13.11.2008 | 18:54
Gamla góða Ísland
Athyglisverð hugmynd.
Við sem munum tímana tvenna, vitum að auðlindir okkar og tekjur byggðust á úrvals hráefni, orku og landinu og fólkinu sjálfu. Þar myndast virðisauki og skapar okkur náttúrlegar auðlindir.
Sjómaðurinn fór á haf út veiddi fisk og seldi. Sá sem keypti flakaði og seldi flök, sá næsti keypti rest og framleiddi mjöl og lýsi. Síðan voru afurðirna fluttar út og tekjurnar skiluðu sér til samfélagsins. Ekki mjög flókið og allir fengu sitt.
Síðan hófst tímabil fjárhættuleikjanna. Margir skildu hreinlega ekkert hvað var að gerast en allir virtust vera að græða, en enginn þurfti að vinna fyrir gróðanum. Bara gamla góða Matadorið komið á fulla ferð og taumlaus græðgin reið ekki við einteyming. Fimm spiluðu og sá sem græddi mest vann og hinir fjórir töpuðu.
Nú eru menn búnir að átta sig á því að hið taumlausa frelsi gekk ekki upp. Þegar heimurinn allur aflétti svokallað reglugerðafár fjármálaheimsins, fór allt úr skorðum. Greenspan hinn merki Seðalbankastjóri Bandaríkjanna viðurkenndi það fyrir þingmannanefnd fyrir skömmu að hann hefði sannarlega trúað því að markaðurinn gæti alltaf jafnað sig sjálfur. Það þyrfti ekki að stýra honum.
Hið gagnstæða kom í ljós. Nú stöndum við frammi fyrir nýjum tímum. Þurfum að finna upp hjólið, enn eina ferðina og búa til samfélag á nýjum forsendum. Gömlu kerfin, kommúnisminn og kapítalisminn gengu ekki upp. Bæði kerfi höfðu takmarkaðan líftíma einsog allt sem lifir, það deyr.
Þessa hugmynd sem Robert bendir á, er sannarlega vert að skoða. En hún byggist á því að fólkið í landinu sé reiðubúið til þess að axla þá ábyrgð og vinnu sem í henni, hugmyndinni, felst.
Það er líka mikilvægt, sem hann segir og skiptir kannski mestu máli fyrir okkur öll, en það er að við munum LIFA áfram hvað sem á gengur. Að minnsta kosti þar til við deyjum. Það er nefnilega þannig sem alltof oft gleymist, að það erum við, mannfólkið, sem á að stjórna peningunum en ekki láta þá stjórna okkur.
Frelsið er enn fín hugmynd,en það þarf að hafa eftirlit með því, einsog maðurinn sagði!
Það eina sem skiptir máli í lífinu, er lífið sjálft. Restina getum við keypt!
Gætum hæglega sleppt IMF-láni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Facebook
Um bloggið
Baldvin Jónsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið djöfull er ég sammála þér. Back to basic er það besta sem getur gerst á Íslandi. Fólk þarf ekki tvo Hömmera, flatskjái í öll herbergi og kampavín og kavíar í hvert mál. Kannski enduruppgvötum við hvort annað og grunngildi þessarar þjóðar. Við getum verið sjálfsnægta og vel það. Enginn þarf að svelta, börnin okkar geta fengið gott uppeldi, góða menntun og bjarta framtíð í fallegu landi.
Jón (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 19:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.