Fancy Food sýningin til Washington og tengin Höfuðborga?

 

Nýlega var farið þess á leit við mig, í framhaldi af vinnuhópi sem ég var í, að ég tæki sæti í nefnd á vegum Ferðamálaráðs Washington borgar. Tilgangur nefndarinnar er að skipuleggja markaðs herferð í Evrópu og Ameríku þar sem höfuðáherslan er að kynna Fancy Food sælkerasýninguna sem undanfarin ár hefur verið haldin í New York en flytur til Washington á næsta ári. Þetta skapar enn frekari sambönd við markaðsheiminn hér í borginni og gefur tækifæri til að koma að öflugu markaðsátaki. Þar mun ég gæta hagsmuna okkar jafnt hvað varðar matvælin og ferðaþjónustuna. Ég verð í tveimur nefndum, annarsvega þeirri sem fjallar einkum um markaðsmál innanlands og hinsvegar tengsl við önnur lönd og markaðsáætlun þar. Mjög spennandi og einstakt tækifæri til að læra meir.

 

Washington borg mun leggja höfuð áherslu á hina glæsilegu fjölbreytni veitingastað sem hér eru í borginni. Þá verður vakin athygli á því að Washington er mjög aðlaðandi borg sem Evrópubúar heillast mjög af og er auk þess afar fjölþjóðleg þar sem í borginni eru langflest Sendiráð samankomin eða um 280. Atvinnuleysi hefur minnkað meir hér en annarsstaðar í landinu or nú komið í 5.6% og er það minnsta af stærri þéttbýliskjörnum. Þá er borgin og úthverfin í 3ja sæti yfir þau svæði í Bandaríkjunum sem hafa mestu möguleika og tækifæri í landinu. Fyrir bragði er talsverður vöxtur í borginni og ber hún ekki mikil merki samdráttar.

 

Þá er uppi hugmynd um að leggja menningar og listabrú á milli höfuðborganna Reykjavíkur og Washington. Þetta er hugmynd sem rætt hefur verið um og nú með aukinni samvinnu við ferðamálayfirvöld hér, má sjá fyrir sér tækifæri sem vert væri að skoða nánar. Ég hef lagt það til við borgaryfirvöld og skásambönd borganna að snjallt gæti verið að efna til skámóts á milli borganna á hverju ári. Keppt um “Borgarbikarinn” Er þetta mál í skoðun hjá Reykjavíkurborg og skákáhugamönnum heima en hér eru menn mjög spenntir fyrir hugmyndinni. Sé fyrir mér að keppendu,r sem einkum væru af yngri kynslóðinni, kepptu í þrjá daga á mismunandi stöðum hér  í borginni og kynntu um leið land og þjóð og afurðir landsins.. Þess ber að geta að það er talsverður skákáhugi hér í borginni og ekki óalgengt að sjá menn tefla í görðum og veitingahúsum.

 

 Þá hefur þeim matvælafyrirtækjum sem ég vinn með verði boðin þátttaka í sýningunni á næsta ári í samvinnu við WFM, sem og veitingahúsum í borginni. Málið er komið í skoðun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband