Færsluflokkur: Matur og drykkur

Tim Russert, Meet the Press

Í gær barst sú harmafregn að hinn frábæri sjóvarpsmaður og pólitískur ritstjóri NBC sjónvarpsstöðvarinnar, með aðsetur  hér í Washington hafi látist aðeins 58 ára að aldri. Þátturinn hans Meet The Press er örugglega einn besti stjórnmálaskýringaþáttur hér og nýtur mikilla vinsælda. Þátturinn hefur verið á dagskrá á sunnudagsmorgnum og hafa áhugamenn um stjórnmál fylgst með þættinum af athygli enda var Tim þekktur fyrir vel valdar beinskeyttar spurningar og þarna sá maður spegilmynd þess sem gerist í stjórmálunum landsins.

Það var athyglisvert að sjá hvernig stóru sjónvarpsstöðvarnar hér fjölluð um andlátið í gær. Það var gott dæmi um gagnkvæma virðingu fjölmiðlamanna fyrir hver öðrum að veita aðalfréttamanni NBC Tom Brokow tækifæri til að segja fyrstur fréttina af andlátinu. Það vissu allir af þessum hörmulega atburði en freistuðust ekki til að verða fyrstir með fréttina. Í kvöldþætti Larry King í gær var svo fjallað um fjölmiðlun almenn, þáttinn Meet The Press og það vinnuálag sem hvílir á mönnum sem standa við stjórnvölinn á stóru miðlunum. Þar hefur starfsmönnum verið fækkað verulega á síðustu misserum, það veldur svo bara enn auknu álagi. Tim hafði komið frá Ítalíu, þar sem hann var  í útskriftarferð sonar síns með fjölskyldunni í nokkra daga. Kom til Washington eftir 10 klst. flug og 6 klukkustunda tímamun,  seint á fimmtudagskvöld. Var kominn til vinnu kl. 6 um morguninn í gær til að undirbúa þáttinn á morgun. Hafði tekið eitt viðtal og var við fulla vinnu þegar hann lést eftir hjartaáfall.

Ég veit um marga vini mína heima sem voru miklir aðdaendur þáttarins og Tims. Það má meira að segja sjá ýmsa takta hans og útfærslu sjónvarpsþáttanna heima sem minna á hans góða fyrirkomulag og stíl. Við sem höfðum mikið dálæti á honum munum sakna hans. Það er nú einusinni þannig þegar maður horfir reglulega á sama  sjónvarpsfólkið þá verða það einskonar vinir manns. Hvort sem því  líkar það betur eða verr. En þannig var Tim, hann var svona vinur sem var ávallt velkominn heim í stofu á sunnudagsmorgnum.

Tim skrifaði nokkrar góðar bækur og hafði mikið dálæti á fjölskyldu sinni. Ég las eina af bókum hans um daginn "Wisdom of Our Fathers" frábær bók og er núna að lesa bókina "Big Russ and Me" þar sem hann fjallar um föður sinn sem hann mat mikils. En gamli maðurinn sér nú á eftir syni sínum um þessa helgi sem hér er tileinkuð feðrum landsins "Fathers Day.

Það eiga margir eftir að sakna þessa mikla góða fréttamans það eitt er víst. Þeir sem hafa einhvern snefil af áhuga fyrir fréttamennsku og vilja vita meir um þennan merka blaðamann ættu að leita hann uppi á leitarvélum og finna þar ótrúlega mikið af spennandi efni um frábæran mann.Blessuð sé minning hans.


Tómatar

Ein aðalfréttin hér í henni Amreíku hefur verið þessi óhugnanlega staðreynd að fundist hefur salmonella í tómötum. Þetta er auðvitað mjög alvarleg staða fyrir bændur sem og veitngahús og verslanir. Í dag heimsótti ég nokkrar búðir sem ég geri reglulega vegna starfsins og það var ömurlegt hljóð í kaupmönnum. Það er því miður að verða alltof algengt að matvæli séu tekin af markaði hér í Bandaríkjunumm vegna sjúkdómahaættu.

Menn sjá hér reglulega nautakjöt sem er mengað eða sýkt, barnamat, blý í leikföngum og annað í þessum dúr.Afurðir sem eru hiklaust tekanr af markaði með öllum .eim gríðarlega kostnaði sem því fylgir. Fólk veikist, sumt svo alvarlega að það hreinlega lætur lífið vegna matareitrunar. Þetta er  ekki bara að gerast hér þetta er líka að gerast í Evrópu og Asíu. Hvernig ætli standi á þessu. Langflestir gera sér grein fyrir því að á síðustu áratugum og  árum hefur krafan um ódýr matvæli aukist. Allt á kostnað gæðanna. Skítt með gæðin bara verðið skiptir máli.

Fyrir bragðið er meira hent í súginn af matvælum í hinum vestræna heimi en nokkru sinni fyrr vegna þess að fólk ber ekki lengur nokkra  virðingu fyrir matnum. Það er talið að um 30 % matvæla sem keypt eru inná heimili hér einsog á Íslandi sem fer í súginn. Það eru mikll matur og fjármunir í sveltandi heimi þróunarlandanna. Þetta er ekki í lagi.

Ég tók eftir því  í matvælaumræðunni heima um daginn að menn tala frekar fjálglega um mat. Sá setningar einsog ég hef nú oft borðað kjúkling í þessu og hinu landinu og aldrei veikst. Svo tala menn um að það sé ekki hægt að bjóða fólki uppá að heimila ekki innflutning á matvælum. Það á bara að lækka verðið hvað sem það kostar.

Hvað með gamla góða metnaðinn okkar. Hvað með stoltið okkar yfir ströngu matvælaeftirliti á okkar eigin afurðum. Bændur sem ætíð hafa haft gæðamálin í hæstu hæðum. Gætt velferðar dýranna og landgæðanna  og sem betur fer landfræðilega ekki þurft að nota eiturefni við framleiðsluna. Aldrei notað vaxtarhormóna né skaðleg aðskotaefni við búskapinn. Hvað með sjómennina sem sífellt hafa bætt meðferð fisksins um borð í skipum og bátum og fiskvinnslufólkið sem unnið hefur að alúð við að tryggja sem mestu mögulegu gæði fisksins sem kemur úr sameiginlegri auðlind landsmanna og ná þannig fram meiri verðmætum.

Nei þetta virðist ekki skipta neinu máli lengur. Skulum bara vera einsog allir hinir. Taka við reglugerðarbáknum frá risaþjóðunum vera alveg undir þær komin og missa allan metnað fyrir að vera þjóð, já jafnvel stórþjóð í meðferð matvæla þrátt fyrir fámennið. Það er gríðarlega mikils virði fyrir okkur að eiga og standa vörð um okkar matvælaframleiðslu. Tryggja það að við séum alveg örugglega sjálfbær við að geta framfleitt okkur ef á þyrfti að halda. Veit til dæmis ekki hversu miklar matarbyrgðir eru til í landinu og hversu lengi þær myndu duga ef það ástand myndi skapast að við fengjum ekki matvæli annarsstaðar frá. Sýnum nú forfeðrum okkar þá virðingu að slá skjaldborg um okkar sjómenn og bændur. Ég finn það alltaf betur og betur búandi hér í landi tækifæranna hversu mikils við erum metin sem matvælaþjóð. Það er eftir því tekið sem við gerum og hvernig við vinnum. Í því felast mikil ómetanleg verðmæti.

Til hvers að vera að taka áhættu um að smit berist  til landsins? Það hlýtur að mæta skilningi meðal þeirra þjóða sem sífellt eiga við meiri og meiri vandræði að glíma við varðandi  matvælasjúkdóma. Þær hljóta að skilja að það er jafnmikilvægt fyrir þær og okkur að það verði að minnsta kosti til eitt land í Evrópu þar sem sjúkdómar í matvælum eru ekki til staðar. Á ekkert að taka tillit til fólks einsog Margrétar Guðnadóttur og Haraldar Briem vísindamanna sem njóta virðingar um allan heim í smitsjúkdómum. Er þekking þessa fólks minna virði en heilsufar heillar þjóðar.

Eftirspurnin eftir fiski á einungis eftir að aukast í veröldinni það eitt er víst. Bæði er það þörfin fyrir aukið prótein, fólksfjölgun og gæða mat sem mun hafa áhrif þar á sem og þá óvéfengjanlegu staðreynd að fiskur víða um heimsins höf  er í útrýmingarhættu vegna ofveiða. Kannski á það svo eftir að verða enn stærra vandamál í framtíðinni ef hitastig sjávar á eftir að hækka. Hver veit um áhrifin af því? Við íslendingar berum því mikla ábyrgð í þessum efnum. Við berum ábyrgð á því að varðveita okkar náttúru, landið og miðin sem og tungu og þjóð. Það er sú ábyrgð sem við berum gagnvart umheiminum. Ekki bara gagnvart okkur sjálfum. Við berum líka ábyrgð  á því  að fólk í öðrum heimshlutum geti fengið fisk og næringarríkt sjávarfang. Þessvegna förum við vel með fiskimiðin, fyrir okkur sjálf sem borðum örfá prósent af fiskinum og hitt fer til viðskiptavina okkar til annarra landa sem hafa verið og munum áfram verða tilbúnir til að greiða okkur sanngjarnt verð fyrir mikil gæði.

Ég var einmitt að hugsa það um daginn hvað maður saknar nú að mörguleiti afganga matnum hennar Mömmu. Hún bjó til fína brauðsúpu, plokkfisk, fiskisúpur, biximat, gúllas og allavega rétti úr afgöngum. Ég man ekki til þess að hún hafi nokkrusinni hent mat í ruslið. Hún nýtti allt og alltaf bjó hún til góðan mat. Engu hent. Ef fólk héldi nú áfram að kaupa bara þann mat sem það ætlar að borða þá sparast 30% af penginum til matarinnkkaupa. Er nú ekki rétt að okkar fínu fjölmiðlar fari nú að fjalla um og fræða fólk um gæði matvæla, nýtingu og meðferð í stað þess að tala alltaf um lægra og lægra verð og enda með því að við getum öll heima á Íslandi staðið frammi fyrir samskonar vandamálum og þjóðirnar í kringum okkur. Eiga stöðugt á hættu að matvælin auki líkur á sjúkdómum sem við getum forðast. Ég bara velti þessu svona fyrir mér? En samt all í góðu.

Er nú orðinn svangur eftir þetta spjall og er á leið í 10 ára afmæli veitingahússins DC Coast sem býður til mikillar hátíðar í kvöld með mat og drykk í tilefni dagsins. það eru einnmitt mínir bestu vinir hér í borginni sem eiga þenna stað og fjóra aðrar og ég vona að maður hitti þarna fullt af fólki úr bransanum. Ef það verða tómatar á boðstólum þá held ég að ég sleppi þeim í þetta sinn!

Ps. Ættum kannksi að kanna hvort tómatarnir okkar gætu orðið útflutningsafurð? Allavega eru þeir nógu góðir til þess. En það er samt meira spennandi að reyna að finna þeim markað á þeirra eigin forsendum, tómötunum,  frekar en skefilegum vandræðum annarra.

 


Lakers og ljósin

Í gærkvöld horfði ég á leik Lakers og Boston í körfunni. Þetta var fyrsti leikur liðanna í Los Angeles og eftir tveggja leikja tap Lakers í Boston átti maður nú von á að Kobe og félagar sýndu sitt rétta andlit.  Allar Hollywood stjörnunar mættar og mikið um dýrðir.En það var nú öðru nær.  Þeir voru mjög óskipulagðir, spiluðu einhæfan sóknarleik og hittu með ólíkindum illa. Þar sem ég er nú umfram allt mikill aðdáandi körfuboltans og átti meðal annars þátt í því með Dóra vini mínum og örðum Völsurum þátt í því að gera körfunni hærra undir höfði heima fyrir allmörgum árum síðan. Það tókst mjög vel og áttum við einkar skemmtilegt og gott samstarf við KR-ingana sem voru óvinir okkar á vellinum en vinir utan hans einsog góðir íþróttamenn eiga að vera. Það voru skemmtilegir tímar.

Hér er karfan þannig skipulögð að tryggt er jafnræði með liðunum þannig að íþróttin er höfð að leiðarljósi og er þetta fyrirkomulag NBA ( National Baskeball Assossiation) til mikillar fyrirmyndar. Maður verður fyrst og fremst aðdáandi leiksins og eignast svo sín lið. Ég man þegar ég bjó hér fyrir árum síðan þá hélt ég nú oftast með Boston. Nú síðan ég flutti hingað til Washington þá auðvitað hélt ég með Wizards. En nú hafði ég lofað Bjössa mínum sem býr í Los Angeles að halda með Lakers, sem er hans lið ef þessi lið lékju til úrslita Þannig að ég stend með þeim fram í rauðan dauðann.

Talandi um Bjössa þá var hann  listrænn stjórnandi auglýsingar sem frumsýnd var í leikjum Boston og Lakers og sá ég hana í fyrsta sinn í gær. Þetta er auglýsing frá sjóhernum sem tekin var í Suður Kaliforníu og var mjög fín. Gaman að sjá hvað "litli" strákurinn hans pabba er að gera fína hluti. En aftur að leiknum hann var mjög leiðinlegur og ég er ekki viss um að Lakers hafi þetta. En ef eitthvert lið getur hafið sig uppúr 2-1 tapi þá held ég að það séu þeir. maður sér bara til. Næsti leikur verður í LA annað kvöld. Ef þeir, Lakers, vinna hann þá getur allt gerst.

Það sem aftur á móti var hreint augnakonfekt voru gríðarlegar eldingar á himni, hér yfir Höfuðborginni í um það bil þrjár klukkustundir í gær eða frá kl. 21 - 22:30  eða nánast allan leikinn. Það sem var svo merkilegt við þessar eldingar var að það var til þess að gera nokkuð bjart yfir himni. Ekki svo mjög  skýjað en skýinn svettu úr sér hrikalegri rigninu svona í skömmtum. Ljósadýrðin í Hollywood (meina í Ármúlanum) og svo í Broadway (í Möddinni) hjá honum Óla Lauf voru bara hjómið eitt miðað við þessa ljósadýrð og  magnaða krafti sem býr í náttúrunni. Maður verður nú ósköp lítill karl við svona sjónarspil náttúruaflanna. Finnur fyrir smæð sinni.

Það var líka alveg kominn tími til að þessar þrumur og eldingar kæmu með mátulegri rigningu. Hitinn hér hefur verið allt að því óbærilegur í fjóra daga. Veðrið þetta á bilinu 35 - 39 stig og það er ekki gott. Þegar hitinn fer yfir líkamshita þá  getur manni liðið illa. En kaninn kann að setja upp gott loftkælikerfi og öll söfnin hér í Borginni  verslunarmiðstövar koma sér vel á svona hita tímum ekki síður en þegar kuldinn brestur á.  Þar fyllist allt af fólki. En þetta varð til þess að hitinn er nú kominn niður fyrir 30 stig og það er bara ágætt. Mætti samt alveg kólna aðeins meir. En maður bara bíður og vonar.

 


Hitinn í dag

Það var mjög óþægilegt að koma útúr húsi í morgun. HItinn strax um klukkan 6 var kominn í 28 gráður og spáð er 37 stiga hita í dag. Hér eru fjölmiðlar í stellingum og vara fólk við að vera ekki of mikið úti við. Það er talið vera mjög hættulegt fyrir eldra fólk að vera úti í svona veðri og líka fyrir fólk sem er með öndunarsjúkdóma. Hér á A Ströndinni munu verða settar upp kælistöðvar fyrir fólk um borgir og bæi. Það veitir víst ekki af.

Hér mæla menn gæði loftsins það er að segja rakastig og mengun og er hættustigið nú yfir meðalagi. Spáin er svona allavega til miðvikudags en þetta byrjaði í gær, sunnudag, eftir miklar eldingar og þrumuveður á laugardaskvöldið sem var mikið sjónarspil og magnaðar eldingar lýstu upp hininhvolfið. Stórkostleg sjón að sjá þessa gríðarlegu orku leysast úr læðingi.

Já þetta verður ekkert sérstakur dagur menn verða helst að halda sig innan dyra. Þetta er því enn ein staðfesting þess að veðrið á Íslandi er líklega það besta í veröldinni. Aldrei of heitt og sjaldan of kalt.....................:-)


Toronto

Að loknum fundi með árangursríkum og góðum fundi með  Whole Foods síðastliðinn þriðjudag sem sagt er frá hér í blogginu á undan var förinni heitið til Toronto. Félagar mínir héðan flugu til baka til Washington. Það er 3ja tíma munur á Los Angeles yfir sumarmánuðina og var ég því ekki kominn á leiðarenda fyrr en um miðnætti.

Á miðvikudaginn að lokinni vinnu á hótelinu, svara pósti og skipuleggja næstu vikur sem og draga saman niðurstöðu fundarins í LA þá tók ég mig til og gekk um borgina og heimsótti staði í borginni sem mér eru kærir. Við bjuggum í borginni fyrir mörgum árum síðan og þetta var því kærkomið tækifæri til að riðfja upp gamlar góðar minningar.  Ég er nú sannfærður um að dvöl okkar í borginni á sínum tima hafði mikil áhrif á mitt líf og ævistarf.

Það var mikil lífsreynsla að búa í Toronto á hippaárunum. Það var mikil gróska í borginni. Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem bjuggu þar til að forðast stríðið í Víetnam og ef ég man rétt voru um 60-70% borgarbúa af fyrstu kynslóð innflytjenda. Það var margs að minnast, mikilla erfiðleika og takast á við þá án þess að bugast. Ég á því borginni mikið að þakka og mun líklega segja betur frá reynslu okkar og magnaðri upplifun þar  í ævisögu minni.

Á miðvikudagskvöldið var meðlimum Iceland Naturally boðið í mat á lítið huggulegt veitingahús rétt við hótelið. En Iceland Naturally er samstarfsverkefni Ríkisins og fyrirtækja sem selja íslenskar vörur og tengdar vörur á Bandaríkjamarkað. Sjálfur fundurinn fór svo fram á fimmtudeginum þar sem aðildarfyrirtækin kynntu verkefni sín og markmið og einnig lagði Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum ýmislegt til málanna og tók þátt í umræðum. Að lokinni þeirri kynningu skiptust svo fulltrúar fyrirtækjanna  á skoðunum og lögðu fram tillögur um hvernig  best sé að ná fram sem mestum árangri fyrir heildina.

Nú er komin ný stjórn í verkefnið sem verður spennandi að vinna með og mjög ánægjulegt að hitta fulltrúa fyrirtækjanna sem  hafa það að sameiginlega markmið að auka hróður Íslands. Margar góðar hugmyndir koma ávallt fram á þessum fundum og aldrei verið mikilvægara í mínum huga en einmitt nú að stilla saman strengi og nýta fjármuni sem allra best.

Það var því afar ánægjulegt að sitja þennan fund og hlusta á og skiptast á skoðunum. Næsti fundur meðlima var svo ákveðinn í haust þar sem lögð verður fram aðgerðaráætlun ársins 2009. Flestir voru sammála um að stefna skuli að færri en stærri viðburðum á þeim svæðum sem eru líkleg til árangurs. Þá var einnig rætt með hvaða hætti fyrirtæki og IN dreifa upplýsingum til hvers annars. 

Að loknum fundi náði ég svo flugi til Washington og kom þangað um kl. 9 að kvöldi. Það er óhætt að segja að vikan hafi verið viðburðarrík en ansi erfið. Til að ná svo öllum endum saman og gera upp kostnaðarliði og áætlun næstu vikna þá náði ég því að mestu leiti um helgina.


Þá er það Kalifornía

Einsog ég sagði í síðasta blogi þá fór ég til Los Angeles í síðustu viku til fundar við yfirmenn Whole Foods Markets. Þeir eiga og reka 25 verslanir í suðurhluta fylkisins og 24 í norðurhlutanum. Við höfum verið þar með lambakjöt í litlu mæli síðustu ár og höfum einnig kynnt saltfisk enda mikið um S Ameríkufólk sem býr á þessu landssvæði.

Nú var rætt um með hvaða hætti við getum komið afurðum íslenskra bænda  og sjómanna til Kaliforníu og boðið þær til sölu þar, með sama hætti og við gerum hér á NA ströndinni frá (Innan tíðar) Florida alveg norðureftir að landamærum Kanada.

Afurðirnar sem þeir eru spenntir fyrir eru Skyr, fjórar bragðtegundir, ostarnir Höfðingi og Stóri Dímon, smjör salatað og ósaltað, suðusúkkulaði frá Noa með 33%, 45%, 56% og 70% kakó hlutfalli. Þá eru þeir mjög spenntir fyrir saltfisknum og vilja byrja með hann aftur sem og ferskan fisk jafnt línufisk semog eldisfisk. Þá hafa þeir sýnt þvi áhuga að fá frystan fisk til notkunar í tilbúna rétti sem eru í boði í búðunum reyndar sú deild sem hefur farið hvað mest vaxandi.  Þar höfum við gert tilraunir með íslenska fiksisúpur, laxasúpuna hans Sigga Hall og plokkfisk sem virkaði vel og því vilja menn nú halda áfram því verkenfi.

Það sem við stöndum nú frammi fyrir og höfum verið að skoða með Icelandair Cargo uppá síðkastið er að flytja afurðirnar ferskar frá Kennedy flugvelli í New York til Kaliforniu. Það sem er aðalvandamálið er að afurðirnar hafa ekki langt geymsluþol. Eitt mikilvægt atriði sem við þurfum að hafa í huga við svona flutninga er að gæta þess að hitastig sé jafnt allt flutningsferlið til að afurðirnar skemmist ekki og haldi hámarks geymsluþoli. Við höfum verið í viðræðum við trukka fyrirtæki. Þeir aka á svokölluðum Team Trucks (skipt reglulega um bílstjóra) frá austruströndinni til vesturstrandarinnar á ca. 4 sólarhringum og þar með getur hitastigði verið stöðugt.

Síðan höfum við rætt við flugfélög en þar er vandinn sá að vörur þurfa að vera komnar að vélunum allnokkrum tíma fyrir brottför. Það er hættulegt því hitastigði í NY getur auðveldlega farið í 30 stig á sumrin og langt fyrir neðan frostmark á veturna. Auk þess eru miklir óvissutímar í flugi í heiminum í dag.Þá höfum við skoðað lestarnar en þær virðast vera mjög dýr kostur. Allavega erum við að skoða þetta og nú í samvinnu við búðirnar og erum að reyna að finna bestu leiðina.

Sumir myndu segja hversvegna alla þessa vinnu við að koma afurðum okkar alla leið til vestur strandarinnar? Hvarsvegna ekki bara fara í aðrar búðir hér á austurströndinni? Það er auðvitað sanngjörn spurning. En því má ekki gleyma að WFM eru án nokkurs vafa einar allra bestu matvöruverslanir hér í Bandaríkjunum. Um það held ég að menn deili ekki. Þeir hafa auk þess sýnt okkar afurðum og framleiðendum heima mikla tryggð og staðið í því með okkur að komast í gegnum allt skriffinnskubáknið sem hér er. Þróað bestu leiðirnar til að koma afurðunum í verslanir og eru afar stoltir af því að vera einir með íslenskar landbúnaðarafurðir í boði hér í þessu landi.

Þessvegna hafa þeir sagt á forsíðu bæklings sem nú er dreift í verslunum þar sem við gerum kynningar " Whole Foods Markets is proud to present ICELAND, pure food naturally" Eða semasagt segjast vera stoltir af Íslandi og náttúrulegum afurðum þess. Það er meðal annars auglýsing í bæklingnum frá Icelandair og vakin athygli viðskiptavina búðanna á ferðamöguleikum á Íslandi Ég átlít þetta einhverja mestu viðurkenningu sem okkar bændum og sjómönnum hefur verið sýnd af jafnáhrifamiklu fyrirtæki og WFM eru þegar komið er að umhverfismálum, hreinum, hollum matvælum framleiddum á sjálfbæran hátt á litlum fjölskyldubúum. Veit ekki til þess að þeir hafi sýnt nokkurri þjóð neitt sambærilegan virðingarvott.

Í þessu sanmstarfi hafa því WFM sýnt okkur mikla tryggð, stuðning sem og þolinmæði og gert okkur kleift að kynna afurðir okkar á besta og skynsamlegasta hátt með sem minnstum tilkostnaði. Salan á öllum okkar afurðum eykst stöðugt og framundan er mikil kynning á landbúnaði  og sjávarútvegi á næstu mánuðum. Kynning sem á sér enga fyrirmynd er algert hugarsmíð þeirra og okkar og kæmi mér ekki á óvart að muni vekja mikla athygli.

Þá má ekki gleyma því, sem ég hef áður sagt hér, en það er að vegna þess að þeir einir selja okkar afuðir þá tekst okkur að halda uppi verði á flestum vörum sem er talsvert hærra en samkeppnisaðilanna. Þær verslanir hér sem eru þeirra helstu keppinautar leggja aðaláherslu á að þær séu ódýrari. En Whole Foods hefur fengið á sig orð fyrir að vera dýr búð og stundum kallaðir Whole Dollar. Ef við færum, á þessu stigi markaðssetningarinnar, í aðrar búðir myndum við verða að lækka verðin og þá til þeirra líka og þá er ég hræddur um að menn myndu kvarta. Við erum nú ekki í nema 1/3 verslana þeirra og eigum samkvæmt því eftir að komast í 200 búðir en samtals eiga þeir og reka um 300 verslanir víðsvegar um Bandaríkin.

Ég er því á þeirri skoðun að við eigum að halda áfram á þeirri braut sem við erum nú á. Magn afurða eykst jafnt og þétt. Það er alveg ljóst að afurðir okkar vekja meiri og meiri athygli og með auknu samstarfi við fleiri framleiðendur og þjónustufyrirtæki á Íslandi er ekkert sem bendir til annars en að þetta sé spennandi markaður sem ég tel vera Íslandi til sóma. Við munum aldrei brauðfæða alheiminn. Það er bara óraunhæft. Við eigum því áfram að leggja áherlsu á gæðin umfram magnið. Í því felast okkar tækifæri. Að selja lítið fyrir mikið í stað þess að selja mikið fyrir lítið. Þar lenda menn í óvæginni verðsamkeppni þar sem allir tapa að lokum.

Við skulum átta okkur á því  að smjörið okkar er að mati innkaupastjóra búðanna álitið vera "besta" smjör í heimi. Það er hiklaust borið saman við Kerrygold frá Írlandi sem hingað til hefur verið álitið besta smjörið. Írarnir leggja til hundruðmilljónir króna til markassetningar enda framleiða þeir mikið og eru mjög áberandi í sælkerabransanum. Við höfum enga slíka fjármuni en erum samt að selja álíka mikið og þeir þar sem bæði smjörin fást. Það segir okkur þó nokkuð.

Við höfum lagt áherslu á að orðsporið selji afurðir okkar. Við gerum það vegna þess að ég er viss um að til lengri tíma litið þá er það besta leiðin inná svona flókinn markað. Að gefa fólki að smakka matinn okkar og heyra það segja Váááa er góð tilfinning. Það að sjá svo fólkið fara beint í hilluna og kaupa matinn er líka spennandi en þegar það kaupir svo matinn okkar aftur og aftur þá erum við komin á rétta braut. Mér finnst það eiga vel við þegar þeir kalla þessa tegund markaðssetningar "Word of Mouth Marketing"

Við erum því að ná þeim árangri sem að var stefnt. Við erum komin á kortið en eigum samt enn eftir að fylgja verkefninu eftir og vonandi tekst á næstu 3-5 árum að tryggja íslenskum afurðum traustan sess í heimi sælkeranna. Og þar með um leið að stuðla að því að landið verði viðurkenntifyrir góðan mat, spennandi ferðir til landsins og að ímynd okkar haldi áfram að vera jafn góð og hún í raun er.


