Lakers og ljósin

Í gærkvöld horfði ég á leik Lakers og Boston í körfunni. Þetta var fyrsti leikur liðanna í Los Angeles og eftir tveggja leikja tap Lakers í Boston átti maður nú von á að Kobe og félagar sýndu sitt rétta andlit.  Allar Hollywood stjörnunar mættar og mikið um dýrðir.En það var nú öðru nær.  Þeir voru mjög óskipulagðir, spiluðu einhæfan sóknarleik og hittu með ólíkindum illa. Þar sem ég er nú umfram allt mikill aðdáandi körfuboltans og átti meðal annars þátt í því með Dóra vini mínum og örðum Völsurum þátt í því að gera körfunni hærra undir höfði heima fyrir allmörgum árum síðan. Það tókst mjög vel og áttum við einkar skemmtilegt og gott samstarf við KR-ingana sem voru óvinir okkar á vellinum en vinir utan hans einsog góðir íþróttamenn eiga að vera. Það voru skemmtilegir tímar.

Hér er karfan þannig skipulögð að tryggt er jafnræði með liðunum þannig að íþróttin er höfð að leiðarljósi og er þetta fyrirkomulag NBA ( National Baskeball Assossiation) til mikillar fyrirmyndar. Maður verður fyrst og fremst aðdáandi leiksins og eignast svo sín lið. Ég man þegar ég bjó hér fyrir árum síðan þá hélt ég nú oftast með Boston. Nú síðan ég flutti hingað til Washington þá auðvitað hélt ég með Wizards. En nú hafði ég lofað Bjössa mínum sem býr í Los Angeles að halda með Lakers, sem er hans lið ef þessi lið lékju til úrslita Þannig að ég stend með þeim fram í rauðan dauðann.

Talandi um Bjössa þá var hann  listrænn stjórnandi auglýsingar sem frumsýnd var í leikjum Boston og Lakers og sá ég hana í fyrsta sinn í gær. Þetta er auglýsing frá sjóhernum sem tekin var í Suður Kaliforníu og var mjög fín. Gaman að sjá hvað "litli" strákurinn hans pabba er að gera fína hluti. En aftur að leiknum hann var mjög leiðinlegur og ég er ekki viss um að Lakers hafi þetta. En ef eitthvert lið getur hafið sig uppúr 2-1 tapi þá held ég að það séu þeir. maður sér bara til. Næsti leikur verður í LA annað kvöld. Ef þeir, Lakers, vinna hann þá getur allt gerst.

Það sem aftur á móti var hreint augnakonfekt voru gríðarlegar eldingar á himni, hér yfir Höfuðborginni í um það bil þrjár klukkustundir í gær eða frá kl. 21 - 22:30  eða nánast allan leikinn. Það sem var svo merkilegt við þessar eldingar var að það var til þess að gera nokkuð bjart yfir himni. Ekki svo mjög  skýjað en skýinn svettu úr sér hrikalegri rigninu svona í skömmtum. Ljósadýrðin í Hollywood (meina í Ármúlanum) og svo í Broadway (í Möddinni) hjá honum Óla Lauf voru bara hjómið eitt miðað við þessa ljósadýrð og  magnaða krafti sem býr í náttúrunni. Maður verður nú ósköp lítill karl við svona sjónarspil náttúruaflanna. Finnur fyrir smæð sinni.

Það var líka alveg kominn tími til að þessar þrumur og eldingar kæmu með mátulegri rigningu. Hitinn hér hefur verið allt að því óbærilegur í fjóra daga. Veðrið þetta á bilinu 35 - 39 stig og það er ekki gott. Þegar hitinn fer yfir líkamshita þá  getur manni liðið illa. En kaninn kann að setja upp gott loftkælikerfi og öll söfnin hér í Borginni  verslunarmiðstövar koma sér vel á svona hita tímum ekki síður en þegar kuldinn brestur á.  Þar fyllist allt af fólki. En þetta varð til þess að hitinn er nú kominn niður fyrir 30 stig og það er bara ágætt. Mætti samt alveg kólna aðeins meir. En maður bara bíður og vonar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband