Jarðskjálftinn

Vegna jarðskjálftans á Suðurlandi hefur fjöldi fólks sent mér póst og kveðjur. Það hefur nokkuð verið fjallað um þennan hörmulega atburð hér fyrir vestan og fólk hefur verið að sýna hluttekningu. Hitti í gærkvöld nokkra af helstu matreiðlsumeisturum borgarinnar sem komu saman til myndatöku vegna kynninga sem fram fara á næstunni. Sumir þeirra hafa komið heim til Íslands og meðal annars heimsótt suðurland, Hveragerði og Selfoss.

Þá hafa verslanir Whole Food og starfsmenn þeirra sent mér bréf og meðal annars sendi aðsoðarforstjórinn hér á þessu svæði eftirfarandi kveðju: "What horrible news. Please let us know if there is any support we can offer. Hope your friends and family is safe and sound." Daginn eftir komu svo fréttir frá MS á Selfossi þar sem skyrið er framleitt, um að stöðin gæti ekki, vegna skjálftans, sent nema um helming af því magni af skyri sem hafði verið pantað. Skyldu menn það afar vel.

Þetta sýnir hvað Bandaríkjamenn er vel meðvitaðir um ástand sem getur skapast við náttúruhamfarir sem þessar. Þeir  leggja líklega mest fjármagn  allra þjóða  til hjálparstarfa og mannúðarmála. Ekki bara að stjórnvöld leggji fram fjármuni heldur er almenningur líkas vel innstylltur á að hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Hinn almenni Bandaríkjamaður leggur úr eigin vasa meira af mörkum til svona mála en stjórnvöld sjálf. Þetta er hluti af þeirri menningu sem hér ríkir og er afar ánægjulegt að finna að hér er mjög ábyrgur  samfeálgslegur þroski. Verslanir Whole Foods eru þekktar fyrir þátttöku í mannúðarmálum og umhverfisvernd. Sem dæmi má nefna að þegar stormurinn Katarina nánast lagði New Orleans í rúst þá  þurfti fryirtækið að loka tveimur af verslunum sínum þar. Þá buðu þeir sínum starfsmönnunum sem misstu vinnu, full laun í tvo mánuði og /eða fara til annarra fylkja og fá vinnu hjá þeim þar sem og ferðakostnað.

En í gærkvöld var semsagt kynning og myndataka af kokkum ársins hér í borg og báðu þeir mig um að skila kveðju til vina sina á Íslandi, sem ég geri hér með.

Næstu dagar verða mjög annasamir. Á mánudaginn fer ég til Los Angeles í Kaliforníu til fundar á þriðjudagsmorgun við yfirmenn Whole Foods á Vestur ströndinni. Þar á fyrirtækið um 60 verslanir. Þeir hafa mikinn áhuga fyrir að fá matvælin okkar til sölu í búðunum. Það er auðvitað mjög ánægjulegt og munum við kynna fyrir þeim vörulínuna sem sífellt stækkar. Um eftirmiðdaginn fer ég síðan til Toronto á fund með fyrirtækjum sem tengjast Iceland Naturally. Reikna svo með að fara þaðan heim til Íslands að loknum fundinum á fimmtudag 5 júní.

Stefni svo að því  að hitta samstarfsaðila okkar heima 6 - 8 júní og síðan koma kaupmenn frá Whole Foods heim líklega þann 9 til 11 júní til að skoða með framleiðendum nýjar afurðir og setja saman markaðsplan.

Þegar ég kem svo hingað aftur 12 júní þá verður undirbúningur Íslandsdaganna kominn á fullt skrið en þeir hefjast 24 júní með íslenskum matreiðslumeisturum í verslunum og veitingahúsum. Kokkarnir okkar að heiman munu heimsækja og gefa fólki að smakka íslenskar afurðir í  20 verslunum á þessum tíma og reiknum við með að þeir gefi um 10.000 manns að smakka matinn okkar góða. Auk þess verða fimm veitingahús hér í borginni með sérstaka íslenska matseðla með afurðum sem fást í verslunum Whole Foods.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásta Björk Solis

Hvar byrd thu?Thvi midur er ekki Whole foods thar sem eg by.

Ásta Björk Solis, 31.5.2008 kl. 15:42

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Sael Asta Bjork. Eg by i Washington DC, en tu?

Baldvin Jónsson, 31.5.2008 kl. 15:49

3 identicon

Sæll Baldvin

Bara kvitta fyrir mig, gaman að fylgjast með blogginu.

kv Sindri 

Sindri Sigurgeirsson (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband