Tengsl við almenning

 

Núna þegar þeir atburðir eru að gerast á Íslandi, sem við sjáum með gosinu, er tvennt sem hafa ber í huga. Í fyrsta lagi að skammtímaáhrif af gosinu eru ægilega slæm en til lengri tíma litið má reikna með að ferðamenn muni eftir eldfjallalandinu. Almenningur hefur miklu betri vitneskju um legu landsins og hvað það er í raun stutt frá Ameríku og Evrópu. Það að hryggurinn sem skilur að þessar heimsálfur er ofarlega í huga fréttamanna.

 

Svo hræðilega vill til að olíuslysið í Mexíkóaflóa er líka ofarlega í huga fólks og er mikið fjallað um þau áhrif sem lekinn hefur á allt dýralíf við flóann en þaðan kemur um 20% af sjávarfangi Ameríku.

 

Nú þarf að bregðast við sem fyrst og koma á framfæri upplýsingum til fjölmiðla hratt og örugglega. Það má alveg búast við því að aukinn athygli muni beinast að áhrifum gassins sem kemur frá eldgosinu og áhrifum þess á menn og skepnur. Í Mexíkóaflóa birtast nú myndir af sjávardýrum sem hafa orðið olíunni að bráð. Ég hef sjálfur, þegar,  fengið fyrirspurnir um búfénað og fiskinn.

 

Þá þarf líka að koma þeim upplýsingum á framfæri að óhætt sé að ferðast  til landsins og njóta þess að sjá þessa mikilfenglegu sýn sem eldgos er. Það þarf því að skapa aðstæður fyrir ferðamenn til að skoða gosið einsog eldfjallafræðingurinn mælti með.

Icelandair er flugfélag af þeirri stærðargráðu og svo vel rekið einsog komið hefur í ljós í þessari atburðarás,  sýnt ótrúlegan sveiganleika með úrvals starfsfólki. Þetta vekur athygli.

 

Þetta og meira til ef betur er að gáð er mikilvægt að koma á framfæri. Það ætti að skoða fyrirtæki sem sérhæfir sig í að koma upplýsingum á framfæri svo eftir sé tekið heitir. Með góðu svona almenningstengsla fyrirtæki mætti  kanna hvort það borgi sig  til skemmri tíma litið að vinna með okkur í því skyni að slökkva þá elda sem nú brenna og hjálpa okkur við að veita sannar upplýsingar um stöðu og horfur, og  áhrif gosins á matvælin. Þetta gæti verið góð fjárfesting og sparað mikla peninga í auglýsingar.

 

Nú upplifir fólk þessa gríðarlegu orku sem á eyjunni fögru býr og hefur reynst vel við framleiðslu hreinnar raforku sem er eftirsóknarverð fyrir erlenda stórorkunotendur. með því notum við það einstaka tækifæri gefur okkur í allri þeirri miklu umfjöllun sem fjölmiðlar fjalla um nánast á degi hverjum.

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 757

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband