Með hippa Stormum í Ketilási

Á meðan við dvöldust í Siglufirði var ég svo heppinn að hin  vinsæla hljómsveit Hippaáranna Stormar stóðu fyrir, ásamt heimafólki, hippa dansleik í hinu vinalega og skemmtilega félagsheimili að Ketilási í Fljótum þeirri fögru sveit, laugardagskvöldið 26 júlí. Það var framtakssamt fólk úr sveitinni sem stóð fyrir dansleiknum og var það einkum kvenpeningurinn sem hafði frumkvæðið einsog svo oft þegar efnt er til skemmtilegra viðburða.

Þetta ball var sérstakt að því leiti að það var " bannað" innan 35 ára. Gaf tóninn að því sem kvöldið stóð fyrir, mjög táknrænt. Hljómsvetin var sannarlega í essinu sínu. Ég fékk það samt á tilfinninguna að sviðið hafi þrengst á síðustu árum, nema ef vera skildi að meðlimirnir hafi stækkað! Allavega var nokkuð þröngt á sviðinu en það gerði bara stuðið á bandinu enn meira og það sannarlega lak af þeim svitinn og gestir hrukku strax í gírinn og dönsuðu frammá rauða nótt.

Þarna þekkti maður mörg andlit sem maður hafði séð í gegnum tíðina. Margir komu gagngert á svæðið í tilefni hátíðarinnar. Salurinn var skreyttur með minninum frá hippatímanum og margar góðar sögur voru rifjaðar upp, þó það nú væri. Þar voru hippa slagorðin " Make love Not War", " peace", " Flower Power" og svo framvegis. Margar fóru í gömlu mussurnar sínar og höfðu sumar sett blóm í hárið enda viðeigandi, þetta var jú blómatíminn. Já og ekki má gleyma körlunum sem skelltu upp hárkollum til að minnast þessara tíma með sönnu síðu hippa hári. Þetta var auðvitað táknrænt fyrir að að sumt vex minna með árunum....einsog sjá má á hárunum.

Fyrir mér rifjaðist upp ástandið á þessum árum eða réttum 40 árum.  Hvar var maður þá og hvað var að gerast í heiminum. Þá var brostið á verulegt atvinnuleysi á landinu öllu. Síldin farin og þúsundir íslendinga  að leita sér atvinnu í öðrum löndum sem mörg hver stóðu heldur ekki vel að vígi. Margir fóru til Svíþjóðar , Danmerkur, Noregs, Kanada og meira að segja stór  hópur alla leið til Ástralíu á árunum1968 -69. Það fréttist af fólki sem var reiðubúið til að taka að sér hvaða vinnu sem var í þessum löndum en flestum reið þó bærilega af einsog sönnum íslendingum sæmir.

Það voru stúdentaóeirðir í Evrópskum borgum og bæjum og þó einkum í París. Það var erfitt stríð í Víetnam og nýjir straumar nýrra tíma voru vaknaðir. Ný tónlist  ruddi  sér til rúms og braut niður öll landamæri. Unga fólkið lagði meiri áherslu á ást, náttúru, umhyggju, frið og ný lífsgildi. Við fluttumtil Kanada til náms vorið 1969 og í ágúst  sama ár var hin feiknalega tónlistarhátíð  Woodstock haldin. Það má kannski segja að hún hafi verið hápunktur þessara tíma. Tíma hippanna sem flugu ma með Icelandair sem þá hét Icelandic/ Loftleiðir  á vit nýrra heima og var Lúxemborg hjarta Evrópu áfangastaðurinn en margir þáðu sólarhringsdvöl á Hótel Loftleiðum á leið sinni yfir hafið.

Þessi tími var upphaf þeirrar kynslóðar  sem kölluð hefur verið annað hvort "Hippakynslóðin" eða "Baby Boomers" kynslóðin. Hún  hafði mikil áhrif á samfélagið og heimsmyndina yfirleitt. Flestum gömlum hefðum var fórnað og nýjir uppvaxtartímar voru að hefjast. Í Kanada hitti maður mikið af ungum Bandaríkjamönnum sem fluttu þangað til að losna undan því að verða sendir í stríðið í Asíu.

Það stóð langflestum uggur af þessu stríði sem mörgum þótti vonlaust og tilgangslaust. Það má kannski segja að það hafi sagan sannað. Það er ekki lítið sem fjallað hefur verið um þessa tíma í bókum og kvikmyndum sem allir þekkja. Þessi kynslóð sem þá var að vaxa úr grasi þráði það eitt að geta lifað saman í þessum heimi í sátt og samlyndi. Tískan og menningin átti sér  engin landamæri. Uppúr þessu umhverfi má segja að grunnurinn að því að Ísland, varð allt í einu orðið ferðamannaland. Ný atvinnugrein sem hefur blómstar hófst með   glæstri sýn frumkvöðla Loftleiða sem eignuðust fyrstu flugvélina sem þeir björguðu af jökli og keyptu svo af Bandaríska hernum fyrir einn dollar. Þeir flugu fyrst bara sjálfir og nurluðu saman fyri eldsneyti á vélarnar frá degi til dags. Ef vélarnar þurftu að lenda á varaflugvelli vegna veðurs, þá  var einsgott að áhöfninn og farþegarnir ættu fyrir aukalíter. Þetta gerðist en sem betur fer ekki oft.

Ég gleymi því aldrei flugi mínu til New York á leið til Toronto ´69. Það var auðvitað troðfull vél af ungu fólki sem var að koma úr landkönnunarferðinni til Evrópu, "to discover Europe!" Þetta var ótrúlegt flug og tók um 8-9 klukkustundir. Þetta var hreinlega einsog stórt partý. Drukkið og reykt um alla vél og farþegar  í fljúgandi góðu skapi. Tvær  flugfreyjur sem ég kannaðist við  voru aðeins að slaka á  í eldhúsi vélarinnar  og við fórum eitthvað að spjalla. Þá segir önnur þeirra við mig hvað henni finnist lyktin af þessum "frönsku" sígarettum vera vond! Úps! Sagði ég, en þetta eru ekki sígarettur sem margir eru að reykja þetta er hass! Ha? Sagði hún að bragði,´"ég er nú hissa á því að mér skuli líða svona vel eftir þessi löngu og ströngu Ameríkuflug!!!

Icelandair ætti kannski að hefja herferð um bandaríkin á næsta ári og minnast þessara tíma. Verða svona vinalegt "hippa" flugfélag. Nú eru hipparnir sjálfir komnir vel til ára sinna og eiga peninga, hafa vegabréf og vilja rifja upp stóru stundirnar í lífi sínu. Og jafnvel að taka barnabörnin með!

 Ég hef sterkelga á tilfinningunni að hippa tíminn verði í hávegum hafður  á  næsta ári því allt það fólk sem þá tíma upplifði mun aldrei gleyma þeim. Mála stél vélanna með hippa myndum blómatímans, sýna Woodstock í myndskjánnum, farþegar fái blóm í barminn osfrv. Bara hugmynd...:-)

Mér finnst að mörgu leiti ég vera að upplifa núna svipaða  tíma og þessa sem að framan greinir. Þessi kynslóð lagði mikið á sig til að koma börnum sínum til náms og veita þeim allt það sem þau höfðu farið á mis við. Mennt er máttur var kjörorðið. Nú þegar litið er til baka spyr maður sig hversvegna koma upp reglulega, fjárhagsvandamál um alla heimsbyggðina. Tekst okkur aldrei að læra af mistökum okkar. Eða erum við svona dugleg að búa til heim sem við skiljum  ekki og ráðum þar af leiðandi aldrei við. Búa til gervi veröld sem leikur lausum hala og enginn skilur. En ef einhver gagnrýnir það sem hann / hún ekki skilur og gagnrýnir þá er hinn sami úrtölumaður sem ekkert sér nema svartnætti. Hver vill vera úrtölumaður. Það er líklega ekki hægt að búa til gjaldmiðla/peninga  nema að á bak við þá séu raunveruleg áþreifanleg verðmæti. Hvar voru verðmætin?

En svona var mín upplifun eftir kvöldstundina góðu með hippum og Stormum í Ketilási. Takk fyrir það framtak og skemmtilega upprifjun öll sem að því komu...............

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 59
  • Frá upphafi: 739

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband