Gæði forsenda árangurs

Mikil áhersla verður lögð á gæði þeirra afurða sem íboði verða á síðunni. Afurðirnar verða að uppfylla skilyrði um sjálfbæra framleiðsluhætti. Síðan munu væntanlega einhverjar afurðir þurfa að fara í gegnum Hollustuvernd Bandaríkjanna FDA og aðrar eftirlitsstofnanir þar sem það á við.

 

Að Sölumiðstöðinni kæmu hluthafar sem tryggja með hlutfé sínu að félagið geti staðið straum af fjárfestingum og undirbúning að rekstri félagsins í þágu viðskiptavina sinna. Tekjustofn félagsins byggist einkum á föstum mánaðarlegum greiðslum frá fyrirtækjum eftir vægi þeirra sem og sölulaunum af smásöluverðum frá vöruhótelinu.

 

Þá hefur verið rætt við stofnanir um styrkveitingar gegn mótframlögum Sölumiðstöðvarinnar og hefur sú umræða fengið góða hljómgrunn enda mun hægara um vik þegar fleiri aðilar sameinast undir einu merki.

 

Gert er ráð fyrir tveimur til þremur starfsmönnum fyrstu tvö ár starfseminnar. Það er sá tími sem áætlaður er til að komast inná markaðinn.  Með þessu móti má lágmarka áhættu hvers fyrirtækis fyrir sig, sem greiða fast mánaðar gjald fyrir veitta þjónustu.

 

Þetta hér í síðustu pistlum eru hugleiðingar mínar um hvað hægt er að gera til að selja íslensk matvæli og þjónustu. Styrkja enn frekar góða ímynd landsins og veita litlum og stórum fyrirtækjum aðgang að erlendum mörkuðum með lágmarksáhættu og árangri.

 

Ég er ekki í nokkrum minnsta vafa um að tækifærin eru okkar, ef við bara viljum nýta þau?

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband