9.6.2008 | 11:56
Hitinn í dag
Það var mjög óþægilegt að koma útúr húsi í morgun. HItinn strax um klukkan 6 var kominn í 28 gráður og spáð er 37 stiga hita í dag. Hér eru fjölmiðlar í stellingum og vara fólk við að vera ekki of mikið úti við. Það er talið vera mjög hættulegt fyrir eldra fólk að vera úti í svona veðri og líka fyrir fólk sem er með öndunarsjúkdóma. Hér á A Ströndinni munu verða settar upp kælistöðvar fyrir fólk um borgir og bæi. Það veitir víst ekki af.
Hér mæla menn gæði loftsins það er að segja rakastig og mengun og er hættustigið nú yfir meðalagi. Spáin er svona allavega til miðvikudags en þetta byrjaði í gær, sunnudag, eftir miklar eldingar og þrumuveður á laugardaskvöldið sem var mikið sjónarspil og magnaðar eldingar lýstu upp hininhvolfið. Stórkostleg sjón að sjá þessa gríðarlegu orku leysast úr læðingi.
Já þetta verður ekkert sérstakur dagur menn verða helst að halda sig innan dyra. Þetta er því enn ein staðfesting þess að veðrið á Íslandi er líklega það besta í veröldinni. Aldrei of heitt og sjaldan of kalt.....................:-)
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.