan" í kokkamennskunni svosem Jeff Tunks, Robert Wiedmaier, Jeff Buben, Roberto Donna, Michael Richard og fleiri hér í borginni, sem tekið hafa þátt í hátíðinni frá upphafi, hafi leitt til þess að nú sé Reykjavík nokkurskonar systurborg Washington. Væri það nú ekki slæmt ef af því gæti orðið, ætti að koma þessu á framfæri? Allavega hefur fyrrverandi Borgarstjóri Washington, Anthony Williams komi heim á Food and Fun og núverandi borgarstjóri hinn vinsæli Adrian Fenty hefur sýnt áhuga á að heimsækja Reykjavík.
Þá er vitnað í Kokkastjörnuna Jeff Tunks sem segir meðal annars að þegar hann fór sína fyrstu ferð til Íslands þá hafi hann strax orðið mjög heillaður af gæðum hráefnisins. Læt fylgja með það sem haft er eftir honum í blaðinu: "" A lot of their style in plating is very trendy". Like a Scandinavian furniture shop, that´s their style of food". Jeff hefur farið til Íslands tíu sinnum og meðal annars til að gera sjónvarpsþátt um sjálfbæran íslenskan landbúnað og sjávarútveg. Þátturinn er sýndur reglulega um Bandaríknin og hefur þáttaröðin sem þátturinn er í " Chefs A´Field" nú verið tilnefndur til EMMY verðlauna. Chefs A´Field hefur áður unnið þrenn merkileg og virt verðlaun. Síðan segir Jeff: "I went over there the first time and was blown away by the quality of the ingrgredients".
Síðan er fjallað á jákvæðan hátt um það sem blaðakonan upplifði á Íslandi þessa daga og maður verður mjög glaður að lesa svona greinar. Icelandair hefur unnið mjög vel að kyningu Food and Fun og stuðlað að því með skipulögðum hætti að allir sem að ferðaþjónustu koma njóti góðs af hátíðinni sem hefur vaxið mjög hratt á skömmum tíma.
Held að ég láti þetta nægja að sinni sem fyrsta blogg mitt og segi svo næst frá öðrum áhugaverðum fjölmiðlum sem eru þessa dagana að fjalla um matinn okkar og landið.
Þá kemur fram í greininni að íslenskar afurðir fáist í verslunum Whole Foods Markets
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með daginn :)....
gaman að sjá þig loksins á svæðinu...
Jón Haukur (IP-tala skráð) 5.5.2008 kl. 18:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.