Virgin America

Jæja loksins kemst maður aftur í gang á bloginu. Búin að vera mjög löng og ströng vika þó ég segi nú ekki meir. Síðasta mánudag fór ég til Los Angels á fund með Whole Foods einsog ég kem svo að í næsta blogi.

Þa'ð var svosem ekki í frásögur færandi að fara til LA. En ég er búinn að fara þangað nokkrum sinnum undanfarin tvö ár. Fyrst flaug ég með South West og var mjög ánægður með þá. Verðin sérlega hagstæð, þjónustan svona einsog við er að búast hjá lágfargjalda flugfélagi.

Því næst tók ég ástfóstri við JetBlue sem ég hef reynt að nota vegna ótrúlegra verða sem þeir hafa boðið innan lands hér og hafa verið að bjóða verð í fimm tíma flug til LA fyrir um $ 149 aðra leiðina sem er alveg einstakt. Þeir hafa líka hækkað þjónustu stig sitt miðaða við önnur læagfargjaldafélög til dæmis með því að bjóða afþreyjingarefni á skjám. lengra bil á milli sæta og hægt að bóka sig á netinu og velja sér sæti.

En svo frétti ég af Virgin America. Reyndar ætíð verið mjög hrifinn af karlinum Richard Branson og uppátækjum hans. Kynntisthonum aðeins þegar ég fór út að borða með honum og Peter Stringfellow í London hér um árið. Hann stofnaði auðvitað Virgin veldið sem allir þekkja. Hann stofnaði innan veldisins Virgin Atlantic og vildi koma sér á samkeppninsmarkaðinn hér í innanlands fluginu. Fékk ekki leyfi hér sem erlent flugfélag og stofnaði hann þá Virgin America. Nú er það að verða nokkuð áberandi á flugmarkaðnum þrátt fyrir að þeir séu rétt að byrja.

Þegar maður kom um borð í vélina þá var dregið fyrir alla glugga og rauð ljóst í lofti og blá yfir sætaröðunum. Var mjög framandi en gaman að að sjá hvað hægt er að gera skemmtilega hluti á einfaldan hátt. Síðan eru sætin mjög þægileg úr leðri, frábært efni á nokkuð bærilega stórum skjá, gott sætarými og mjög gott viðmót flugþjóna og flumanna sem tóku á móti öllum farþegum.

Einkennisbúningarnir voru líka sérlega smekklegir og fóru öllum vel.

En sama sagan hjá þeim og öðrum sambærilegum flugfélögum þá er maturinn af skornum skammti. En hann má finna á skjánnum í vélinni aðallega léttar samlokur og grænmeti. Farþegar geta pantað sér það sem þeir vilja, borgað með korti á skjánnum og maturinn eða snakkið kemur innan örfárra mínútna.. Ég talaði við einn flugþjóninn og hann sagði mér að þeir hefðu ekki orðið varir við að farþegar kvörtuðu yfir að fá ekki "góða" mat um borð, þrátt fyrir að flugið tæki rúma 5 klst.

Síðan var ma sýnt myndband í vélinni þar sem Branson sjálfur er í viðtali við sjónvarpsstöð hér. Þar sagði hann frá því vhernig hönum hefði hugkvæmst þessi hugmynd af innréttingum vélanna og svo framvegis. Mjög fróðlegt og karlinn er auðvitað einn af mestu markaðssnillingum okkar kynslóðar.

Nú hafa þeir verið, þrátt fyrir það ömurlega ástand sem olíuverðið er að hafa á okkur öll, að bjóða fargjöld til LA frá Washington fyrir $ 189 aðra leiðina en það er um $ 30 hækkun síðan fyirr viku síðan. Þá finnst mér líka mjög þægilegt að nota heimsíður JetBlue og Virgin America. Ég get því alveg mælt með JetBlue og Virgin þegar þið ferðist með Icelandair hingað vestur og ætlið í frekari ferðalög hér innanlands.

Mátti til með deila þessari upplifun með ykkur.


Jarðskjálftinn

Vegna jarðskjálftans á Suðurlandi hefur fjöldi fólks sent mér póst og kveðjur. Það hefur nokkuð verið fjallað um þennan hörmulega atburð hér fyrir vestan og fólk hefur verið að sýna hluttekningu. Hitti í gærkvöld nokkra af helstu matreiðlsumeisturum borgarinnar sem komu saman til myndatöku vegna kynninga sem fram fara á næstunni. Sumir þeirra hafa komið heim til Íslands og meðal annars heimsótt suðurland, Hveragerði og Selfoss.

Þá hafa verslanir Whole Food og starfsmenn þeirra sent mér bréf og meðal annars sendi aðsoðarforstjórinn hér á þessu svæði eftirfarandi kveðju: "What horrible news. Please let us know if there is any support we can offer. Hope your friends and family is safe and sound." Daginn eftir komu svo fréttir frá MS á Selfossi þar sem skyrið er framleitt, um að stöðin gæti ekki, vegna skjálftans, sent nema um helming af því magni af skyri sem hafði verið pantað. Skyldu menn það afar vel.

Þetta sýnir hvað Bandaríkjamenn er vel meðvitaðir um ástand sem getur skapast við náttúruhamfarir sem þessar. Þeir  leggja líklega mest fjármagn  allra þjóða  til hjálparstarfa og mannúðarmála. Ekki bara að stjórnvöld leggji fram fjármuni heldur er almenningur líkas vel innstylltur á að hjálpa þeim sem á þurfa að halda. Hinn almenni Bandaríkjamaður leggur úr eigin vasa meira af mörkum til svona mála en stjórnvöld sjálf. Þetta er hluti af þeirri menningu sem hér ríkir og er afar ánægjulegt að finna að hér er mjög ábyrgur  samfeálgslegur þroski. Verslanir Whole Foods eru þekktar fyrir þátttöku í mannúðarmálum og umhverfisvernd. Sem dæmi má nefna að þegar stormurinn Katarina nánast lagði New Orleans í rúst þá  þurfti fryirtækið að loka tveimur af verslunum sínum þar. Þá buðu þeir sínum starfsmönnunum sem misstu vinnu, full laun í tvo mánuði og /eða fara til annarra fylkja og fá vinnu hjá þeim þar sem og ferðakostnað.

En í gærkvöld var semsagt kynning og myndataka af kokkum ársins hér í borg og báðu þeir mig um að skila kveðju til vina sina á Íslandi, sem ég geri hér með.

Næstu dagar verða mjög annasamir. Á mánudaginn fer ég til Los Angeles í Kaliforníu til fundar á þriðjudagsmorgun við yfirmenn Whole Foods á Vestur ströndinni. Þar á fyrirtækið um 60 verslanir. Þeir hafa mikinn áhuga fyrir að fá matvælin okkar til sölu í búðunum. Það er auðvitað mjög ánægjulegt og munum við kynna fyrir þeim vörulínuna sem sífellt stækkar. Um eftirmiðdaginn fer ég síðan til Toronto á fund með fyrirtækjum sem tengjast Iceland Naturally. Reikna svo með að fara þaðan heim til Íslands að loknum fundinum á fimmtudag 5 júní.

Stefni svo að því  að hitta samstarfsaðila okkar heima 6 - 8 júní og síðan koma kaupmenn frá Whole Foods heim líklega þann 9 til 11 júní til að skoða með framleiðendum nýjar afurðir og setja saman markaðsplan.

Þegar ég kem svo hingað aftur 12 júní þá verður undirbúningur Íslandsdaganna kominn á fullt skrið en þeir hefjast 24 júní með íslenskum matreiðslumeisturum í verslunum og veitingahúsum. Kokkarnir okkar að heiman munu heimsækja og gefa fólki að smakka íslenskar afurðir í  20 verslunum á þessum tíma og reiknum við með að þeir gefi um 10.000 manns að smakka matinn okkar góða. Auk þess verða fimm veitingahús hér í borginni með sérstaka íslenska matseðla með afurðum sem fást í verslunum Whole Foods.


Um flugið og fleira

Mikið var það erfitt að horfa og hlusta á fréttir að heiman í gær um þennan mikla skjálfta. En sem betur fer höfum við aðlagast náttúruöflunum og haft vit á því  að byggja hús sem þola svona náttúruhamfarir.  Það hafa margir vinir mínir hér sent mér póst og samúðarkveðjur vegna jarðskjálftans.

Svo var þessi umdeildu mótmæli vörubílstjóra við Alþingishúsið sem vöktu athygli mína. Það er einsog olíuverðið sé eitthvert sértækt íslenskt vandamál. Hér í Bandaríkjunum sem og víðast hvar um heiminn er þetta eitt alvarlegasta ástand sem upp hefur komið , mér liggur við að segja kreppa, á Vesturlöndum  í áratugi.

Hér eru allar samgöngur í uppnámi. Vörubílstjórar að niðurlotum komnir, almenningur sem þarf að aka langar leiðir til og frá vinnu eyðir nú allt að kr. 60.000 á mánuði í bensín. Það er hér mjög hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum hins alenna borgar sem er með um kr. 420.000 á mánuði. Af því fer um kr. 80.000 í skatt, 70.000 í tryggingar, 100.000 í húsnæði, 60.000 í skóla og þá er ekki mikið eftir til að leggja fyrir til elliáranna. Hér bera menn sjálfir ábyrgð á ellilífeyri sínum og heilsuþjónustu. Það aukast því áhyggjur manna hér á hverjum degi.

Flugreksturinn er líka í uppnámi. Nýjustu fréttir á NBC sjóvarpsstöðinni  í gærkvöld voru ma um  um flugfélagið US Airways. Þeir hafa nú ákveðið að hætta að bjóða fólki uppá saltstengur um borð. Nú verður bara ein vatnsflaska í boði fyrir farþega á flugi.  Fréttamðurinn Brian Williams gat nú ekki annað en bætt svo við fréttina, að eftir því sem hann vissi best myndi enn vera boðið uppá sæti í vélum félagsins! Það kom þá strax uppí huga minn að nú hefði hugtakið í fluginu "stand-by" öðlast nýja merkingu.

Þetta leiðir hugann að þróun flugsins frá þeim tíma sem það tók um 8 klukkustundir að fljúga til New York frá Íslandi. Þá var flugið munaður og lögð áhersla á hátt þjónustustig, góðan mat, glæsilegt þjónustufólk og allt gert til að gera fólki flugið bærilegt og hafa ofan fyrir fólki. Þá var líka hægt að kaupa áfegng á sérlega lágu verði tollfrjálst, sérstaklega fyrir okkur íslendinga sem ávallt höfum  þurft að kaupa áfengi á hærra verði en nokkur önnur þjóð.. Flugið var því á þeim tíma bara oft eitt gott partý. Menn reyktu og drukku eftir matinn, sungu og spjölluðu. Menn fengu sér meira að segja einn eða jafnvel fleiri drykki kl. 5-6 á morgnana fyrir flug í gömlu flugstöðinni. Þetta var svo mikil upplifun og sjaldgæft að fólk kæmist til "útlanda." Það mátti því missa af neinu.

Það er mér alveg ljóst að án Loftleiða og Flugfélags Íslands á sínum tíma væri landið ekki statt þar sem við erum nú. Þessir framsýnu menn sem hófu flug til og frá Ameríku til Evrópu með millilendingu á Íslandi voru afreksmenn. Ég hitti reglulega fólk hér í Ameríku sem á  fagrar minngar frá "hippa" tímanum og  flugu með Icelandic ( Hippie Airline) til Evrópu. Það var partur af lífstíl þess tíma. Þá kostaði  $ 189 að fljúga frá Ameríku til Luxemborgar og stundum var boðið uppá stopp á Íslandi í sólarhring fyrir $ 40 með gistingu á Hótel Loftleiðum.

Í dag er ferðatíðin frá Íslandi ótrúlega mikil þrátt fyrir að við séum aðeins um 300.000 manns. Ég held ég fari með rétt mál að nú í sumar verði boðið uppá allt að 7 flug til Bandaríkjanna og Kanada á dag suma daga. Það er meira en flug frá öllum höfuðborgum Norðurlandanna samanlagt. Þetta er auðvitað einstakt og eiga þeir sem standa fyrir svona rekstri heiður skilið fyrir þennan mikla metnað sem staðið er að, við svona erfiðan rekstur einsog flugið er í dag.

Ég vona því svo sannarlega að mönnum takist vel við  að aðlagast þessum erfiðu tímum. Geri það í sem mestri sátt við viðskiptavini sína og hafi bolmang til að rétta úr kútnum þannig að við einangrumst ekki um of í hinu harða alþjóðlega umhverfi sem við búum við í dag. Ég óska þeim velfarnaðar.

Flugrekstur  er greinilega í heimunum öllum  á tímamótum vegna þess gríðarlega og óbilgjarna olíuverðs sem við stöndum nú frammi fyrir. Hér í Bandaríkjunum eru flugfélög á hverjum degi að tilkynna um breyttar flugleiðir. Niðurfellingu á flugi, skert þjónustu stig og svo framvegis. Það flugfélag sem er talið "best" rekna flugfélag hér er South West. Það er eitt af fyrstu lágfargjalda flugfélögum hér og ef ég man rétt gerðu hin stóru hefðbundnu flugfélög stólpa grín af þeim. Þessi sömu félög sem nú eru að glíma við mikinn vanda að leigja aðstöðu hjá South West sem ehfur greinilega meiri burði til að aðlagast erfiðum tímum en flestir hinna. Þegar þeir hófu rekstur breyttu þeir mörgum af þeim hefðum sem flugið hafði þróast í. Þeir breyttu sölu farseðla, buðu fólki ekki mat aðeins drykki og snakk. Bókuðu ekki fólk í sæti heldur buðu uppá að fyrsti koma fyrstir fá. Nú er reyndar meira um það ap fólk geti bókað sig í sæti á netinu.

Fleir flugfélög hafa bættst í þennan hóp. Nú eru Jet Blue, Air Tran og Virgina America svo ég nefni dæmi, að bjóða uppá betri flugvélar, meira rými á milli sæta og sjóvarpsafþreyingu en enginn að bjóða mat. Já engan mat. Mér finnst það vera einhver tímaskekkja hjá þeim flugfélögum sem eru að bjóða uppá mat í flugi. Mannskepnan er spendýr. Okkur var líka  aldrei ætlað að vera í 10 km hæð yfir yfirborði jarðar. Líkaminn á fullt í fangi með að aðlagast þeim þrýstingi sem þar er. Hvað þá að honum sé líka ætlað að borða og ég tali nú ekki um að drekka sig fullan. Það getur bara ekki verið rétt. Ég sjálfur lærði það á þeim tíma sem ég vann fyrir Miss World í London og fór tugi ferða á ári um heim allan. Þá ákvað ég að  hætta að borða og drekka um borð í flugi. Hvað gerðist, jú mér leið miklu betur eftir flug. Líkaminn allur hressari og engin bjúg á fótum né vanlíðan. Ég hef ekki borðað í flugi í mörg ár. Fæ mér frekar að borað fyrir flug og/eða eftir flug. Nú eru líka komnir fínir veitingastaðir á flesta flugvelli og af sem áður var.

Ég var svo að sjá rannsókn sem segir að það besta til að aðlagast breyttum tímabeltum sé að fasta í nokkurn tíma fyrir flug. Það er nefnilega þannig að það tekur líkama fólks ákveðin tíma að breyta líkamsklukkunni. Hversvegna þarf fólk líka að vera að borða í flugi. Ekki er borinn fram matur í langferðabílum sem jafnvel aka í 5-7 tíma til Akureyrar. Það væri þó betra en að borða á flugi.

Svo er það hitt að það er kostnaðarsamt og kannski bara heilsuspillandi að borða mat í flugi. Get svosem ekkert sannað það en hvet fólk til að reyna að vera án matar og sjá hvort þ´ví líði ekki betur eftir flug. Maturinn á sínum tíma var því hluti af þeirri afþreyjingu sem farþegum var boðið uppá en ekki af einhverri nauðsyn. Það eru 6 klukkutímar frá hádegi til kvölds þar sem flestir borða.  Er það eittvhað öðruvísi þegar fólk flýgur?Nú eru breyttir tímar og Icealndair bíður nú uppá fínt afþreyjingrfefni í vélum félagsins góð sæti og að mér skilst meira rými á milli sæta.

Við viðskiptavinir félagsins hljótum að leggja mesta áherslu á það að fá enn að ferðast til og frá landinu á sem hagstæðasta verði og taka þátt í því að bregðast við þeim erfiðleikum sem samgöngur almennt glíma við um þessar mundir. Við erum ekki sökudólgar í hækkun olíuverðs við erum fórnarlömb þessa ástands.

Nú er flugið almenningseign. Verð á farseðlum hefur farið  lækkandi og möguleikar til ferðalögum eru miklir og nánast sjálfsagður hlutur og þykir ekki mikið til þeirra koma lengur. Það er því mikilvægt að fólk setji sig í spor hvers annars þegar svona vandi blasir við Það á líka að vera skylda okkar að taka sameiginlega á svona vanda annars er voðinn vís.

Ég sá svo Lakers vinna Spurs í gær og þar með komnir í úrslit.. Mikið ofboðslega er Kobe góður leikmaður og hreinn listamðaur. Hann er í mínum huga einn allra fremsti íþróttamaður heimsins í dag. Nú vonar maður að Boston vinni í kvöld og þá verður það Celtics og Lakers sem leika um titilinn í ár. Það getur orðið mikil viðureign.

En svo er það kvöldið í kvöld. Þá hitti ég 5 fínustu kokkana í borginni í íslenskum kvöldverð sem Veitingahúsið Marcels býður uppá. Tilefnið er kynning á matnum okkar sem og hátíðarkvöldverðinum sem verður boðið uppá í lok júní. Þaðv erður gamna að hitta vinina, allt fínir karlar og frábærir matreiðlsumeistarar. Þrír þeirra hafa ma komið heim til Íslands á Food and Fun og elska landið okkar og ekki síður matinn. Við áttum eitt lambalæri heima í ískáp sem verður eldað uppá ömmuvísu. Lágan  hita og langan tíma. Borið fram með ýmsu góðgæti. Svona íslenskur heimilismatur.

 Svo fékk ég frábært símtal í morgun frá yfirkokki eins af allra vinsælustu veitingastöðum New York. Hann og yfirmaðurinn hafa verið að þreyfa sig áfram með  smjör, osta og skyr ásamt bleikju síðustu vikur. Þeir eru að fara að opna nýtt bakarí í borginni á næstunni og hafa komist að þeirra niðurstöðu að íslenska smjörið sé besta smjör í veröldinni í dag. Sérlega bragðgott, gott til eldunar og baksturs, fallegt að bera það fram. Nú vilja þeir  fyrir alla muni koma því á borð gesta sinna og bjóða það í nýja bakaríinu þegar það opnar. Æ það er alltaf gaman að fá svona ummæli um okkar góðu framleiðendur heima bændurna sjálfa. Það kitlar alltaf þó ég sé nú búinn að heyra þetta oft, þá fer alltaf um mann góð tilfinning og heldur manni við efnið.

En meira um það síðar.


Hvað er með ykkur þessa íslendinga?

Þetta sagði maður við mig í kaffhúsinu Cariboo í morgun. Hann var furða sig á því hvað það væri almennt svo mikil og jákvæð umræða í fjölmiðlum um Ísland og ýmislegt sem tengdist landi og þjóð. Þessi náungi, sem ég þekki í raun ekki mikið, var að vísa til viðtals sem var á einni af svæðisbundnu sjónvarpsstöðvunum hér í Washington á sunnudag.

Þetta var viðtal við framkvæmdastjóra Samtaka Veitingahúsa og tilefnið hin mikla hátíð sem samtökin standa fyrir hinn 29 júní næstkomandi. Þar fór framkvæmdastjórinn fögrum orðum um landið og afurðir þess. Nefndi einnig samskipti matreiðslumeistara borgarinnar við  Food and Fun hátíðina. Á laugardag átti ég svo fund með aðstandendum hátíðarinnar og blaðafulltrúa. Þar voru ræddar ýmsar hugmyndir um hvernig mætti vekja enn frekar athygli á hátíðinni. Þar var ákveðið að fá þá meistara matargerðarlistarinnar sem tilnefndir hafa verið Matreiðlsumeistarar ársins til að koma saman næsta föstudag í Marcel´s veitingahúsinu til að borða íslenskan mat.

Þetta verða þeir: R.J: Cooper frá Vidalía, Todd Grey frá Equinox, Eric Ziebold frá CityZen, Robert Wiedmaier frá Marcel´s og Becks og síðast en ekki síst Michel Richard sem á Citronelle og Central en hann Michel, er núverandi handhafi titilsins Matreiðslumeistari Bandaríkjanna 2007-2008. Hann var valinn af James Beard stofnuninni í júní sl. Yfirkokkurinn á Marcels. og hans aðstoðarfólk munu elda úr fiski m.a.bleikju, lambalæri, skyri, nota ostana  Höfðingja og Stóra Dímon, smjöri og nota suðusúkkulaði frá  Noa/Siríus. Sunnudagurinn fór svo  í að hitta kokkana og velja með þeim hráefnið og veita þeim upplýsingar fyrir ljósmyndara sem boðið verður til að hitta meistarana gæða sér á matnum okkar.

En aftur að ummælum félaga míns í kaffihúsinu. Ég fór að velta því fyri mér sem hann sagði vegna þess að ég hef heyrt svipuð ummæli frá kollegum mínum í matar og ferðabransanum svo sem vina okkar á Norðurlöndunum og fleirum. Það er líka alveg magnað hvað svona lítil þjóð, nánast örríki, fær mikla athygli. Ef við skoðum til dæmis það sem áður hefur komið um fjölmiðlaumfjöllun minni  hér á blogginu þá má nefna nýkomna grein í Passport tímaritinu. Þar fjallar Andrew Mershman um heimsókn sína á Food and Fun sjá nánar á www.passportmagazine.com/worldeats/reykjavik

Skemmtileg grein sem vert er að skoða og lesa. Þá var það hin fína grein um Latabæ og Magnús í því útbreidda blaði TIME þar sem fjallað er um efni þáttanna og markmið þeirra. Síðan var það í National Geograhpic Traveller þar er fjallað um sjáfbæra ferðaþjónustu og þar kemur Ísland  við sögu. Svo má sjá margar sjónvarpsauglýsingar sem greinilega eru teknar á Íslandi. Þá var í gangi auglýsing hér í vetur frá fasteignasölu sem sagði að þeir gætu meira að segja fundið húsnæði á Íslandi. Önnur er núna í gangi þar sem verið er að auglýsa ís og þar kemur fram setningin, " mér er sagt að það sé fallegt á Íslandi" eða "I am told that Iceland is nice".

Þá er það nokkuð reglulega að fjallað er um íslendinga í viðskiptalífinu. Koma oft myndir af mönnum einsog Jóni Ásgeiri, Björgúlfi Thor, Ólafi Jóhanni svo einhverjir séu nefndir. Svo auðvitað lista- mennirnir Björk, Sigurrós, Ólafur Egilsson, Arnaldur og svo framvegis. Svo hafa verið sýndir hér sjónvarpsþættir þar sem sagt er frá íslenskum mat og matarhefðum sem og áhugaverðum stöðum á landinu. Auk þess sér maður meir og meir fjallað um orkumálin. Ekki síst hefur þetta verið áberandi uppá síðkastið og talað um hina sjálfbæru orku sem við njótum.

Það er þó ein grein sem mér þótti afar gaman að lesa en það var grein John Carlin sem birtist í www.guardian.co.uk hinn 18 maí sl. John er mjög merkilegur og bráðskemmtilegur maður. Hann kom heim á Food and Fun og hefur auk þessarar greinar skrifað allnokkrar greinar um land og þjóð m.a. í El Pias eitt útbreiddasta spænsku mælandi blaðs í veröldinni. John er sannkallaður "Íslandsvinur". Hann nýtur þess vel að vera á eigin vegum, lætur lítið fyrir sér fara og hefur nokkrum sinnum komið til landsins. Hann sagði mér að líklega væri Ísland eitt besta land í veröldinni til að búa í. Hann sagði að það væri ekki aðeins að landið væri fallegt hann sagði mér líka að íbúarnir væru spennandi karakterar svona upp til hópa. Við ættum mikil verðmæti sem við yrðum að varðveita.

John sagð mér líka frá ævisögum sem hann hefur skrifað um, m.a.  David Beckham og nú nýverið um Nelson Mandela, The Human Factor, sem ætlunin er að komi út í september nk. Hann sagði okkur Sigga Hall frá þeirri lífsreynslu að kynnast Nelson og kvikmyndinni sem nú hefur verið ákveðið að gera eftir bókinni. Sagði okkur frá því hvernig af fundi hans og Morgans Freemans varð. Mjög skemmtileg saga þar sem John var á ferðalagi í Bandaríkjunum og hitti fyrir tilviljun leikarann og sagði honum frá bókinni nýju. John sagði okkur að Milton hefði fallið fyrir handritinu, samþykkt að taka að sér aðalhlutverk í myndinni  og hafði hann strax samband við Clint Eastwood, enn einn "íslandsvininn" og fékk hann til að taka að sér leikstjórn myndarinnar og Matt Damon í eitt af aðalhlutverkunum.

John hefur eignast marga góða vini á Íslandi og er mikill heiðursmaður og fínn félagi. Verður spennandi að fylgjast með framgani hans og bókinni nýju. Þessi grein í Guardian er virkilega góð  og víða komið við en fyrirsögnin "No wonder Iceland has the happiest people on Earth" segir nokkuð um innihaldið.

Það verður hinsvegar ekki alltaf sagt að við séum ávallt mjög hamingjusöm. Þegar maður les blogg landans, sem ég reyndi að skoða aðeins áður en ég fór sjáfur að nota þessa tækni til að halda utanum það sem ég er að vinna við með smá persónlulegu ívafi, þá er nú ekki alltaf þessi mikla hamingja. Sumt af því sem þar er  sagt er afar ósmekklegt og og til lítillar fyrirmyndar hverngi fólk talar stundum um hvert annað og ýmiss málefni. Það er nú ekki alltaf um málefnanlega umræðu að ræða og frekar óbilgjarna. En sem betur fer heyrir það til undantekninga.

Að framangreindu má sjá að við sem þjóð megum vel við una á í samfélagi þjóðanna. Það er tekið eftir litla landinu okkar og því sem þar fer fram. Langt umfram það sem margar, flestar, þjóðir geta státað að. Að langmestu leiti er umfjöllunin um landið og þjóðina í jákvæðum dúr. Það er tekið eftir því hvað okkur hefur farnast vel. Það er líka tekið eftir því  hvernig okkur hefur tekist að viðhald tungunni, búfjárstofnum okkar, landinu hreinu, beislað orkuna, komið á stjórnun nýtanlegra náttúru auðlinda landsins og svo framvegis. Auðvitað eiga menn að takast á um áherslur en oftar þyrftu menn að gera það á málefnanlegri hátt en sumir hafa gert.

Auðvitað hvílir á okkar þjóð mikil ábyrgð, það er okkar skylda, í samfélagi þjóðanna, að viðhalda okkar stöðu,  uppruna og menningu. Það eru þau skilaboð sem maður fær með allri þessari jákvæðu og oft á tíðum skemmtilegu greinum og efni þar sem fjallað er um okkur. Sumum okkar finnst við vera haldin of mikilli minnimáttarkennd. En er það nokkuð srítið, við erum jú mjög smá þjóð en flest með stórt  hjarta!

Ætli við séum kannsi bara hamingjusamasta þjóð í heimi? Förum bara stundum vitlausu megin frammúr á morgnana.

Að lokum hefur það vakið athygli mína þessi ferð geymferjunnar til Mars. Þetta er auðvitað mikið vísindalegt afrek eða einsog einn vísindamaður hjá NASA lét hafa eftir sér til að vekja menn til vitundar um hversu mikið afrek þetta sé:

Þetta er svona svipað og að golfari slái kúluna sína frá teig í Washington og hún fari holu í höggi í Ástralíu!

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband