Sérstaða landbúnaðar á Íslandi

 Íslenskur landbúnaður er stundaður í sátt við umhverfið, dýravernd ætíð verið höfð að leiðarljósi og  blandaður fjölskyldubúskapur er fjölbreyttur. Þá hafa íslenskir bændur frekar valið þá leið að stunda búskap með þessum hætti frekar en hefja stórbúskap með sama hætti og þróast hefur í hinum vestræna heimi. Þetta hefur vakið athygli kaupenda og ferðamanna sem sækja Ísland heim. Þá hefur notkun hormóna ætíð verið bönnuð og strangar reglur gilda um lyfjanotkun. Almennt má því segja að vegna smæðar landsins, legu þess og virðingu fyrir náttúrunni hefur tekist að viðhalda gömlum gildum og hefðum  í landbúnaði á Íslandi og er það eitt sterkasta vopn bænda við markaðssetningu  afurða sinna. Á sama tíma eru mörg hinna vestrænu landa, sem við gjarnan miðum okkur við, að hverfa frá verksmiðjubúskap og hvetja til fjölskylduformsins með stuðningi og aðstoð. Menn telja að með því megi tryggja aukin gæði matvæla og eftirlit með framleiðslunni og greining sjúkdóma verði einfaldari og árangursríkari.Sérstaða íslensks landbúnaðar er einstök. Hvergi á byggðu bóli þekkist sauðfjárbúskapur eins og hann er stundaður á Íslandi og sambærilegir stofnar ekki til annars staðar. Það að nánast öllum lömbum sé slátrað á sama tíma hefur sértöðu og að fé sé alið á fjalli allt sumarið er líka óþekkt. Þá er íslenskum lömbum slátrað um 5-6 mánaða gömlum þegar lömbum frá öðrum löndum er slátrað um 10-14 mánaða. Kjötið af íslenskum lömbum hefur því sérstöðu hvað bragð varðar, er mildara og fituminna, auk  þess sem mælst hefur mun hærra hlutfall af Omega 3 fitusýrum í kjötinu en annars staðar þekkist.Kúabúskapur og hinn íslenski kúastofn hefur einnig algera sérstöðu og er ekki vitað til að kýr af sama stofni séu til annars staðar og þar af leiðandi ekki sams konar afurð og mjólkin sjálf. Eftir að útflutningur á mjólkurafurðum  hófst, hefur það vakið athygli að smjörið er gult vegna þess að óvenju hátt hlutfall af beta karótín er í íslensku mjólkinni. Samkvæmt upplýsingum, sem aflað var frá rannsóknarstofnunum, er það vegna þess að gróðurtímabil á Íslandi er stutt og þar af leiðandi myndar gróðurinn beta karótín. Þetta er einn styrkur mjólkurinnar. Einnig má nefna að ostar eru að því er virðist mildari á bragðið en sambærilegir ostar frá öðrum löndum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"...dýravernd ætíð verið höfð að leiðarljósi..."

Þessi fullyrðing er röng!  Íslendingar eru mjög aftarlega á merinni hvað dýravernd varðar.

Malína (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 16:39

2 Smámynd: Jón Baldur Lorange

Mjög góður pistill hjá þér Baldvin og ekki vanþörf á að vekja athygli á þessari sérstöðu bæði hér innanlands og erlendis. Það þarf hins vegar að auka rannsóknir á þessu sviði svo þessi sérstaða verði ekki dregin í efa.

Jón Baldur Lorange, 27.6.2009 kl. 15:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband