3.10.2008 | 12:01
Loksins
Kæru vinir og vandamenn, þá er ég loksins kominn aftur í gang. Þetta er búið að vera milil yfirreið hjá mér síðan í síðasta bloggi og skal ég nú reyna að stikla á stóru til að komast að nútímanum sem er einhver merkilegasti tími sem ég held ég hafi lifað. En kem að því síðar.
Um síðustu verslunarmannahelgi þá fórum við til Kaupmannahafnar enda hver að verða síðastur til heimsækja þá ágætu borg. Ekki vegna þess að borgin sé að hrynja, ó nei heldur vegna þess að fólk með tekjur á Íslandi hefur hreinlega ekki efni á að vera í borginni. Hún er nú á skrá sem sjötta dýrasta borg í heimi. Enda fór það ekki á millim mála þegar maður borgaði sem svarar $ 20 fyrir bjór úr krana. Á þá verandi gengi ísl krónur 1700
Maður hefi nú ekki efni í því að vera fyllibytta þar, það er kannski eini kosturinn! Það er af sem áður var. Heimsótti nokkrar matvöruverslanir og veitingahús í tilefni að því að ég var valinn til að verða einn af svokölluðum Sendiherra Norrænna matvæla.
Það kom mér satt að segja á óvart hvað vöruúrval í matvöruverslunum í hefðbundnum búðum er í raun fábreytt miðað við að Danir eru taldir meðal fremstu matvælaþjóða Evrópu. Það var helst í matvöruverslun Magazin sem maður sá spennandi mat og framandi. En Danir kunna hinsvegar vel að matreiða einfaldan og góða mat úr hverju sem er og eru auk þess mjög passasamir með fjárútlátin. Það er kannski helsta skýringin á fábreyttu úrvali.
Alltaf samt gaman að koma til Köben en heldur er nú borgin farin að láta á sjá. Komin einhver þreyta í borgina. Ráðhústorgið samt alltaf fullt af fólki en ég tók eftir því að það var ekki mikið um íslendinga á ferð á þessum tíma, líklega vegna verðlagsins. Fór að sjálfsögðu að heimsækja Frikka og þvottahúsið hans og það var gaman. Fínn staður og mikið líf og fjör.
Þá fórum við út að borða ekta danskan mat í hádeginum með góðum vinum okkar og snaps og öl. But of course. Það var fínn dagur. Vorum líka svo heppin að fá inni hjá syni og tengdadóttur og spöruðum stóran pening í gistingu um leið og við nutum þess að búa á "dönsku" heimili á fínum stað. Heimsóttum svo frænku konunnar og nutum þar dagsins í fallegu húsi og ljúffengum mat í danskri sveitasælu.
Ferðin til Danmerkur var mjög ánægjuleg. Ég fann vel fyrir því þar sem og á öðrum Norðurlöndum að við Norðulandabúar búum við talsverða sérstöðu í matvælagerð og framleiðslu matvæla. Það er einfaldleikinn og hráefnið sem gerir sérstöðuna. Þessvegna hef ég barist fyrir því að við Sendiherrarnir verðum fengnir til að kynna Nýja Norræna Eldhúsið fyrir umheiminum. Rétt einsog Frakkar, Ítalir, Spánverjar og Kínverjar hafa gert með beinum og óbeinum hætti.
Við gerðum tilraun með að sýna á hlaðborði hvað við meinum með hinu Norræna Eldhúsi í Bláa Lóninu í tengslum við Food and Fun í febrúar. Í fyrsta sinn sem það hefur verið gert. Sú kynning var einkum ætluð öllum erlendu blaðamönnunum sem komu á Food and Fun og var Geir okkar Haarde svo vinsamlegur að sjá um veislustjórnina og kynna matinn fyrir fjölmiðlafólkinu. Hann gerði það listavel.
Í hinu virta sælkerablaði Food Arts var svo fjallað um þenna viðburð sem og Norræna matinn í ágúst hefti blaðsins. Þetta var mjög fín grein í þessu merka blaði og okkur til sóma. Á næsta ári mun Ísland taka að sér forystu í Norðurlandaráði og tel ég það vera afar skynsamlegt ef við stæðum fyrir því að þema Ráðsins yrði matur og menning á meðan við stjórum ferðinni.. Ráðið stæði svo fyrir kynningum í Evrópu og Bandaríkjunum á Norðurlöndunum. Matvælunum sem þaðan koma, ferðaþjónustunni, menningu og stórmerkilegri sögu þessara frændþjóða.
Mér finnst þetta fín hugmynd en hef ekki mikla trú á því að þetta verði gert. Mér finnst nefnilega stundum að Norræna samstarfið sé oftar í orði en ekki á borði. Mér finnst líka vera mikil "hreppa-pólítik" innan ráðsins og skriffinnskubáknið ógnvekjandi. Vildi óska þess að einhverjum tækist að sannfæra mig um að svo sé ekki. Aftur á móti tel ég það vera mjög auðvelt og öllum þjóðunum til framdráttar að standa miklu meira saman um sameiginleg hagsmunamál og þá einkum á sviði viðskipta og markaðsmála.
Þá er ég einnig á þeirri skoðun að ríkin öll sem reka sendiráð ,ættu að kanna það í ljósi nýrrar stöðu fjármála landanna að reka sameiginlega sendiráð þar sem þau eru á annað borð. Þetta væri fjárhagslega skynsamleg leið og líklega mjög árangursrík.
Samt er þetta líklega of góð hugmynd til að ná fram að ganga. :-)
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.