22.10.2008 | 15:45
Nýja Ísland / Gamla Ísland
Hef séð þessa skilgreiningu í fjölmiðlum síðustu daga, og líkar hún ágætlega. En erum við ekki bara að tala um gamla góða Ísland í raun? Landið sem byggir og hefur byggt afkomu sína á náttúrulegum auðlindum. Hér í Ameríku er fólk oft að spyrja hvort ísland sé farið á "hausinn"? Hvað þýðir það, eru menn að setja samansemmerki á milli reksturs fyrirtækja og einstaklinga annarsvegar og heillar þjóðar hinsvegar? Það er nú frekar langsótt, auk þess sem sjálfstæðar þjóðir standa fyrir allt annað en fyrirtæki.
Maður veltir því svo aftur á móti fyrir sér, hvort maður geti á huglægan hátt sett sig í spor fjárfesta sem væri að skoða framtíðarmöguleika til farsælla fjárfestinga og horft þá á Ísland sem fyrirtækið ÍSLAND hf. Með þessu hugarfari langar mig til að skoða málin frá þessum sjónarhóli og velta á næstu dögum fyrir mér hvaða möguleika þetta almenningshlutafélag hefur uppá að bjóða. Hvernig það getur tryggt hluthöfum sínum hagnað og í hverju felast tekjumöguleikarnir. Fyrirtækið er semsagt í eigu um það bil 300.000 hluthafa, er þokkalega skuldsett en á líklega talsverðar eignir sem geta skapað verðmæti.
Það kemur sífellt meira fram í umfjöllun um svokallað ástand veraldarinnar í dag, að það sem veldur mestum óróa er skortur á matvælum og orku. Matvælum, því íbúum heimsins fjölgar stöðugt og þarfnast auk þess enn meir orku en áður var vitað og þá sérataklega orku sem ekki mengar umhverfið. Ísland hf á talsvert mikið til af hvoru tvegggja, hreina orku og úrvals matvæli.
Næstu pistlar minir verða svo svona hugarflug með allnokkrum staðreyndum sem hafðar verða að leiðarljósi.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.