24.10.2008 | 13:36
Hversvegna ekki?
Þetta er athgylisverð frétt. Það hefur vakið furðu mína og margra annarra sem ég hef rætt við að þetta ástand á Dow Jones sé orðið algerlega óviðunandi. Það að horfa á markaði hækka og lækka um nokkur hundruð punkta á örfáum mínútum er skelfilegt. Það sem talið er valda þessu er að ótti! Óttinn má ekki stjórna aðgerðum fólks. Peningarnir mega ekki stjórna fólki, það er fólkið sem á að stjórna peningunum.
Á meðan óvissan er svona mikil þá virkar þetta allt á mann einsog stjórnlaus hraðlest sem verður að stoppa, stoppa strax! Fara frá borði og hugsa málin. Segja fólkinu frá því hvað er tryggt. Til dæmis eru sparireikningar tryggðir, munu fyrirtækin fá fyrirgreiðslu til að geta haldið áfram rekstri og haldið fólki í vinnu osfrv.
Það versta sem kemur fyrir samfélga er óvissá og óöryggi. Við erum fólk með tilfinningar og berum ábyrgð hvert á öðru. Við þurfum að vita hvar við stöndum, hversu vel eða illa. Verðum að vita það.Hvert við erum að fara og gleyma aldrei þeim mistökum sem við erum nú að upplifa. Markaðirnir loka allsstaðar í heiminum í tvo daga í hverri viku. Hversvegna má ekki loka þeim í þann tima sem það tekur að leiðrétta þá og tryggja framtíð þeirra og fólksins.
Svo má færa lestina á nýtt spor og leggja af stað á vit nýrra tíma. Þetta ástand getur enginn liðið lengur. Það var líka mjög fróðlegt að sjá yfirheyrslur yfir Greenspan. Þar var hann maður meiri þegar hann lýsti því yfir að honum og hans fólki hafði mistekist stjórnun efnahagsmála í Bandaríkjunum. Hann stóð hreinlega í þeirri meiningu að markaðirnir gætu leiðrétt sig sjálfir og það þyrfti ekki reglugerðir til að vernda þá né fólkið sem átti fjármunina.
Kann að þurfa að loka kauphöllinni í New York | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.