28.4.2011 | 18:29
Sustainable Iceland
Það er því lagt til að sölu- og markaðsfyrirtækið sameini krafta undir merkjum Sustainable Iceland og setji upp í samvinnu við fyrirtækin vöruhótel í Ameríku. Þaðan verði unnt að senda vörur samdægurs til kaupenda innan Bandaríkjanna. Það er mjög dýrt fyrir einstök lítil fyrirtæki að standa straum af kostnaði við að koma upp slíkri aðstöðu. En með því að sameina kraftana má ná fram umtalsverðri hagræðingu.
Verði hugmyndin um vöruhótel að veruleika verða vörurnar fluttar í gámum frá Íslandi til áfangastaðar í Bandaríkjunum og þannig lækkar flutningskostnaðurinn verulega. Úr vöruhúsinu verða síðan vörurnar afgreiddar jafnóðum og þær berast og þá lækkar flutningskostnaðurinn mikið. Fyrirtækin selja þá afurðir sínar á smásöluverði og greiða hlutfall af smásöluverðinu til sölu- og markaðsfyrirtækisins og fast þjónustugjald fyrir hverja sendingu til kaupenda til vöruhótelsins. Greiðslur til framleiðenda munu svo berast um leið og vara er send frá vöruhótelinu.
Með þessu móti má sjá mikla hagræðinu en auk þess verður unnið að því að koma hinum íslensku afurðum í verslanir sem sérhæfa sig í hreinum og áhugaverðum íslenskum afurðum. Þar gætu Whole Foods Markets verið góður kostur, enda hefur fyrirtækið góða reynslu af íslenskum afurðum. Auk þeirra er fjöldi annarra verslana sem sérhæfa sig í sölu svokallaðra hollustuafurða.
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært. Eg er í sambandi við stórt heildsöluyfirtæki, sem hefur selt islenskan fisk frá SH í mörg ár. 5 Lb ýsan er vinsælust. Vandamálið er að þeir fá aldrei nóg af vörunni. Nú er beint flug til Seattle, svo ekkert vandamál er með flutningana. Eg er tala um fryst flök í neytendaumbúðum.
Bestu kveðjur
Bjorn Emilsson
Everett / Seattle bjorn.emilssonGmail.com
Björn Emilsson, 28.4.2011 kl. 21:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.