Norrænir Matarsendiherrar

Fyrir þremur árum voru skipaðir svokallaðir matarsendiherrar Norðurlandanna. Tilgangurinn var og er sá að kynna hinn sérstaka Norræna mat með margvíslegum hætti rétt einsog Tapas frá Spáni, Pasta frá Ítalíu osfrv. Verkefnið heitir Ny Nordisk Mad eða new Nordic Kitchen. Fyrir hönd Íslands vorum við Sigurður Hall skipaðir í hópinn og höfum við unnið með þessum frændþjóðum okkar af mikilli alúð.

 

Okkur tókst að fá alla fulltrúana til að heimsækja Ísland í tilefni af Food and Fun árið 2008. Það voru haldnir fundir í Norræna Húsinu sem einnig efndi til sýningar og kynningar á norrænum mat og matartengdum vörum. Í tilefni af Food and Fun var fjöldi blaðamanna á landinu og var því ákveðið að efna til kynningar á hinum Nýja Norræna mat í Bláa Lóninu. Tókst blaðamannafundurinn afar vel og vakti athygli og hefur leitt til jákvæðrar umræðu í matarheiminum.

 

Þá lögðum við fram hugmynd um að efna til Norrænna Daga í Washington í samvinnu við Sendiráð Norðurlandanna þar. Lagði ég fram tillögu á 200 manna fundi í Danmörku í byrjun nóvember sl. Hugmyndinni var vel tekið og töldu aðilar að mikilvægt væri að kynna hinn Norræna mat víðsvegar um heiminn og í tengslum við það Norræna menningu, sögu og löndin sem áhugaverð lönd til ferðalaga. Til stóð að þessir daga færu fram nú um miðjan júní en hefur verið frestað um einhvern tíma. Hef áður greint frá þessu verkefni hér á blogginu.

 

Í skýrslu sem kom út í síðustu viku um starf þeirra  hópa sem standa að Ny Nordisk Mad og er mikið og glæsilegt rit. Hlutur Íslands er þó ekki merkilegur þegar komið er að skilgreiningu styrkja sem lagðir hafa verið fram til þróunar og kynninga innan landanna sjálfra. Mér sýnist að lagt hafi verið til þessa verkefnis tæpælega 18 milljónir Danskra króna.

 

Okkar verkefnis er þó getið með eftirfarandi texta:

“Sammen med serien om de andre nordiske landene har bidratt mye har först og fremst USA fatt öynene opp for Norde som destinasjon hvor mer enn arkitektur, natur og design er trekkplaster. Baldvin Jonsson har tilsvarende bidratt til nordisk kjökken.Og eksport av Islandske matvarer har entret det amerikanske markedet gjennom kjeden Whole Foods. En merkevarebygging som ingen trodde var mulig og som det star stil av er et eksempel til etterfölgelse.”

 

Skoða þessa skýrslu betur áður en ég tjái mig frekar um hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 757

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband