Sjávarfang

Með þessu átaki má sjá fyrir sér í fyrsta sinn í langan tíma allan fisk merktan frá Íslandi og hefur það ekki verið raunin í sölu sjávarfangs frá Íslandi í áratugi. Þá mun með þessu átaki fást ný tækifæri til þess að selja íslenskar afurðir undir merkjum gæða og hreinleika. Ef vel tekst til við þetta sérstaka kynningar- og söluátak í janúar má sjá fyrir sér fleiri kynningar með sama hætti í framtíðinni, eftir því sem búðum fjölgar sem selja afurðir okkar. Því er mjög áríðandi að vel takist til eins og raun varð á, en bleikjan opnaði  ný tækifæri til frambúðar við sölu á matvælum okkar.Nú má sjá fyrir sér nýja og áður ónýtta möguleika  til að kynna betur land og þjóð, sem og hina sjálfbæru framleiðsluhætti okkar í veiðum og vinnslu,  landbúnaði, ferðaþjónustu  og orkumálum. Einnig hefur svona kynning góð áhrif á áhugafólk um ferðir og ferðalög á framandi slóðir. Viðskiptavinir WFM eru m.a. efnafólk sem hugsar um heilsufar, er vant að ferðast og kann að meta gæði matvæla. Afurðirnar eru að langmestu leyti fluttar til Bandaríkjanna með flugi Icelandair, jafn fragt vélum félagsins sem og farþegavélum.Erfitt er að spá í framtíðina en samkvæmt því sem ég hef skoðað í samvinnu við framleiðendur heima á Íslandi og umsjónarmenn okkar í Bandaríkjunum sem sjá um innflutning, pantanir og verslanir WFM, og byggt er á grundvelli á verðmæti dollars og árangri síðustu ára, megi  reikna með að á  árinu 2009  geti þetta verkefni skilað um 8-12 milljónum dollara í sölu afurða, sem síðan má reikna með að aukist ár frá ári.Framangreint miðast einungis við verslanir WFM en þegar er  í gangi undirbúningsvinna við að koma okkar afurðum á framfæri við svokallaða “Fine Dining” veitingastaði í stórborgum Bandaríkjanna, svo sem Boston, New York, Washington, Miami, Chicago, Las Vegas  og Los Angeles í samvinnu við öflug dreifingarfyrirtæki sem sérhæfa sig í að þjónusta þessi hús. Á undanförnum árum hefur einmitt verið unnið að því  með verkefninu Food and Fun  að auka tengsl við veitingahús með góðum árangri.Með þetta í huga er því komið að ákveðnum tímamótum varðandi framhald verkefnisins. Það hefur verið rætt um að kanna hvort landbúnaður og að hluta til sjávarútvegur geti unnið saman að kynningu og sölu íslenskra afurða á sælkeramörkuðum í Bandaríkjunum og vonandi í Evrópu, einnig á sömu forsendum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1085

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband