Íslenska súkkulaðið

 

Súkkulaðið frá Nóa /Siríus sem selt er í Whole Foods er gamla góða suðusúkkulaðið. Fyrst seldum við einungis hið hefðbundna súkkulaði í gömlu góðu pakkningunni sem hönnuð var árið 1923. Þetta vakti athygli en hilluplássið var takmarkað. Því var ákveðið að fjölga tegundum og framleiðir  Nói nú fjórar bragðtegundir, 33%, 45%, 56% og 70% kakó og fengum við því fjórum sinnum meira hillupláss.

 

Þá er  verið að þróa tilraunir með páskaegg frá Nóa og hefur sú þróun gengið framar vonum. Nú eru fáanleg páskaegg úr dökku súkkulaði og  er alveg ljóst að unnt er að gera enn betur. Þá höfum verið að skoða möguleika og reyndar gert tilraun á jólakonfekti og pakkningum sem hafa skírskotun til Íslands, lands jólasveinanna. Þetta er spennandi þróunarverkefni sem stutt er af WFM en skortur á tíma og fjármunum hefur verið ákveðinn flöskuháls enn sem komið er en tækifærið er til staðar.

 

Nú hefur verið ákveðið að hefja sölu á súkkulaðinu í öllum verslunum Whole Foods í byrjun næsta árs um leið og sala og kynning á skyri og smjöri fer fram. Mjög spennandi verkefni og undirbúningur markaðsátaksins hefst á morgun 9 nóvember. Þá verður safnað saman efni um Ísland, menningu og sögu og okkar matreiðlsuaðferðir sem eru búðunumk þóknalegar. Það verður því í nógu að snúast næstu vikurnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband