National Geographic stofnunin

 Hin merka stofnun National Geographic hefur ætíð sýnt Íslandi mikinn áhuga og fyrir tveimur árum birti blaðið til dæmis grein um þau lönd sem þeir álitu standa sig best í umhverfismálum, dýra- og náttúruvernd. Þar töldu þeir að Ísland væri í þriðja til fimmta sæti um bestu löndin en í fyrsta sæti töldu þeir vini okkar Færeyinga vera. Svo sem allt í lagi með það.   

Ég hef eignast nokkra vini hjá NG sem meðal annars buðu okkur fyrir ári síða að efna til ritgerðarsamkeppni meðal þúsunda skólabarna í Bandaríkjunum. Skólarnir standa fyrir kynningu á landinu og síðan áttu börnin, á aldrinum 11 til 15 ára, að skrifa grein um Ísland. Sérstök dómnefnd velur svo sigurvegarana um það bil 14 nemendur. Þeim er boðið til aðalbækistöðva NG á blaðamannafund þar sem verðlaunin  eru afhent.

 

Síðan fá börnin viku til  tíu daga ferð til Íslands og með í förinni áttu að vera kvikmyndagerðarmenn, ljósmyndarar og blaðamenn ásamt umsjónarfólki barnanna, um það bil 30 manns. Í svona ferð eru unnir 3 sjónvarpsþættir sem sýndir eru á sjónvarpsstöðvum NG. Þeir eru einnig sýndir í öllum skólum landsins sem fræðsluefni, tímarit NG sem er tileinkað börnum fjallar mikið um ferðina og því verulega stór hópur barna, kennara, foreldra sem kynnast landinu á óvenjulegan og fræðandi hátt.

 

Hugmynd sem þessi er að mínu mati mjög góð, traust og sönn. Vegna okkar vandamál um það leiti sem hugmyndin var kynnt reyndist ekki unnt að hrinda henni í framkvæmd. Kostnaðurinn var mjög sanngjarn og ekki mikið sem þurfti að leggja ú í beinhörðum peningum. Aðal kostnaður var flug, gisting og uppihald fyrir hópinn sem kæmi. Þetta tilboð stendur enn og er og var mjög góður skilningur á okkar málum þegar í ljós kom að gætum ekki staðið fyrir svona verkefni við þær aðstæður sem þá voru í landinu.. Gætum kannski haft þetta í huga síðar.

 

NG sýndi sjónvarpsþátt um eldgosið nýlega  og vakti hann nokkra athygli. Það er erfitt að meta áhrif svona þáttar en allir þeir sem ég lagði til að myndu horfa á þáttinn fannst hann auðvitað magnþrunginn, en enginn taldi að hann hefði haft beint neikvæð áhrif.

 

Í nýjasta tímariti NG sem heitir TRAVEL er fjallað um landið okkur undir fyrirsögninni “ 50 Tours of a Lifetime” og undirfyrirsögn:  “Great Guided Travel: From Culture to Cutting Edge.” Þarna eru valdir áhugaverðir staðir í heimunum að mati blaðsins og er landið okkar þar á meðal. Reyndar hefst greinin í heilli opnu og er opnan öll ein mynd af Gullfossi. Þá er líka mynd með textanum um Ísland frá Vestmannaeyjum.

Ég myndi mæla með því að við héldum áfram að styrkja sambönd okkar við þessa viðurkenndu stöfnun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 757

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband