Icelandair og hipparnir

Gaman að sjá hverning Woodstock lifir með fólki enn þann dag í dag. Fyrir 40 árum þótti enginn maður með mönnum ef hann hafði ekki flogið með " Hippieaiirlie", Icelandic til Evrópu, "to discover Europe."

Ég hitti enn fólk sem upplifði þessa tíma, þegar flugið tók 8 tíma til Íslands. Þar stoppaði fólk stundum í einn sólarhring og fékk gistingu og morgunmat fyrir $ 30. Flugið yfir hafið frá Ameríku til Luxemborgar kostaði $ 189 fram og til baka.

 Það var mjög gaman að fljúga með Icelandic á þessum tíma. Mikið stuð í vélunum og allir í góðu skapi þrátt fyrir ömurlegt efnahagsástand um allan heim. Stúdentaóeirðir í París, erfitt stríð geysaði í Víetnam og mikið atvinnuleysi í Evrópu og Ameríku. En uppúr þessu ástandi kom nýtt mat á lífsgæðum. Þá voru orðin blóm, friður, ást. kærleikur og vinátta orðin og athafnirnar, sem réttu þjóðir heims af úr mikilli kreppu. Vona að svipað verði uppá teningnum á næstunni, því það sem er jú mest virði í lífinu er lífið sjálft.

 Mér finndist það vera góð hugmynd hjá Icelandair að hefja nú til vegs og virðingar hina góðu hippa tíma og fylgja eftir þeirri þekkingu á Íslandi og Hippaflugfélaginu sem fólk frá hippatímanum man. Nú eru svokallaðir "Baby Boomers" taldir vera um 70 milljónir,  eiga peninga, hafa tíma aflögu og njóta þess að ferðast.  Félagið ætti nú að bjóða ferðir í tilefni 40 ára afmælis Woodstock yfir hafið. Bjóða ömmum og öfum að taka nú baranabörnin með sér og riðfja upp gamla góða tíma.

Félagið ætti að sýna Woodstock myndina í vélunum og bjóða uppá minjagripi frá þessum tímum. Ég sé það nú hér í Washington að það er að verða vart hippa tískunnar. Meira að segja barnaföt eru nú komin á markað með hippa myndum og það á eftir að aukast verulega áhugi á þessum góðu tímum.

 Icelandair á mikið inni hjá þessu fólki sem á bara góðar minningar frá þessum tímum. Icelandair var fyrsta lágfragjaldafélagið í heiminum. Félagið byggir á löngum, traustum grunni og nýtur velvildar. Félagið eignaðist fyrstu fluvélina með því að bjarga henni af Vatnajökli, ef ég man rétt. og borgaði bandaríksa hernum $1 fyrir hana.

Þetta gæti vakið athygli á Icelandair og ekki síst náttúruperlunni Íslandi. Æ þetta er bara hugmynd, kannski ekkert góð en má alltaf reyna.........Þessir tímar núna minna mig mjög á hippa árin.

Að lokum má ég til með að segja litla sögu frá flugi sem ég flaug með Loftleiðum árið 1968. Ég var staddur í eldhúsi vélar á leið vestur um haf til New York. Spjallaði aðeins við flugstjórann um daginn og veginn enda var opið frammí. Vélin var troðfull af fólki einsog alltaf var. Mikið um drykkju og reykt amk í örðuhvoru sæti. Þá kom ein flugfreyjan og sagði hvað sér finndist vera vond lykt af þessum sígarettum sem fólkið var að reykja. Þetta hlytu að vera þessar frönsku sígarettur í bláu pökkunum?

Ég sagði henni þá að þessi lykt væri af hassi eða grasi. Úps! sagði hún, " ég er nú ekki hissa á því hvað mér líður alltaf vel í þessu Ameríkuflugi"

 

 


mbl.is Afmæli Woodstock í Berlín?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband