24.6.2008 | 12:00
Íslenskir kokkar
Í gærkvöld komu íslensku kokkarnir sem verða með kynningar í verslunum Whole Foods frá og með morgundeginum til sunnudags sem og í 5 fínni veitingahúsum (fine dining). Kokkarnir sem komu eru þeir Þormóður Guðbjartsson frá VOX, Sigurður Ragnarsson frá VOX, Kjartan Gíslason frá Ó veitingahúsi, Guðmundur Guðmundsson frá Hótel og Matvælaskólanum og Siggi Hall.
Til stóð að halda blaðamannafund í dag en vegna fjárskorts varð að hætta við fundinn en í stað þess munu blaðamenn væntanlega koma í heimsókn í veitingahúsin sem kokkarnir elda í á kvöldin eða heimsækja þá í verslanir. Þá hefur verið ákveðið að Siggi komi fram í hádegisþætti CBS sjónvarpsstöðvarinnar á fimmtudag og kynni matinn okkar í beinni útsendingu. Þetta er mjög vinsæll þáttur hér í Washington og verður spennandi að sjá hvort karlinum takist ekki vel upp að vanda.
Það sem verður lögð áhersla á í kynningunum eru bleikja sem steikt verður á pönnu í verslununum og síðan verður gefið að smakka skyr, ostar, smjör, súkkulaði og dreift bæklingum um afurðir okkar ferðamöguleika til Íslands. Í veitingahúsum verður svo boðið uppá þriggja rétta máltíð sem verður einungis unnið úr íslensku hráefni mismunandi eftir stað.
Við gerum ráð fyrir að þessi kynning muni auka sölu í þessari viku um helming og svo verður sérstakt tilboð á sumum afurðanna í vikunni þar á eftir og gerum við ráð fyrir allt að þreföldun í sölu í tilefni þess tilboðs sem stendur einungis í eina viku.
Síðan er unnið að því að koma íslensku hráefni til veitingahúss í New York þar sem Penguin bókaútgáfan býður helstu fjölmiðlagúrum borgarinnar til hádegisverðar í tilefni útkomu merkilegrar bókar sem kemur út 14 ágúst. Einnig verður tilkynnt um að gerð verði kvikmynd eftir bókinni og mun aðalleikari myndarinnar verða heiðursgestur hádegisverðarboðsins. Það verður spennandi að hitta þetta fólk sjá hvort því líki maturinn okkar. Aðalleikarinn er mikill sælkeri er mér sagt og á meðal annars veitingahús í Mississippi og hefur gaman að kynnast framandi matvælum
Áhrif gengisbreytingar krónunnar er farið að hafa veruleg áhrif á fjármögnun verkefnisins hér en á móti kemur að framleiðendur eru að fá hærra verð heim í hús og það skiptir auðvitað mestu máli.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.