Sleggjudómar

Veit satt að segja ekki hvað maður á að segja við svona ummælum. Það litla sem ég sé í þessum pistli er mjög undarlegt. Hef ekki lesið þessa bók né hlustað á þennan mann. Get hinsvegar sagt það hér og nú að ég hef sjálfur fengið tækifæri til að fylgjast náið með umfjöllun erlendra fjölmiðla um Ísland frá því fyrir hrun. Ég hef ekki séð í neinum greinum að íslendingar séu fyrirlitnir. Þvert á móti hafa að minnsta kosti þeir sem ég hef rætt við og verið í sambandi við á liðnum árum, nokkrir tugir ef ekki hundruðir manna og kvenna, hafa sýnt okkur samúð.  Sumir meira að segja  gengið svo langt að hreinlega biðjast afsökunar á því hvernig rotið, spillt og siðlaust fjármálakerfi einkum í Bandaríkjunum kom öllum heiminum á hvolf.

Auðvitað voru mál sem við hefðum átt að varast meira en við gerðum en heildar orsökin var gerspilltur fjármálaheimur. Heimur sem fékk tækifæri til að athafna sig án of mikilla hafta og menn hreinlega treystu því að það væri um að gera að gefa fólkinu frelsi, en það gleymdist að hafa eftirlit með því. Það var miklu fremur að menn gerðu einfaldlega ráð fyrir að þær orfáu hræður sem ollu þessum gríðarlegu búsifjum hefði lágmarks siðgæðisvitund. Gleymdu grægiseðli mannsskeppnunnar og málshættinum sígilda að " margur verði af aurum api".

Að halda því fram að ímynd Íslands sem þjóðar eða lands gjöfulla náttúruauðlinda er of djúpt í árina tekið. Ég hef til dæmis haft nokkur samskipti við Argentínumenn starfs míns vegna. Sú þjóð hefur líklega farið í gegnum meiri fjárhagslegar þrengingar en þekkst hafa á byggðu bóli í hinum siðmenntaða heimi. Veit ekki til þess að það hafi komið þeim í koll. Enn heimsækja ferðamenn Argentínu, kaupa af þeim vín og landbúnaðarafurðir og dansa tangó. Öllum finnast Argentínubúar hið besta fólk  og lífsglatt.

 Ímynd er aðeins það sem þjóðir, fyrirtæki og einstaklingar ávinna sér. Ímynd verður aldrei keypt, jafnvel þó svo að heilu stéttirnar gefi sig út fyrir að vera ímyndarsérfræðingar. Ein undarlegasta stétt sem til er. Ég tók eftir því í Hollywood þegar ég fór þangað í fyrsta sinn fyrir nokkrum árum að mjög margir sem þar búa eru sífellt að reyna að vera eitthvað annað en það sem þeir eru,  samkvæmt tilmælum ímyndasérfræðinga. Mér finnst að maður eigi fullt í fangi með að vera maður sjálfur, hvað þá að vera reyna að vera eitthvað annað!

 Ég er ansi hræddur um að fjölgun ferðamanna til Íslands á síðasta sumri héðan frá Ameríku sem nam um allt að 26% í júlí án sérstaks kynningarátaks hefið varla orðið ef þetta er rétt sem prófessorinn segir í þessari bók sinni. Ég er líka hræddur um að orðspor okkar hefði þá líka leitt til þess að Ameríkanar hundsuðu ekki bara ferðir til landsins fagra heldur sniðgengju einnig afurðir okkar en það er nú öðru nær.

Skal standa við við það hvar og hvenær sem er og sanna verði þess óskað að ímynd Íslands eða íslendinga sé ekki í molum! Þar fór prófessorinn yfir strikið.


mbl.is Ímynd Íslands í molum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér. Ég hef talsverð samskipti út í hin stóra heim og kannast ekki við þetta og meira að segja allra síst frá Bretum og Hollendingum. Ég er ekki að segja að við eigum ekki að bæta ímynd okkar, flugfélögin hafa verið duglega að nota tækifærið í kringum gosið, fleiri vita hvar við erum og það er gott. Við þurfum að setja kraft okkar í að byggja upp öflugra og fjölbreyttara atvinnulíf og þá verður framtíðin björt.

Björn (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 16:49

2 Smámynd: Baldvin Jónsson

Gaman að heyra, ég hélt kannsi að ég sæji þetta bara út frá sjónarahóli Bandaríkjamanna og svo auðvitað hinnna svokölluðu heimsblaða einsog Economist sem ég hef miklar mætur á.

Já við eigum bara að standa okkur og halda áfram á þeirri vegferð sem við höfum gert í allmörg ár. Einn er þó sá ljóður á okkar góðu samlöndum en hann er sá að menn svar ekki alltaf fyrirspurnum og skilaboðum. Þessi Ameríkanar eru frekar fúlir út í landann hvað það varðar enda þekkja þeir ekki Norræna velferðarkerfið og skilja ekki hvernig fólk kemst af með 34 stunda vinnuviku og 6 vikna sumarleyfi......

Gangi þér vel, já framtíðin, sá ekki betur en að sólin hefði komið upp í austrinu í morgun, kannski sest hún svo í kvöld í vestri?

Baldvin Jónsson, 7.11.2010 kl. 16:57

3 identicon

Einmitt, örstutt vinnuvika og svo eru menn hissa á hnignun Evrópu. 5 vikna sumarfrí er hins vegar snilld, allavega fyrir klakabúann ;-)

Björn (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 17:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 39
  • Frá upphafi: 707

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 39
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband