Ársskýrsla Áforms

Hef nú verið nokkuð slakur við blog færslur uppá síðkastið. En einn af samstarfsmönnum mínum benti mér á að ég ætti að birta ársskýrslu verkefnis þess sem ég vinn að og lögð var fram í vor hér á bloginu.

Ég ætla nú að gera það, enda ekkert sjálfsagaðara og kannski sjá fleiri en ég tækifæri fyrir okkur sem felast í þeim samböndum sem skapast hafa á liðnum árum og þá ekki síst með það í huga hversu þörfin fyrir erlendan gjaldeyri er mikil fyrir þjóðarbúið og gengi gjaldmiðla hagstætt fyrir útflutning.

En þá kemur hér fyrsti hlutinn og svo skipti ég skýrslunni í minni kafla á næstunni:

Á liðnum árum hefur verið unnið markvisst og náið með verslunarkeðjunni Whole Foods Markets (WFM) í Bandaríkjunumvið að kynna og selja íslenskar afurðir sem uppfylla skilyrði um sjálfbæra framleiðsluhætti, hollustu, dýravernd, hreinleika og gæði.Þetta samstarf hófst með sölu á lambakjöti á haustmánuðum, ferskt í sláturtíð. Í sambandi við verkefnið var tekið á móti fulltrúum verslunarkeðjunnar, farið í réttir og tækifærið nýtt til að kynna aðrar íslenskar afurðir, enda ávallt haft að leiðarljósi að allar afurðir yrðu seldar undir sama vörumerki, “Sustainable Iceland” (Sjálfbært Ísland) og það tryggt að fá vottun samkvæmt stöðlum WFM, þar að lútandi. Fyrirtækið WFM er vel þekkt í matvælageiranum,  einkum fyrir að selja einungis gæðamatvæli sem framleidd eru í sátt við umhverfið og náttúruna og innihalda ekki  aðskotaefni, sem talin eru geta haft slæm áhrif á heilsufar fólks.Það hefur farið varlega af stað og af  öryggi  með hverja vörutegund. Þannig hefur náðst  stöðugleiki, traust og gagnkvæm þekking starfsfólks í viðskiptum við íslensk fyrirtæki, og lágmarks markaðskostnaður sem er hlutfallslega hár í viðskiptum í Bandaríkjunum vegna þeirrar gríðarlegu samkeppni sem ríkir á markaðnum.Til enn lengri tíma litið  hefur verið stefnt að því, þegar framleiðslugeta takmarkar frekari vöxt, að skoða hvort og þá með hvaða hætti íslensk sérþekking geti nýst til samstarfs á grundvelli framleiðsluleyfa í Bandaríkjunum, og þá með þátttöku íslenskra framleiðenda. Sem dæmi má hugsa sér að þegar og ef það tekst að fullnýta íslenska kúastofninn til framleiðslu á skyri, smjöri og ostum megi hugsanlega framleiða svipaðar afurðir úr bandarískri mjólk án þess að það skaði hið sanna íslenska skyr. Enda sé tryggt að íslenski bóndinn  njóti ávinnings af sinni eigin framleiðslu áður en lagt verði af stað með eftirlíkingar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband