3.7.2008 | 17:08
Ekki minni í Ameríku
Þar sem við búum nú hér í Ameríku verðum við ekki síður vör við slæmt efnahagsástand. Var til dæmis í New York í fyrradag. Þar hefur nú verið ákveðið að allir leigubílar skuli verða umhverfisvænir og eyðslugrannir eftir 3 ár. Enginn bíll verður skráður nema uppfylla þessi skilyrði eftir 1 október næstkomandi.
Umræða um að minnka eldsneytisnotkun er gríðarlega áberandi hér. Ég hitti vin minn hér á sunnudag útvarpsmann sem sendir út reglulega pistla á Klassik FM útvarpsstöð hér í Washington og nágrenni. Hann mundi eftir viðtali sem hann tók við mig fyrir þremur árum. Þar ræddum við um Ísland og umhverfismál. Hann spurði mig líka um álit mitt á Bandaríkjamönnum varðandi umhverfismál. Ég sagði þá að mér finnist það vera mikilvægt fyrir Bandaríkjamenn að hækka eldsneyti til samræmis verði í Evrópu eða þrisvar til fjórum sinnum hærra á þeim tíma. Með því móti myndu bílaframleiðendur hiklaust finna leiðir til að minnka eldsneytisnotkunina. Man að hann sagði við mig þá eitthvað á þá leið að þetta væri nú umræða sem ekki félli í kramið hjá fólki og örugglega myndi enginn stjórnmálamaður þora að halda þessu fram. En nú hefur þetta einmitt gerst.
En hvað gerist svo núna? Hver er hvatinn, hann er jú sá að allir bílaframleiðendur eru að koma með á markað hybrid bíla. Vetnisumræðan aldrei verið meiri og ýmsir aðrir kostir í stöðunni. Það er nefnilega einn af kostum efnahagskreppunnar, ef kost skal kalla, sá að menn skoða alla möguleika til að nýta betur og finna nýjar lausnir. Það fylgir ávallt samdrætti nýjar hugmyndir og nýtt hugvit.
Það verða því allir að leggjast á eitt og finna leiðir til að spara og nýta. Hér í Ameríku hefur húsa og íbúðaverð ekki verið lægra í 15 ár, bílaverð aldrei verið lægra, fólk hefur lækkað þjórfé á veitingahúsum. Nú um þessa helgi þjóðhátíðarhelgina munu 30% færri ferðast lengra en 30 kílómetra frá heimilum sínum en í fyrra og svona má lengi telja. Velmegunarríkið hér er að glíma við alveg sama vanda og við heima á Íslandi. Hér eru líka allir meðvitaðir um að olíukreppan er alheimsvandamál en skattur af bensíni hér er ekki nema um 12% af útsöluverðinu.
Við heima getum sannarlega verið þakklát fyrir náttúrulegu orkuna sem landið býr yfir. Hvernig væri ástandið ef við þyrftum líka að nota olíuna til að kynda hús og nota í rafmagn einsog þjóðir í kringum okkur. Þá væri nú ástandið miklu miklu verra og sennilega stefndum við í hreint gjaldþrot. Maður verður að sjá einhvern sólargeisla í ástandinu annars verður maður bara geggjaður. Lífið er enn og verður ávallt fullt af tækifærum......
Slæmar horfur í efnahagslífinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Baldvin
Þú ættir að koma þessum pistli í blaðagrein og senda Morgunblaðinu til birtingar. Það eru svo margir hér á landi, sem halda að "kreppan" sé íslenskt vandamál.
Þú mátt ekki misskilja mig, því "kreppan" er stærri hér á landi en annarsstaðar af þeirri einföldu ástæðu að krónan hefur fallið um þetta 30-40% á undanförnum mánuðum, sem eykur enn á vandamálið.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.7.2008 kl. 17:44
skrítið??
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.