14.6.2008 | 15:24
Tim Russert, Meet the Press
Í gær barst sú harmafregn að hinn frábæri sjóvarpsmaður og pólitískur ritstjóri NBC sjónvarpsstöðvarinnar, með aðsetur hér í Washington hafi látist aðeins 58 ára að aldri. Þátturinn hans Meet The Press er örugglega einn besti stjórnmálaskýringaþáttur hér og nýtur mikilla vinsælda. Þátturinn hefur verið á dagskrá á sunnudagsmorgnum og hafa áhugamenn um stjórnmál fylgst með þættinum af athygli enda var Tim þekktur fyrir vel valdar beinskeyttar spurningar og þarna sá maður spegilmynd þess sem gerist í stjórmálunum landsins.
Það var athyglisvert að sjá hvernig stóru sjónvarpsstöðvarnar hér fjölluð um andlátið í gær. Það var gott dæmi um gagnkvæma virðingu fjölmiðlamanna fyrir hver öðrum að veita aðalfréttamanni NBC Tom Brokow tækifæri til að segja fyrstur fréttina af andlátinu. Það vissu allir af þessum hörmulega atburði en freistuðust ekki til að verða fyrstir með fréttina. Í kvöldþætti Larry King í gær var svo fjallað um fjölmiðlun almenn, þáttinn Meet The Press og það vinnuálag sem hvílir á mönnum sem standa við stjórnvölinn á stóru miðlunum. Þar hefur starfsmönnum verið fækkað verulega á síðustu misserum, það veldur svo bara enn auknu álagi. Tim hafði komið frá Ítalíu, þar sem hann var í útskriftarferð sonar síns með fjölskyldunni í nokkra daga. Kom til Washington eftir 10 klst. flug og 6 klukkustunda tímamun, seint á fimmtudagskvöld. Var kominn til vinnu kl. 6 um morguninn í gær til að undirbúa þáttinn á morgun. Hafði tekið eitt viðtal og var við fulla vinnu þegar hann lést eftir hjartaáfall.
Ég veit um marga vini mína heima sem voru miklir aðdaendur þáttarins og Tims. Það má meira að segja sjá ýmsa takta hans og útfærslu sjónvarpsþáttanna heima sem minna á hans góða fyrirkomulag og stíl. Við sem höfðum mikið dálæti á honum munum sakna hans. Það er nú einusinni þannig þegar maður horfir reglulega á sama sjónvarpsfólkið þá verða það einskonar vinir manns. Hvort sem því líkar það betur eða verr. En þannig var Tim, hann var svona vinur sem var ávallt velkominn heim í stofu á sunnudagsmorgnum.
Tim skrifaði nokkrar góðar bækur og hafði mikið dálæti á fjölskyldu sinni. Ég las eina af bókum hans um daginn "Wisdom of Our Fathers" frábær bók og er núna að lesa bókina "Big Russ and Me" þar sem hann fjallar um föður sinn sem hann mat mikils. En gamli maðurinn sér nú á eftir syni sínum um þessa helgi sem hér er tileinkuð feðrum landsins "Fathers Day.
Það eiga margir eftir að sakna þessa mikla góða fréttamans það eitt er víst. Þeir sem hafa einhvern snefil af áhuga fyrir fréttamennsku og vilja vita meir um þennan merka blaðamann ættu að leita hann uppi á leitarvélum og finna þar ótrúlega mikið af spennandi efni um frábæran mann.Blessuð sé minning hans.
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.