Ástríðan skilar árangri

 

Mér er það bæði  ljúft og skilt að deila reynslu minni, samböndum  og þekkingu á næstu misserum með fólki sem tekur við mínu starfi þegar þar að kemur. Þetta hefur kostað mikla vinnu og yfirlegu en á móti kemur mikil þekking og reynsla í samskiptum við stofnanir og fyrirtæki sem og tæknilegar hindranir svo sem tollyfirvöld, flutningsfyrirtæki og ýmislegt af þessu tagi. Þetta eru nú hluti af þeim verðmætum sem spara munum mönnum jafnt tíma sem og peninga hugi menn á útflutning, markaðssetningu og sölu afurða á Bandarískan markað.

 

Auk þess hefur starfið veitt mér mikla ánægju og gleði og sannað, allavega fyrir mér sjálfum að með óbilandi trú, ástríðu, vinnu og þolinmæði má flytja fjöll. Fyrir það er ég þakklátur öllum þeim sem höfðu trú á því sem hér hefur áunnist og opnað ýmsa möguleika til áframhaldandi uppbyggingu fyrir land og þjóð.

 

Bandaríkin eru land samkeppninnar, hér er til gnægð alls sem hugurinn girnist. Fólk sem hér býr nýtur ekki sömu kjara og við eigum að venjast hvað varðar vinnutíma. Hér vinna menn allt að 60 stunda vinnuviku og jafnvel meir þeir sem ná miklum árangri. Hér verða menn að svara fyrirspurnum mjög hratt og vel því ef menn gera það ekki þá eru margir aðrir kostir í stöðunni. Það tekur því tíma að öðlast trúverðugleika og traust viðskiptavina og það traust munu menn njóta þegar því hefur verið náð.

 

Almennur fjöldi frídaga eru 13 dagar á ári en ekki nema um 10% þjóðarinnar nýtir þá alla. Þetta er því land sem er svo frábrugðið okkar lífstíl en að sama skapi finnst mér að þeir sem ég á hvað mest samskipti við séu drifnir áfram af metnaði og ástríðu fyrir því sem fólk vinnur við. Þetta eru siðir þessarar þjóðar og því afar mikilvægt að bera virðingur fyrir þessari viðskiptamenningu og aðlagast henni annars eiga menn mjög takmarkaða möguleika.

   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elja þín og atorka er einstök og skyldum við tileinka okkur sem mest af henni.  það verður seint fullþakkað það ótrúlega starf sem þú hefur komið að þarna Vestan -hafs.  Nú er bara að vona og sjá að ekki klúðrist niður það sem áunnist hefur.  Vonandi veljast hæfir og góðir einstaklingar sem geta haldið merki þínu og Íslands áfram á lofti en ekki einhverjir loftfimleika persónur valdar af vinum og kunningjasamfélagi Íslands

gæfan gefst þeim sem gefa af sér

asgeir eiriksson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Baldvin Jónsson

Höfundur

Baldvin Jónsson
Baldvin Jónsson
Áhugamaður um landið og miðin
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • JF2 4515
  • Baldvin RAMW
  • ...j_vcapitol2
  • ...bj_vcapitol
  • ...bj_capitol

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 8
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 47
  • Frá upphafi: 703

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband