5.7.2008 | 15:46
Kemur þetta á óvart?
Ef menn halda Írska daga þá er alveg einsgott að gera það almennilega? Þegar St. Patricks dagurinn er haldinn hátíðlegur hér í Bandaríkjunum þá fer af stað gríðarlega drykkja því Írar eru þekktir fyrir að taka sæmilega vel á því þegar þeir skemmta sér. Mér er sérstaklega minnistætt þegar ég var einu sinni í Chicago á þessum degi fyrir mörgum árum síðan. Þá lét Borgarstjórinn lita á borgarinnar í grænum lit í tilefni dagsins enda af írskum uppruna og svo var mjög mikil drykkja í borginni um kvöldið og nóttina.
Það var þó enn svakalegra í New York þar sem menn byrja að drekka fyrir hádegi og margir drekka bara grænan bjór í tilefni dagsins. Þar sá maður menn útúrdrukkna um miðjan dag svona í þeim anda sem maður á minningar um frá sveitaböllunum heima í den.
Ég er ekki að mæla þessu bót bara vekja athygli á því hvað ímynd einnar þjóðar getur haft sérkennileg áhrif á fólk. Írar eru miklir gleðigjafar rétt einsog við og mér finnst ég stundum sjá meira af írskum karakter í okkur en norrænan. En það er svosem ekkert leiðum að líkjast.
Erilsöm nótt á írskum dögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.