Afurðir sem þegar eru seldar

 Þær afurðir frá Íslandi sem nú eru seldar í WFM, eru auk lambakjöts, sem einungis enn sem komið er, selt í sláturtíð á haustin: Skyr, fjórar bragðtegundir, vanilla, bláberja, jarðarberja og hreint. Þá eru seldir ostarnir Höfðingi og Stóri Dímon en aðeins í 34 verslunum, smjör í 250 gr. pakkningum, saltað og ósaltað. Þá hefur WFM einnig keypt smjör í stærri einingum, sem  notaðar eru í bakarí fyrirtækisins og í eldhús sem framleiða tilbúna rétti. Einnig  er selt súkkulaði frá Nóa, fjórar tegundir árið um kring sem og páskaegg og jólakonfekt. Hvað lambakjötið varðar hefur verið unnið að því að selja einnig fryst kjöt árið um kring til veitingahúsa og er nú komið að því að dreifingarfyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu á því sviði er tilbúið til að skoða þann möguleika.Auk þessa hefur tekist að selja  ferskan fisk, línufisk og eldisfisk og er hann einnig seldur undir merkjum Sustainable Iceland og hefur fiskveiðistjórnunarkerfi landsins verið kynnt fyrir starfsmönnum verslananna. Áform hefur í samvinnu við fiskvinnslufyrirtækið Fiskval sem er hluti af Icelandic, Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefur lagt grunn að markaðsstarfi og gert markaðstilraunir til að selja íslenskan fisk beint til neytenda sem tekist hefur vel. Nú stendur til að hefja öfluga sókn á þessum markaði og verður hafist handa við það fyrri hluta árs 2009. Byggist sú markaðssókn á því að fiskurinn verði vottaður frá sjómanni til neytanda með sérstökum hætti og verður þetta í fyrsta sinn í veröldinni sem það verður gert. Í tengslum við það þróunarstarf, sem gert er ráð fyrir að taki um 9-12 mánuði, verður lögð sérstök áhersla á fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands, lög um stjórnun veiða, sem tók gildi árið 1983 og er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Þá verður auk þess kynnt nýtt umhverfismerki sem Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur staðfest.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 880

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 44
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband