20.10.2008 | 12:20
Ný skðanakönnun í Bandaríkjunum
Þannig er nú ástandið hér í Bandaríkjunum að svartsýni gætir nú hjá almenningi. Samkvæmt skoðanakönnun sem birt var hér í Washington DC í morgun þá hafði þeim sem töldu að landið væri á réttri leið fækkað úr 28% í september í 15% í október. Þeir sem sögðust vera hamingjusamir í einkalífinu hafði svo líka fækkað úr 70% í september í 59% í október. Það eru því ekki bara við íslendingar sem stöndum frammi fyrir erfiðum tímum.
Í blöðunum hér um helgina var enn fjallað um landið okkar og nú sá maður í grein um hvað við erum öll orðin tengd í þessum heimi og hvaða áhrif heimssstefnan getur haft. Að banki láni fátæku fólki lán til að kaupa sér í hús í Kaliforníu geti valdið fjárhagsskaða íslendinga sem búa upp við heimskautsbaug er nú eitthvað sem manni hefði nú ekki órað fyrir. Lánið sem veitt var til þessa fátæka manns var síðan sett í lánakörfu, karfan seld til banka í Evrópu og allt hrynur í fjármálakerfum heimsins vegna þess að fólki sem aldrei gat staðið í skilum voru veitt lán sem það aldrei gat borgað. Eru það svo íslendingar sem sitja uppi með að vera álitnir hryðjuverkamenn?
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.