3.7.2008 | 20:19
Dapurlegt
Það er ósköp dapurlegt að sjá þegar hvert "stór" blaðið á fætur öðru segir upp fólki í stórum stíl. Um daginn sagði Washington Post upp 120 manns og fleiri fjölmiðlar eru á sömu leið. Kannski er hinn prentaði miðill að lognast útaf. Vona nú samt ekki. En þetta erum við sjá um allan heim og er greinilegt að þessi þróun er hafin.
Það er líka skoðun margra að það sé alveg óþarfi að eyða svona gríðarlega miklu timbri til að prenta blöð á þegar netið verður fullkomnara með hverjum degi sem líður.
Blöðin munu nú í auknu mæli, rétt einsog flugfélögin, ráða starfsfólk í sérstök verkefni, svokallaða "free lance" blaðamenn. Með því móti geta blöðin losnað við allan aukakostnað við fastráðningu og þurfa ekki að veita fólki sumarleyfi né veikindafrí.
En um þetta fólk gilda ekki sömu reglur og traustir fjölmiðlar hafa tileinkað sér með því að þiggja ekki boð fyrirtækja og einstaklinga. Semsagt trúverðugleiki fjölmiðla er á undanhaldi. Og það er ekki gott.
250 sagt upp hjá L.A. Times | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.