8.6.2008 | 20:01
Virgin America
Jæja loksins kemst maður aftur í gang á bloginu. Búin að vera mjög löng og ströng vika þó ég segi nú ekki meir. Síðasta mánudag fór ég til Los Angels á fund með Whole Foods einsog ég kem svo að í næsta blogi.
Þa'ð var svosem ekki í frásögur færandi að fara til LA. En ég er búinn að fara þangað nokkrum sinnum undanfarin tvö ár. Fyrst flaug ég með South West og var mjög ánægður með þá. Verðin sérlega hagstæð, þjónustan svona einsog við er að búast hjá lágfargjalda flugfélagi.
Því næst tók ég ástfóstri við JetBlue sem ég hef reynt að nota vegna ótrúlegra verða sem þeir hafa boðið innan lands hér og hafa verið að bjóða verð í fimm tíma flug til LA fyrir um $ 149 aðra leiðina sem er alveg einstakt. Þeir hafa líka hækkað þjónustu stig sitt miðaða við önnur læagfargjaldafélög til dæmis með því að bjóða afþreyjingarefni á skjám. lengra bil á milli sæta og hægt að bóka sig á netinu og velja sér sæti.
En svo frétti ég af Virgin America. Reyndar ætíð verið mjög hrifinn af karlinum Richard Branson og uppátækjum hans. Kynntisthonum aðeins þegar ég fór út að borða með honum og Peter Stringfellow í London hér um árið. Hann stofnaði auðvitað Virgin veldið sem allir þekkja. Hann stofnaði innan veldisins Virgin Atlantic og vildi koma sér á samkeppninsmarkaðinn hér í innanlands fluginu. Fékk ekki leyfi hér sem erlent flugfélag og stofnaði hann þá Virgin America. Nú er það að verða nokkuð áberandi á flugmarkaðnum þrátt fyrir að þeir séu rétt að byrja.
Þegar maður kom um borð í vélina þá var dregið fyrir alla glugga og rauð ljóst í lofti og blá yfir sætaröðunum. Var mjög framandi en gaman að að sjá hvað hægt er að gera skemmtilega hluti á einfaldan hátt. Síðan eru sætin mjög þægileg úr leðri, frábært efni á nokkuð bærilega stórum skjá, gott sætarými og mjög gott viðmót flugþjóna og flumanna sem tóku á móti öllum farþegum.
Einkennisbúningarnir voru líka sérlega smekklegir og fóru öllum vel.
En sama sagan hjá þeim og öðrum sambærilegum flugfélögum þá er maturinn af skornum skammti. En hann má finna á skjánnum í vélinni aðallega léttar samlokur og grænmeti. Farþegar geta pantað sér það sem þeir vilja, borgað með korti á skjánnum og maturinn eða snakkið kemur innan örfárra mínútna.. Ég talaði við einn flugþjóninn og hann sagði mér að þeir hefðu ekki orðið varir við að farþegar kvörtuðu yfir að fá ekki "góða" mat um borð, þrátt fyrir að flugið tæki rúma 5 klst.
Síðan var ma sýnt myndband í vélinni þar sem Branson sjálfur er í viðtali við sjónvarpsstöð hér. Þar sagði hann frá því vhernig hönum hefði hugkvæmst þessi hugmynd af innréttingum vélanna og svo framvegis. Mjög fróðlegt og karlinn er auðvitað einn af mestu markaðssnillingum okkar kynslóðar.
Nú hafa þeir verið, þrátt fyrir það ömurlega ástand sem olíuverðið er að hafa á okkur öll, að bjóða fargjöld til LA frá Washington fyrir $ 189 aðra leiðina en það er um $ 30 hækkun síðan fyirr viku síðan. Þá finnst mér líka mjög þægilegt að nota heimsíður JetBlue og Virgin America. Ég get því alveg mælt með JetBlue og Virgin þegar þið ferðist með Icelandair hingað vestur og ætlið í frekari ferðalög hér innanlands.
Mátti til með deila þessari upplifun með ykkur.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.