Evrópukeppnin

Hvað er knattspyrna? Það eru tuttugu og tveir leikmenn, dómari og tveir línuverðir og Þýskaland vinnur! Þessa góðu kveðju sendi ég vinum mínum fyrir leikinn í dag þar sem þjóðverjar unnu Portúgal 3-2. Var þetta ekki dæmigert fyrir margar Heimsmeistara og Evrópukeppnir í knattspyrnu? Það er með ólíkindum hvað Þýska stálið er sterkt. Það seiglast alltaf áfram. Mér finnst í gegnum tíðina sem Þjóðverjar spili alltaf leiðinlega knattspyrnu en verð þó að viðurkenna að hún er oft ótrúlega árangursrík. Það fer líka afskaplega í taugarnar á mér þegar leikmenn brjóta hver á öðrum bara með það eitt í huga að slasa andstæðinginn en það gerðu þjóðverjar einmitt í þessum leik. Því miður og ekki í fyrsta sinn í stór keppni sem þeir eru valdir að slíku.

Það spáðu flestir því  að Portúgalar myndu vinna þennan  leik, en nei það má aldrei gleyma þjóðverjunum. Gat svo verið og var svo dæmigert að þeir skyldu svo vinna leikinn með ólöglegu marki sem allir sáu nema sá  þeir sem þurftu að sjá það. Svo auðvitað vinna þeir Tyrkina sem vinna Króatíu á morgun og svo lenda þeir líklega á móti  Hollendingum í úrslitaleik en þeir þurfa að vinna bæði Rússa og að öllum líkindum Spánverja til að komast í úrslitin. Þjóðverjar eru því líklega enn  eina ferðina að vinna stórkeppni með þessari hundleiðinlegu leikaðferð en það virðist duga.

Ég vona að spá þessi rætist ekki en spennan fyrir næstu leiki verður bara enn meiri allavega hjá mér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 757

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband