Það eru allir bolir inn við beinið!

Þessi setning er úr laginu Bolir sem  Björgvin Halldórssonar, hin sanna ímynd Hafnarfjarðar, söng hér um árið. Þetta lag kom uppí hugann þessa helgi hér í Washington að gefnu tilefni en nú er einmitt Memorial Day Weekend, helgin sem ferðamenn alls staðar að frá landinu sjálfu, heimsækja Höfuðborgina til að minnast látinna ættingja sem fallið hafa í stríðsþáttöku landsins. Borgin er full af fólki og mikil stemming.

Vinsælasti minnisvarðinn í ár virðist vera Vietnam minnisvarðinn, enda líklega flestir sem muna það stríð. Þá er það nýji minnisvarðinn um Seinni Heimstyrjöldina, Kóreu stríðið og gyðingasafnið sem er hluti af Smithsonian safninu. Allt fullt af fólki í öllum söfunum og langar raðir að hverju og einu þeirra. Alveg magnað hvað Bandaríkjamenn eru duglegir að heimsækja söfn og fræðast um stutta en að mörguleiti merkilega sögu sína. Nýjasta safnið opnaði hér um daginn og heitir Newseum. Þar er sýnd saga fjölmiðlunar og er risastórt og merkilegt safn. Hefur fengið fjölda viðurkenninga og þykir hafa tekist afar vel.

Það finnst flestum hér, að það sé nauðsynlegt að koma til borgarinnar, að minnsta kosti einusinni lífsleiðinni. Þeirra á meðal er gríðarlegur fjöldi mótorhjólakappa sem þeysast um borgina á glæsilegum mótorhjólum, aðallega Harley Davidson, sem er eitt táknið um Bandaríska lífsstílinn. Þetta eru hinir sönnu bolir sem Björgvin söng um. Þetta er fólkið, allt í hinum hefðbundna bol, gjarnan í leðurvesti, strigaskóm  og gallabuxum. Og allir að fá sér kaffi í fant og kleinu með! Það vantar hinsvegar Halla og Ladda og skítapakk!

Í gær var hjólað á ýmsa staði í borginni, risatónleikar fyrir framan Þinghúsið og í dag heldur hátíðin áfram meðal annars með skrúðgöngu og tónlistarviðburðum. Bolirnir eru hinir svokölluðu Blue Collar Workers, bláflibbarnir, fólkið sem mætir í vinnuna, stendur sína plikt og fer síðan  heim að sinna vinum og fjölskyldu. Þetta er fólkið sem vinur myrkaranna á milli. Í gærmorgun sunnudag fórum við nokkrir vinir hér að spila golf kl. 6:50. Ég þurfti að fara að heima um kl. 5:30 til að komast á völlinn í tæka tíð. Og viti menn það var fullt af fólki komið á ról á þessum tíma. Fyrstu´"fríhelgi" sumarsins en samt fullt af fólki á ferðinni á leið til vinnu eða til að njóta dagsins til fulls. Ótrúlegt að sjá þetta á fríhelgi. Sólin kemur nú upp um kl. 5:40 og dagurinn er enn að lengjast.

Þegar maður er hér fyrir "westan" þá hlustar maður meir á "sveitatónlist" ( Country and Western)en maður er vanur  heima. Þá heyrir maður mikið af skemmtielgum slögurum sem flestir eru bráðskemmtilegir og sumir hafa heyrst í íslenskum útfærslum til dæmis með Brimkló. Mjög gaman að fylgjast með sveitatónlistinni hér enda er hún ein af þessum sérkennum þessa lands og er sannarlega tónlist bolanna! Og höfðar til manns.

Sumt af þessari tónlist minnir á vinsæl íslensk lög og texta. Nokkuð sem maður hefur ekki áttað sig á fyrr. Gæti verið að landnemarnir íslensku hafi flutt með sér ljóðlistina og lögin til Ameríku? Að fyrsti kúrekasöngvarinn hafi verið íslenskur? Það skyldi þó aldrei vera. Landnemarinr voru jú flestir bændur og kunnu vel að sitja hesta og smala enda þeirra fag. Þeir voru oft einmana við  gæta búfjár á sléttunum og voru fullir af söknuði. Kunnu að setja saman ljóð enda það hluti af okkar menningu að kveðast á. Það er svolítið um söknuð í  sveitasöngvunum. Textar sem fjalla um að hundurinn sé dauður, konan farin, hesturinn slappur, bjórinn búinn, kofinn hruninn, veðrið vont eru algeng viðfangsefni oft nokkuð dapurleg einsog við getum stundum orðið.

Þetta ættum við að kanna. Reyna að komast að því hvort það geti verið að við gætum eignað okkur uppruna sveitasöngvanna.  Ekki svo slæm hugmynd. Allavega hefur engin þjóð gert það enn sem komið er. Veit til þess að nokkrir vinir mínir heima á Íslandi eru miklir áhugamenn um sveitatónlistina og nú er spurningin sem vaknar þessi: Er Country tónlistin, þegar öllu er á botninn hvolft, komin frá Íslandi? Eru  Hank Williams ( Hákon Vilhjálmsson), Willy Nelson (Vilhjálmur Njálsson)  og nýjasta stjarnan Kid Rock ( Strákurinn Steinar)kannsi íslenskir?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband