Þjóðhátíðardagurinn

Í dag 4 júlí er einsog allir vita Þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna. Það verður því mikið um dýrðir hér í Höfuðborginni. Talið er að um ein milljón ferðamanna komi til borgarinnar um þessa helgi því það hittist svo vel á að í dag er föstudagur.

Um hádegi hefst hin hefðbundna skrúðganga og síðan verða skemmtiatriði um alla borg framá kvöld en þá hefjast stórtónleikar fyrir framan Þinghúsið og svo flugeldasýningin fræga kl. 21:10 og stendur í 20 mínútur. Okkur íslendingum þykir nú ekki mikið til sýningarinnar koma hún er aðeins örlítið sýnis horn af Gamlárskvöldinu okkar.

Síðast þegar ég var heima í Reykjavík þá varð mér nú hálf brugðið. Mér fannst Reykjavík vera frekar subbuleg. Drasl um allt í Miðborginni, krass á húsveggjum, steinvölurnar að gefa sig og ryk og skítur um allt. Veit ekki hvort þetta er alveg rétt mat hjá mér en ég upplifði þetta einhvernvegin svona.

Ég var með aðsetur í Miðborginni í fjölda ára bæði í P&Ó sem voru þar sem Kaffi París er núna og svo í Moggahúsinu við Aðalstræti. Það var gaman að minnast þess þegar ég vann í P&Ó hjá þeim Pétri og Óla. Þeir voru sérlega snjallir kaupmenn af bestu gerð. Á hverjum morgni í hvaða veðri sem var fóru þeir sjálfir eða fengu okkur starfsmennina til að þvo alla glugga búðarinnar. Þeir voru mikil snyrtimenni og góð fyrirmynd annarra á svæðinu. Ketill kaupmaður í versluninni London gerði slíkt hið sama og ég man að Borgin var mjög hrein og snyrtileg.

En mér finnst þetta ekki vera gott ástand núna. Ég hitti borgarfulltrúa á gangi í borginni og spurði hversvegna ekki væru settar upp ruslatunnur um Borgina. Ég man nefnilega eftir því  þegar átakið "Hrein torg, fögur borg" var í gangi þá tóku flestir þátt í því að hafa borgina sína hreina og tunnur voru settar upp um alla borg.  Borgarfulltrúinn sagði einfaldlega að það þýddi ekkert skríllinn í bænum myndi bara henda þeim um koll og gera illt verra!

Ég vissi nú ekki hvort ég ætti að gráta eða hlægja. Er nú svo komið að stjórnvöld hafi gefist upp fyrir skrílnum? Það sem Borgarfulltrúar ættu að gera er að heimsækja til dæmis borgir einsog Washington og New York. Í báðum borgum er stöðugt verið að vinna að hreinsun borganna og eru þær til mikillar fyrirmyndar og menn geta lært af þeim. Ég held að Washington sé ein hreinasta borg í Bandaríkjunum af stórborgum og það kom mér mjög þægilega á óvart hversu New York hefur braggast í tíð Blomberg borgarstjóra.

Mér finnst að Reykvíkingar eigi að hiklaust að setja reglur um meðferð almenningseigna og sekta hiklaust þá sem leika sér að því að skemma sameiginlegar eigur íbúanna. Það má aldrei gefast upp fyrir skrílnum. Aldrei. Við eigum að hafa þann metnað að borgin okkar með 100.000 íbúum gefi ekki milljónaborgum eftir í umgengnismálum. Bara alsekki takk fyrir.Cool

Í New York, sem sennilega er nú enn mín uppáhaldsborg, hefur verið gert mjög mikið átak í hreinsun borgarinnar og má sjá mikinn mun bara á síðustu mánuðum. Þá var hávaðamengun alveg að gera útaf við mann. Bílar flautandi allan liðlangan daginn. Nú er ekki lengur leyfilegt að vera sífellt á flautunni, hana má bara nota í ýtrustu neyð Þetta er ótrúlegur munur og gerir borgina enn skemmtilegri og vinalegri fyrir bragðið.

Þá hafa borgaryfirvöld bannað matsölustöðum að steikja mat í transfitusýrum en bannið tók einmitt gildi hinn 1 júlí og hefur vakið athygli víða um heim. Það sem er merkilegt við þetta bann er í fyrsta lagi það að hér er í fararbroddi ein allra fjölmennasta borg heims ekki eitthvert smáþorp. Þá hafa verið sett þau lög í borginni að allir veitingastaðir og kaffihús skuli gefa upp nákvæmlega hvað hver einasti  réttur inniheldur. Þá er það $ 150 ( kr. 12000) að henda frá sér rusli. Það skulu svo allir leigubílar og bílar í eigu borgarinnar verða orðnir vistvænir fyrir árslok 2011.

Það er fyrir mörgum mjög undarlegt í landi frelsisins að hér skuli nú vera sett bönn á svona atriði. En Bandaríkjamenn eru að verða meir og meir meðvitaðir um samfélagslega skyldu sína og er áberandi til dæmis í umræðunni um heilbrigðiskerfið og menntakerfið að sífellt fleiri tala um nauðsyn þess að hið opinbera taki meiri þátt í rekstri skóla og sjúkrahúsa og taki upp sambærilega þjóðfélagsskipan og við þekkjum í Evrópu og Kanadamenn hafa gert. Já þetta er svona og er að mörgu leiti nokkuð merkilegt.

En þetta land er stórkostlegt land og fólkið upp til hópa vinsamlegt, dugmikið og traust. Það sem menn eru svo að upplifa hér í pólitíkinni er sú staðreynd að í framboði eru annarsvegar fullorðinn maður hokinn af reynslu, sá elsti í sögu Bandaríkjanna sem boðið hefur fram krafta sína til Forseta landsins og kornungur blökkumaður sem vann sigur á miðaldra konu sem við þekkjum öll. Þessi barátta er því um margt sérkennileg, fleiri hafa kosið í forkosningum hér en áður og eru það einkum hinir svokölluðu "Baby Boomers" eða hipparnir sem eru nú komnir yfir 60 ára aldurinn og hinsvegar fólk undir 25 ára. Afa- og ömmu börn hippanna. Þessi tveir þjóðfélagshópar virðast hafa sömu skoðanir á því hvernig eigi að stjórna þessu mikla og stórbrotna landi og þjóð.

Jæja þá er best að fara í skrúðgönguna og skella sér í eitt af hinum stórkostlegu söfnum sem eru hér í borginni. Mér skilst líka að það séu til sýnis listaverk eftir íslenskar konur í listasafninu National Museum of Women in the Arts.En þar stjórnar sadfninu góð kona sem hefur miklar mætur á Íslandi og hefur meira að segja mynd eftir íslenska listakonu á skrifstofunni sinni. Þær sem sýna núna ef ég man rétt tilheyra hópi sem kallar sig Icelandic Love Corporation. Verður spennandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband