Ferskur eldis- og línufiskur beint til neytenda

 

Áform stóð fyrir almennri kynningu um öll Bandaríkin  í samvinnu við Whole Foods Markets og samtök bleikjueldisframleiðenda í byrjun árs 2009. Var bleikjan vel kynnt í öllum verslunum WFM og vakti mikla athygli og hafði veruleg áhrif um almenna sölu á bleikju einnig til veitingahúsa. Átakið fór þannig fram að allar verslanir WFM voru skreyttar með myndum frá Íslandi, sagan sögð á heimasíðu fyrirtækisins rétt einsog núna er gert með lambakjötið.

 

 Kaupmenn fengu fyrirlestur um fiskinn og voru allar bleikjueldisstöðvar á landinu vottaðar samkvæmt stöðlum búðanna af þriðja aðila, vottunarstofu frá Sviss. Allar stöðvarnar fengu hæstu  einkunn og þær fyrstu sem náðu þeim áfanga. Þetta voru góð tíðindi.

 

Hugmyndin sem unnið hefur verið útfrá er að bleikja sé valkostur við laxinn sem er sem stendur í talsverðu uppnámi vegna erfiðleika lax eldisins í Chile. Nú er verið að skoða fóður sem notað er í eldið og má vænta niðurstöðu í því innan tíðar. Salan á bleikjunni til WFM hefur verið mjög góð og hafa fulltrúar eldisstöðva  og Icelandic Group  líst opinberlega yfir því að verkefni Áforms  hafi skipt sköpum og átt mikinn þátt í því að auka verulega eftirspurn  á eldisbleikju í Bandaríkjunum. Framleiðsla á bleikju á þessu ári verður um 2.000 tonn og af því fara 70 % eða 1400 tonn  inná Bandaríkjamarkað.

 

Nú er unnið kappsamlega að því að koma ferskum línufiski, upprunavottuðum frá sjómanni og sjávarþorpi á Íslandi. Stefnt er að svipuðu átaki og gert var með bleikjuna á sínum tíma. Yfirmenn sjávardeilda fyrirtækisins komu til Íslands í lok  ágúst s+iðast liðinn. Farið var með þá í heimsókn í fiskverkunarstöðvar, út á sjó með línubát frá Suðureyri og allt ferlið skoðað. Það er vaxandi umræða í gangi um allan heim um hinar sjálfbæru veiðar, útrýmingarhættu stofna osfrv. WFM hefur trú á okkar fiskveiðistjórnunarkerfi og út frá því er unnið. Nú er hafin sala á ferskum fiski frá Icelandic / Fiskval á þremur svæðum ( 90 búðum) . Stefnt er að því að komast inná  öll svæði á næstu vikum og  mánuðum.

  

Þess má  geta að enginn markaður var til staðar fyrir landbúnaðarafurðir á þessum markaði áður en átaksverkefni Áforms hófst, né heldur fyrir bleikju á neytendamarkaði í verslunum. Tilraunir í þá átt að selja meira af fiski beint á neytendamarkaði eru nauðsynlegar að mínu mati  og ég tel að með því að selja sem mest af okkar afurðum á íslenskum forsendum með uppruna til hinnar fögru náttúru Íslands sem getur af sér hollan sælkeramat sé tækifæri sem nýta má enn betur.

 

Þannig skuli stefnt að því að skapa sérstöðu um okkar afurðir með það að markmiði að auka verðmætin og skapa aukna fullvinnslu afurða á Íslandi. Áfram verður haldið á þeirri braut ef nægur stuðningur fæst og samstaða um þetta metnaðarfulla markmið.

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband