13.11.2008 | 12:24
Stutt saga frá kosningabaráttunni í Washington
Sæl öll aftur, loksins kemst ég af stað aftur, síðan ég skrifaði síðasta blog hefur mikið vatn runnið til sjávar. Við þessar undarlegu aðstæður sem heimurinn býr við í dag felast tækifæri, það getur ekki annað verið!
Ég reyndi af fremsta megni að fylgjast með forsetakosningunum hér frá höfuðborginni Washington og það var magnað að sjá hvaða áhrif úrslitin höfðu. Hér í DC District of Columbia sem er ekki ríki en fær að kjósa forseta fékk Obama 93% atkvæða. Minnti á gömlu Sovétríkin. Fólk skemmti sér alla nóttina, flest veitingahús voru opin framundir morgun og þegar ég kom í kaffihúsið mitt klukkan 6 um morguninn og hitti þeldökka vini mína og óskaði þeim til hamingju þá kynntu þeir stoltir fyrir mér fólk sem unnið hafði fyrir Obama. Það var enn í sæluvímu og hafði ekkert sofið um nóttina og var á leið til vinnu. Ekkert drukkin en í sæluvímu. Held líka að það sé betra að vera átríðufullur en fullur, því þá verður maður ekki þunnur, en það er annað mál.
Ég bað Oliver vin minn um einn sterkan svartan kaffi, því ég hefði líka sjálfur vakað frameftir og fylgst með úrslitunum, þá sagði hann að bragði: Svartan kaffi? Þá þarftu ekki að borga......
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.