Það er mikið

Ég hef tekið eftir því hér í Bandaríkjunum að Dow Jones hækkar og lækkar á nokkurra mínútna fresti úm mörg hundruð stig. Skýringin á þessu er sú, að mati sérfræðinga, að óttinn sé þar að mestu ráðandi. Hvaða ótti? Jú það er augljóst, fólk veit ekki hvað er að gerast, ekki einusinni mestu fjármálasérfræðingum heimsins svo sem Greenspan og fleiri hafa viðurkennt að frelsið og markaðslögmálin virki ekki.

Hvað  þá með okkur sótsvartan almúgann? Þetta er einsog hraðlest sem þýtur áfram algerlega stjórnlaus. Það þarf því að grípa í neyðarhemlana og stöðva lestina strax, um allan heim. Taka sér þann tíma sem ég gæti ímyndað mér að væri um 10 dagar og ákveða hvert beri að stefna með nýjum áherslum á traust og nýjar vinnureglur. Markaðirnir loka í tvo  og stundum í þrjá daga á frídögum, þessvegna sé ég ekki að nokkrir dagar í viðbót breyti neinu.

Það þarf að segja fólki hvað verður um sparifé þess, hvaða aðstoð þurfa fyrritæki á að halda til að fólk missi ekki vinnuna, hvað reglur gildi um ofurlaun forstjóra og annarra sem hafa nú ekki gert annað á allra síðustu árum en reka fyrirtæki með tapi, þó ekki allri, taka úr sambandi fáránlegar eftirlauna greiðslur, tryggja framleiðslu atvinnugreinum svigrúm til að athafna sig, segja fólki hverjir muni tapa og hversvegna, tryggja eftirlaunabætur osfrv. osfrv. Þetta er nefnilega orðið alheimsvandamál og nú getur og á alþjóðasamfélagið  að sýna kjark, þor og þrek til að takast á við þennan vanda. Svo m´æa finna lestinni nýtt spor og leggja af stað að nýju. Gott hjá hinum Norrænu frændum vorum að syna þetta frumkvæði og vonandi munu þeir hrinda þessu í framkvæmd.

 Það er ekki hægt að láta peninga, hin veraldlegu auðæfi stjórna gerðum okkar. Það erum við, mannfólkið sem á að stjórna peningunum en ekki þeir okkur. Við erum manneskjur með tilfinningar og ábyrgð. Fólk með þarfir og skuldbindingar sem við viljum standa við.

Það má því  ekki vera að eyða tíma í það að finna sökudólga. Við vitum að það var græðgin sem olli mestum vandanum, græðgi með nettu ívafi af siðleysi og ofneyslu se er orsökin og það vitum við öll. Við eyddum öll langt um efni fram og vissulega sumir enn meira en aðrir og báru enga virðingu fyrir samfélagslegri ábyrgð sinni. Það er miður, en margur verður af aurum api! Og það hefur sannast nú sem aldrei fyrr. Ég segi fyrir mitt leiti að frammistaða Íslenskra stjórnvalda undir forystu Geirs Haarde hefur verið til fyrirmyndar og  sannarlega staðið sína plikt. En  hefur oftar en ekki legið undir afar ósanngjörnum ásökunum. Við megum þakka fyrir að eiga svona mann einsog Geir. Eða vita menn um einhverja aðra sem myndu standa sig betur?


mbl.is Leikhlé tímabært á mörkuðum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 756

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband