Lambakjöt

Ávinningurinn af starfi Áforms hingað til er fyrst og fremst sá að nú er búið að opna markað fyrir landbúnaðarafurðir frá Íslandi sem áður var óþekktur. Íslenskt lambakjöt er nú orðið nokkuð þekkt meðal sælkera á fínni veitingahúsum, ekki síst vegna þess að   um 70 þekktir matreiðslumeistarar á N-Austurströnd Bandaríkjanna, í Boston, New York og Washington hafa heimsótt Ísland og tekið þátt í matarhátíðinni Food and Fun.  Þá eru kjötkaupmenn verslana WFM vel kunnugir kjötinu og það hefur tekist að gera lambakjötið að svokallaðri “season” afurð á haustin.En betur má ef duga skal. Það hefur aldrei tekist á fá nægilegt magn af kjötinu frá því að sala á lambakjöti hófst til verslana WFM, og hefur verið talsverð sveifla frá ári til árs. Þetta er afleitt en oft hefur verið vakin athygli á þessu vandamáli en lítið þokast. Í skýrslu, sem unnin var fyrir Áform af hlutlausum aðilum árið 2005, kom fram áætlað magn af kjöti. Var skýrslan unnin í samráði við kaupendur. Hvað söluna varðar þá hefur hún ekki náð því magni sem stefnt var að vegna takmarkaðrar framleiðslugetu.

Í byrjun janúar 2009 hittust framleiðendur ásamt kaupendum í Reykjavík og  lagt var á ráðin með framhaldið og nú bendir allt til þess að viðskiptin muni  ganga betur en áður.  Auk þess er unnið að því að finna réttu aðilana til að vinna með okkur í að auka sölu til veitingahúsa. Það er áríðandi því að líklegt er að veitingahús eigi hægara um vik að kaupa fryst kjöt árið um kring á sanngjörnu verði.

 Þess ber að geta að kaupmenn frá Whole Foods Markets eru væntanlegir til Íslands í lok þessa mánaðar, júní til að ræða við framleiðendur og bændur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband