4.6.2010 | 15:22
Land sælkera
Einsog sjá má að framan er markmið mitt með kynningu íslenkra matvæla meðal þeirra sem meta gæði umfram verð. Þetta er nokkuð löng leið og erfið en til lengri tíma litið að mínu mati, sú árangursríkasta. Það verður seint náð þeim árangri að við, smáþjóðin getum brauðfætt heiminn og ekki einusinni áhugavert. Það hefur líka komið í ljós að með því að láta orðsporið bera hróður okkar er trúverðug leið og eftirsóknarverð. Þetta hefur líka verið eina færa leiðin þar sem fjármunum til verkefna verða ávallt af skornum skammti hjá lítilli þjóð.
Það hefur því reynst kröfuhart verkefni að læra að sníða sér stakk eftir vexti og nú þega svona er langt komið, þá sannar það sig að þolinmæði þrautir vinnur allar.
Íslensk matvæli hafa notið mikillar hylli þeirra sem kallaðir eru sælkerar, Fyrir utan framangreind dæmi þá kom út hið glæsilega tímarit, reyndar bundin inn sem bók, út síðastliðið haust og heitir Art Culinaire. Einsog nafnið gefur til kynna er þetta mikil matgæðingabók. Þar er fjallað um ferðamannalandið Ísland á glæsilegan hátt og síðan eru viðtöl og uppskriftir frá öllum bestu kokkum okkar lands um það bil 35 síður af efni og glæsilegum myndum.
Ferðamenn allir eiga það eitt sameiginlega ð þurfa að nærast. Sífellt fleiri hafa áhuga fyrir matarvenjum framandi þjóða. Þar eigum við gersemar sem eru ferskur fiskur, ljúffengar landbúnaðarafurðir, hrein vatn sem all kemur úr hinni hreinu náttúru landsins sem við höfum kappkostað að leggja áherslu á í kynningu landsins. Það er því augljóst í mínum huga að við eigum að leggja áherslu á okkar sérstæðu matvæli í kynningu á landinu ekki síður en menningu, sögu, legu landsins og orku.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.