Ísland hf. Sjávarútvegur

Sjávarútvegur hefur lengst af verið og er enn helsta tekjulind fyrirtækisins. Hafið sem umlykur landið er enn eitt af hreinustu höfum heimsins, er kalt og ferskt og þessvegna eru sjávarafurðir fyrirtækisins álitnar vera með þeim betri sem völ er á.

Eftirspurn eftir fiski fer sífell vaxandi og er stöðugur áróður í gangi um heiminn allan um að fólk eigi að borða meira af fiski helst ekki minna en 3 máltíðir á dag. Fiskurinn er líka innihaldsríkur af undraefninu Omega 3 sem líkaminn þarf á að halda og hefur margoft verið sýnt frammá mikilvægi þess fyrir líkamann.

Hluthafar fyrirtæksins hafa unnið ötullega að því að komast hjá  að ofveiða ekki fiskistofnan og var Ísland hf fyrsta fyrirtæki í heiminum til að koma upp svokölluðu "Sjálfbæru Fiskveiðistjórnurkerfi" árið 1983. Hefur kerfinu verið ætlað og tekist að mörgu leiti, að hafa eftirlit og stjórn með veiðunum enda er hafið, einsog aðrar náttúrulegar auðlindir, takmörkuð auðlind.

Fyrirtækinu hefur lauk þess tekist að byggja upp feikilega öflugan fiskiskipaflota af öllum stærðum sem skipaður er úrvals sjómönnum sem hafa lært að stunda sjóinn þrátt fyrir oft á tíðum erfiðar aðstæður. Hafið er hættulegur vinnustaður og hefur tekið sinn toll í aldaraðir. Þetta þekkja starfsmenn fyrirtækisins og hafa lært sína lexíu. En þrátt fyrir það er fyrirtækið enn skipað úrvalsstarfsmönnum sem kunna til verka.

Í sjávarútvegsdeild fyrirtækisins er fjöldinn allur af öflugu starfsfólki sem vinnur hin margvíslegu störf, öll sem mynda virðisauka afurðarinnar á hinum ýmsu stigum allt frá ferskum fiski sem dreginn er á land og þaðan til neytenda.  Myndast hefur sterkur, traustir viðskiptavinahópar víða um veröld. Þar sem aflamarkið er takmarkað er mikilvægt að veiða fiskinn með ýmsum hætti allt frá litlum trillum uppí stóra togara. Þannig næst að nýta auðlindina sem mest og best fyrir alla.

En það er ekki bara að sjómennirnir hafi reynslu og þekkingu. Það eru líka frumkvöðlar sem tekið hafa að sér uppbygginu fyrirlækja sem vinna að stöðugri þróun og sölu aflans. Það er fiskverkafólk og vísindamenn sem fylgjast gjarnt með aflanum og hvernig hann skuli verkaður. Það hafa líka verið stofnaðar deildir innan fyrirtækisins sem af mikilli þekkingu og framtíðarsýn fundið upp aðferðir til að nýta hvern fisk sem best og búa hann þannig að sómi sé að, á mörkuðum viðskiptavinanna.

Heilir hópar vel menntaðra vísindamanna fylgjast einnig með hvernig megi best nýta allan fiskinn, þannig að ekkert fari í súginn. Það er framleitt lýsi, mjöl og fiskur þurrkaður og saltaður. Á öllum sviðum sjávarútvegs, í eigu fyrirtækisins, býr gríðarleg þekking sem á sér fáar hliðstæður. Í þessu felast mikil verðmæti og fyrirtækið því vel undir það búið að mæta ströngustu kröfum markaða í framtíðinni víða um heim. Það er semsagt ekki bara fiskurinn sem kemur úr hafinu sem er verðmætur, það er líka hinn yfirgripsmikla þekking og meðferðin sem skapar verðmætin.

Það sem mætti þó bæta, er enn frekari sókn fyrirtækisins, beint inná neytenda markaði og selja fiksinn sem Íslenskan vegna gæðanna, umhverfisins, meðferðarinnar, legu landsins osfrv. Mætti semsagt selja fiskinn sem "Sjálfbæran Sælkerafisk" úr hreinu ómenguðu Norður Atlantshafi. Þar fara saman hagsmunir fyrirtækisins og allra fiskframleiðenda jafnt smábátanna semog stórútgerðarinnar. Þeirra sem selja ferskan fisk og frosinn.

En þar sem eftirspurn eftir fiski í heiminum  fer ört vaxandi þá mætti kanna með hvað hætti fyrirtækið gæti aukið framleiðslu á eldisfiski. Nokkrir hluthafar hafa verið að þróa slíka starfsemi með áhugaverðum árangri.

Svo má líka horfa á hafið sem áhugaverðan stað fyrir ferðamenn til að heimsækja og skoða. Í auknu mæli vilja ferðamenn nú fara út á sjó, því það eru fæstir íbúa heimsins sem hafa aðgang að hafinu. Fólk vill gjarnan fara á veiðar, skoða hvali, sigla vindum þöndum á seglskútum og njóta strandlífsins.

Þá ber að geta þess að með aukinni tækni er nú unnt að bora eftir öðrum auðlindum í hafinu sem eru enn ókönnuð tækifæri. Þá hefur það einnig færst í aukana að nýta önnur náttúruefni hafins sem þarf að skoða enn frekar en eitt besta dæmið er þörungaverksmiðjan í Breiðafirði og vafalaust eru enn fleir afurðir sem nýta má betur og þarfnast rannsókna. En þar býr fyrirtækið einnig að vel menntuðum vísindamönnum og konum.

Ísland hf og hugleiðing heldur áfram. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 101
  • Frá upphafi: 876

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband