Toronto

Að loknum fundi með árangursríkum og góðum fundi með  Whole Foods síðastliðinn þriðjudag sem sagt er frá hér í blogginu á undan var förinni heitið til Toronto. Félagar mínir héðan flugu til baka til Washington. Það er 3ja tíma munur á Los Angeles yfir sumarmánuðina og var ég því ekki kominn á leiðarenda fyrr en um miðnætti.

Á miðvikudaginn að lokinni vinnu á hótelinu, svara pósti og skipuleggja næstu vikur sem og draga saman niðurstöðu fundarins í LA þá tók ég mig til og gekk um borgina og heimsótti staði í borginni sem mér eru kærir. Við bjuggum í borginni fyrir mörgum árum síðan og þetta var því kærkomið tækifæri til að riðfja upp gamlar góðar minningar.  Ég er nú sannfærður um að dvöl okkar í borginni á sínum tima hafði mikil áhrif á mitt líf og ævistarf.

Það var mikil lífsreynsla að búa í Toronto á hippaárunum. Það var mikil gróska í borginni. Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem bjuggu þar til að forðast stríðið í Víetnam og ef ég man rétt voru um 60-70% borgarbúa af fyrstu kynslóð innflytjenda. Það var margs að minnast, mikilla erfiðleika og takast á við þá án þess að bugast. Ég á því borginni mikið að þakka og mun líklega segja betur frá reynslu okkar og magnaðri upplifun þar  í ævisögu minni.

Á miðvikudagskvöldið var meðlimum Iceland Naturally boðið í mat á lítið huggulegt veitingahús rétt við hótelið. En Iceland Naturally er samstarfsverkefni Ríkisins og fyrirtækja sem selja íslenskar vörur og tengdar vörur á Bandaríkjamarkað. Sjálfur fundurinn fór svo fram á fimmtudeginum þar sem aðildarfyrirtækin kynntu verkefni sín og markmið og einnig lagði Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum ýmislegt til málanna og tók þátt í umræðum. Að lokinni þeirri kynningu skiptust svo fulltrúar fyrirtækjanna  á skoðunum og lögðu fram tillögur um hvernig  best sé að ná fram sem mestum árangri fyrir heildina.

Nú er komin ný stjórn í verkefnið sem verður spennandi að vinna með og mjög ánægjulegt að hitta fulltrúa fyrirtækjanna sem  hafa það að sameiginlega markmið að auka hróður Íslands. Margar góðar hugmyndir koma ávallt fram á þessum fundum og aldrei verið mikilvægara í mínum huga en einmitt nú að stilla saman strengi og nýta fjármuni sem allra best.

Það var því afar ánægjulegt að sitja þennan fund og hlusta á og skiptast á skoðunum. Næsti fundur meðlima var svo ákveðinn í haust þar sem lögð verður fram aðgerðaráætlun ársins 2009. Flestir voru sammála um að stefna skuli að færri en stærri viðburðum á þeim svæðum sem eru líkleg til árangurs. Þá var einnig rætt með hvaða hætti fyrirtæki og IN dreifa upplýsingum til hvers annars. 

Að loknum fundi náði ég svo flugi til Washington og kom þangað um kl. 9 að kvöldi. Það er óhætt að segja að vikan hafi verið viðburðarrík en ansi erfið. Til að ná svo öllum endum saman og gera upp kostnaðarliði og áætlun næstu vikna þá náði ég því að mestu leiti um helgina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband