Tómatar

Ein aðalfréttin hér í henni Amreíku hefur verið þessi óhugnanlega staðreynd að fundist hefur salmonella í tómötum. Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða fyrir bændur sem og veitngahús og verslanir. Í dag heimsótti ég nokkrar búðir sem ég geri reglulega vegna starfsins og það var ömurlegt hljóð í kaupmönnum. Það er því miður að verða alltof algengt að matvæli séu tekin af markaði hér í Bandaríkjunumm vegna sjúkdómahaættu.

Menn sjá hér reglulega nautakjöt sem er mengað eða sýkt, barnamat, blý í leikföngum og annað í þessum dúr.Afurðir sem eru hiklaust tekanr af markaði með öllum .eim gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Fólk veikist, sumt svo alvarlega að það hreinlega lætur lífið vegna matareitrunar. Þetta er  ekki bara að gerast hér þetta er líka að gerast í Evrópu og Asíu. Hvernig ætli standi á þessu. Langflestir gera sér grein fyrir því að á síðustu áratugum og  árum hefur krafan um ódýr matvæli aukist. Allt á kostnað gæðanna. Skítt með gæðin bara verðið skiptir máli.

Fyrir bragðið er meira hent í súginn af matvælum í hinum vestræna heimi en nokkru sinni fyrr vegna þess að fólk ber ekki lengur nokkra  virðingu fyrir matnum. Það er talið að um 30 % matvæla sem keypt eru inná heimili hér einsog á Íslandi sem fer í súginn. Það eru mikll matur og fjármunir í sveltandi heimi þróunarlandanna. Þetta er ekki í lagi.

Ég tók eftir því  í matvælaumræðunni heima um daginn að menn tala frekar fjálglega um mat. Sá setningar einsog ég hef nú oft borðað kjúkling í þessu og hinu landinu og aldrei veikst. Svo tala menn um að það sé ekki hægt að bjóða fólki uppá að heimila ekki innflutning á matvælum. Það á bara að lækka verðið hvað sem það kostar.

Hvað með gamla góða metnaðinn okkar. Hvað með stoltið okkar yfir ströngu matvælaeftirliti á okkar eigin afurðum. Bændur sem ætíð hafa haft gæðamálin í hæstu hæðum. Gætt velferðar dýranna og landgæðanna  og sem betur fer landfræðilega ekki þurft að nota eiturefni við framleiðsluna. Aldrei notað vaxtarhormóna né skaðleg aðskotaefni við búskapinn. Hvað með sjómennina sem sífellt hafa bætt meðferð fisksins um borð í skipum og bátum og fiskvinnslufólkið sem unnið hefur að alúð við að tryggja sem mestu mögulegu gæði fisksins sem kemur úr sameiginlegri auðlind landsmanna og ná þannig fram meiri verðmætum.

Nei þetta virðist ekki skipta neinu máli lengur. Skulum bara vera einsog allir hinir. Taka við reglugerðarbáknum frá risaþjóðunum vera alveg undir þær komin og missa allan metnað fyrir að vera þjóð, já jafnvel stórþjóð í meðferð matvæla þrátt fyrir fámennið. Það er gríðarlega mikils virði fyrir okkur að eiga og standa vörð um okkar matvælaframleiðslu. Tryggja það að við séum alveg örugglega sjálfbær við að geta framfleitt okkur ef á þyrfti að halda. Veit til dæmis ekki hversu miklar matarbyrgðir eru til í landinu og hversu lengi þær myndu duga ef það ástand myndi skapast að við fengjum ekki matvæli annarsstaðar frá. Sýnum nú forfeðrum okkar þá virðingu að slá skjaldborg um okkar sjómenn og bændur. Ég finn það alltaf betur og betur búandi hér í landi tækifæranna hversu mikils við erum metin sem matvælaþjóð. Það er eftir því tekið sem við gerum og hvernig við vinnum. Í því felast mikil ómetanleg verðmæti.

Til hvers að vera að taka áhættu um að smit berist  til landsins? Það hlýtur að mæta skilningi meðal þeirra þjóða sem sífellt eiga við meiri og meiri vandræði að glíma við varðandi  matvælasjúkdóma. Þær hljóta að skilja að það er jafnmikilvægt fyrir þær og okkur að það verði að minnsta kosti til eitt land í Evrópu þar sem sjúkdómar í matvælum eru ekki til staðar. Á ekkert að taka tillit til fólks einsog Margrétar Guðnadóttur og Haraldar Briem vísindamanna sem njóta virðingar um allan heim í smitsjúkdómum. Er þekking þessa fólks minna virði en heilsufar heillar þjóðar.

Eftirspurnin eftir fiski á einungis eftir að aukast í veröldinni það eitt er víst. Bæði er það þörfin fyrir aukið prótein, fólksfjölgun og gæða mat sem mun hafa áhrif þar á sem og þá óvéfengjanlegu staðreynd að fiskur víða um heimsins höf  er í útrýmingarhættu vegna ofveiða. Kannski á það svo eftir að verða enn stærra vandamál í framtíðinni ef hitastig sjávar á eftir að hækka. Hver veit um áhrifin af því? Við íslendingar berum því mikla ábyrgð í þessum efnum. Við berum ábyrgð á því að varðveita okkar náttúru, landið og miðin sem og tungu og þjóð. Það er sú ábyrgð sem við berum gagnvart umheiminum. Ekki bara gagnvart okkur sjálfum. Við berum líka ábyrgð  á því  að fólk í öðrum heimshlutum geti fengið fisk og næringarríkt sjávarfang. Þessvegna förum við vel með fiskimiðin, fyrir okkur sjálf sem borðum örfá prósent af fiskinum og hitt fer til viðskiptavina okkar til annarra landa sem hafa verið og munum áfram verða tilbúnir til að greiða okkur sanngjarnt verð fyrir mikil gæði.

Ég var einmitt að hugsa það um daginn hvað maður saknar nú að mörguleiti afganga matnum hennar Mömmu. Hún bjó til fína brauðsúpu, plokkfisk, fiskisúpur, biximat, gúllas og allavega rétti úr afgöngum. Ég man ekki til þess að hún hafi nokkrusinni hent mat í ruslið. Hún nýtti allt og alltaf bjó hún til góðan mat. Engu hent. Ef fólk héldi nú áfram að kaupa bara þann mat sem það ætlar að borða þá sparast 30% af penginum til matarinnkkaupa. Er nú ekki rétt að okkar fínu fjölmiðlar fari nú að fjalla um og fræða fólk um gæði matvæla, nýtingu og meðferð í stað þess að tala alltaf um lægra og lægra verð og enda með því að við getum öll heima á Íslandi staðið frammi fyrir samskonar vandamálum og þjóðirnar í kringum okkur. Eiga stöðugt á hættu að matvælin auki líkur á sjúkdómum sem við getum forðast. Ég bara velti þessu svona fyrir mér? En samt all í góðu.

Er nú orðinn svangur eftir þetta spjall og er á leið í 10 ára afmæli veitingahússins DC Coast sem býður til mikillar hátíðar í kvöld með mat og drykk í tilefni dagsins. það eru einnmitt mínir bestu vinir hér í borginni sem eiga þenna stað og fjóra aðrar og ég vona að maður hitti þarna fullt af fólki úr bransanum. Ef það verða tómatar á boðstólum þá held ég að ég sleppi þeim í þetta sinn!

Ps. Ættum kannksi að kanna hvort tómatarnir okkar gætu orðið útflutningsafurð? Allavega eru þeir nógu góðir til þess. En það er samt meira spennandi að reyna að finna þeim markað á þeirra eigin forsendum, tómötunum,  frekar en skefilegum vandræðum annarra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband