Að koma heim

Við komum heim til Íslands hinn 12 júlí síðastliðinn og mikið var það nú gott. Koma heim í góða veðrið, en í mínum huga er veðrið okkar alltaf gott, bara misjafnlega gott. Rétt einsog mannskepnan. Er búinn að hitta marga vini og vandamenn og fór í jarðarförina hans Egils vinar míns Jónssonar. Við Egill töluðum reglulega saman í símann og við höfðum ákveðið að þegar ég kæmi næst heim, sem er núna, þá  ætluðum við að hittast því það var orðið nokkuð síðan við höfðum sést.

Kynni okkar Egils hófust fyrir allmörgum árum síðan. Hann bauð mér nokkrum sinnum að koma með sér í fundarferðir um kjördæmið sitt og kynnast fólki þar, bændum og sjómönnum. Þetta eru mér alveg ógleymanlegar stundir og Egill einstakur ferðafélagi. Verðmæti þess að ferðast um sveitir landsins með kunnugum ætti að vera skylda hvers manns. Væri líklega alveg þess virði að skylda alla skóla landsins til að fara í reglulegar heimsóknir til bænda og sjómanna um landið til að kynnast þjóðinni og auðlindum hennar. Kynnast menningunni og sögunni í gegnum fólkið sem kann svo vel að segja frá og fræða.

Egill tók mikinn þátt í því verkefni sem mér hefur verið falið. Hann hafði óbilandi trú á okkar afurðum og áttum við það sameiginlegt. Hann hafði skoðanir á öllu og var fróður maður sem vissi allt um sína byggð og vildi fyrir alla muni leggja sitt af mörkum til að styrkja stöðu bænda og sjómanna um land allt. Ég lofaði honum því fyrir margt löngu síðan að ég myndi aldrei gefast upp við að koma afurðum okkar á framfæri á sælkeramörkuðum heimsins og við það mun ég standa.

Egill minn ég koma í heimsókn til þín í þína fögru sveit og fann vel fyrir nærveru þinni og kvaddi þig. Hitti þína góðu konu  Halldóru og fjölskyldu þína. Hreinlega var agndofa yfir ykkar sérstæðu kirkju þar sem athöfnin fór fram alveg einsog þú hefðir skipulagt hana sjálfur. Til mikils sóma fyrir alla sem viðstaddir voru og það var nú enginn smá hópur af fólki. Blessuð sé minning um góðan, traustan mann. Megi andi þinn og atgervi lifa um aldur og ævi. Halldóra mín, sendi þér mínar samúðarkveðjur og þakklæti fyrir allar góðar glaðar stundir sem við höfum átt. Megi Guð blessa og styrkja þig og  fjölskyldu ykkar á sogarastundu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Velkominn heim. Ég samhryggist þér vegna láts vinar þíns. Falleg grein. 

Mér finnst greinarnar þínar skemmtilegar og þú sérstaklega athafnasamur. Er að byrja aftur að blogga eftir sumarið og ferðirnar. Vorum í Washinton DC í júní og bjuggum rétt hjá Whole food market í Georgstown ( djúp stuna) Búllan sú er alveg óskrifanlega flott. Tók með mér heila ferðatösku að bæklingunum þeirra og er búinn að senda til allra þeirra í DK sem ég held að geti gert eins, og nenni líka.

Gunnar Páll Gunnarsson, 2.8.2008 kl. 08:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband